Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 47
Og svo er fleira. Ég hef þeg-
ar nefnt grunsemdirnar, sem sú
staðreynd átti að vekja, að hlut-
irnir, sem nefndir voru, voru
yfirleitt látnir liggja í kjarrinu,
þar sem þeir fundust. Það virð-
ist næstum óhugsandi, að þessi
merki um sök skuli hafa verið
skilin eftir af tilviljun, þar sem
þau fundust. Nægilegt snarræði
var fyrir hendi (eða svo er tal-
ið) til að fara burt með líkið;
og þó er jákvæðari vitnisburður
en líkið sjálft (en svipur þess
hefði getað afmáðst fljótt vegna
rotnunar) látinn liggja í allra
augsýn á morðstaðnum — ég á
við vasaklútinn með nafni hinn-
ar látnu. Ef þetta var óhapp, var
það ekki óhapp óaldarflokks.
Við getum aðeins hugsað okkur
það sem óhapp einstaklings. Við
skulum athuga málið. Einstak-
lingur hefur framið morðið.
Hann er einn með vofu hinnar
látnu. Hann er hræddur við
það, sem liggur hreyfingarlaust
fyrir framan hann. Ofsi ástríðna
hans er horfinn, og í hjarta
hans er kappnóg rúm fyrir ótta
við verknaðinn. Hann hefur
ekkert af því sjálfstrausti, sem
nærvera margra manna hlýtur
að veita. Hann er aleinn með
hjnni látnu: Hann skelfur og
er ruglaður. Samt er nauðsyn-
legt að losna við líkið. Hann ber
það að ánni og skilur eftir hin-
ar sannanirnar um sekt hans;
því að það er erfitt, ef ekki
ómögulegt, að bera alla byrð-
ina í einu, og það verður auð-
velt að snúa aftur eftir því, sem
eftir er. En í hinni erfiðu ferð
til árinnar vex hinn innri ótti
hans um allan helming. Hljóð
lífsins umlykja slóð hans.
Nokkrum sinnum heyrir hann
eða ímyndar sér, að hann heyri
fótatak athuganda. Jafnvel sjálf
ljósin frá borginni rugla hann.
Þó kemur að því, eftir tíðar
hvíldarstundir, fullar af djúpri
angist, að hann kemst til ár-
bakkans og losnar við hina
hræðilegu byrði sína — ef til
vill með því að nota bát. En
hvaða fjársjóður er nú til í ver-
öldinni — hvaða hótun um
hefnd gæti hún búið yfir —sem
hefði mátt til að knýja þennan
einmana morðingja til að snúa
aftur um þennan erfiða og
hættulega veg, til kjarrsins og
hinna hræðilegu endurminninga
þess? Hann snýr ekki aftur,
hverjar sem afleiðingarnar
kunna að vera. Hann gæti ekki
snúið aftur, þótt hann vildi.
Hann hugsar um það eitt að
komast strax undan. Hann snýr
baki við þessu skelfilega kjarri
fxjrir fullt og allt, og eins og
flýr hina komandi reiði.
En hvernig væri með óaldar-
flokk? Fjöldi þeirra mundi hafa
blásið þeim í brjóst öryggistil-
finningu; ef öryggistilfinningu
vantar þá nokkurn tíma í sál
hins hreinræktaða óþokka; og
þeir óáldarflokkar, sem talað
er um, eru ævinlega byggðir
upp af hreinræktuðum óþokk-
um. Fjöldi þeirra, segi ég,
mundi hafa komið í veg fyrir
hina ruglandi og óhugsuðu
skelfingu, sem ég ímynda mér,
að mundi lama einstakan mann.
Ef við gætum gert ráð fyrir
mistökum hjá einum, eða tveim,
eða þrem, hefðu þessi mistök
verið leiðrétt af hinum fjórða.
Þeir hefðu ekkert skilið eftir;
því að fjöldi þeirra hefði gert
þeim kelift að bera allt í einu.
Engin þörf hefði verið að snúa
aftur.
Líttu nú á málavexti, að í
yfirhöfn líksins, þegar það
fannst, „hafði ræma, um fet á
breidd, verið rifin upp á við
frá faldinum neðst upp að mitti,
undin þrisvar utan um mittið
og fest með eins konar hnút á
bakinu“. Þetta var gert í þeim
augljósa tilgangi að veita hand-
fang til að bera skrokkinn. En
hefði nokkurn hóp manna
dreymt um að grípa til slíks
ráðs? Þrír eða fjórir hefðu ekki
aðeins haft nægilegt, heldur hið
bezta mögulega tak á limum
líksins. Úrræðið er aðferð eins
einstaklings; og þetta bendir
okkur á þá staðreynd, að „milli
kjarrsins og árinnar reyndust
langböndin á girðingunum hafa
verið tekin niður, og jörðin var
þannig útlítandi, að einhver
þung byrði hafði bersýnilega
verið dregin eftir henni“! En
hefði hópur manna lagt á sig
það óþarfa erfiði að taka niður
girðingu, í þeim tilgangi að
draga gegnum það lík, sem þeir
hefðu getað lyft yfir hvaða
girðingu sem er á augabragði?
Mundi hópur manna yfirleitt
hafa dregið lík þannig, að skil-
in væru eftir augljós ummerki
dráttarins?
Og hér verðum við að vísa
til orða Viðskiptahlaðsins; orða
sem ég hef þegar gert nokkrar
athugasemdir við. „Stykki“,
segir þetta blað, „úr öðru milli-
pilsi hinnar ógæfusömu stúlku,
hafði verið rifið burt og bundið
undir höku hennar og aftur fyr-
ir höfuðið, sennilega til að
hindra óp. Þetta var gert af
mönnum, sem höfðu enga vasa-
klúta“.
Ég hef áður nefnt, að ósvik-
inn óþokki er aldrei án vasa-
klúts. En það er ekki þessi stað-
reynd, sem ég minnist nú aðal-
lega á. Það, að það hafi ekki
verið vegna vasaklútsleysis í
þeim tilgangi, sem Viðskipta-
blaðið hugsar sér, að þessi um-
búnaður var viðhafður, verður
augljóst vegna vasaklútsins sem
skilinn var eftir í kjarrinu; og
að markmiðið var ekki „að
hindra óp“, er líka ljóst af því,
að hnýtingin var tekin fram yfir
það, sem mundi svo miklu betur
hafa þjónað tilganginum. En í
fréttinni um ummerkin er tal-
að um, að ræma þessi hafi ver-
ið „fundin laust bundin utan
um hálsinn, og hnýtt með hörð-
um hnút“. Þessi orð eru nógu
óljós, en eru verulega frábrugð-
in frásögn Viðskiptablaðsins.
Ræman var átján þumlungar á
breidd, og þess vegna mundi
hún, enda þótt hún væri úr fín-
gerðu bómullarefni, mynda
sterkt band, þegar hún hefði
verið brotin saman eftir endi-
löngu. Og þannig margföld
fannst hún. Ályktun mín er
þessi. Morðinginn, sem var einn
síns liðs, hafði borið líkið nokk-
urn spöl (hvort sem það var
frá kjarrinu eða annars staðar)
með því að halda í bönd, sem
voru fest um mitti þess, og
fann, að þunginn var, með þess-
ari aðferð, of mikill fyrir krafta
hans. Hann afréð að draga byrð-
ina — ummerkin benda til þess,
að hún hafi verið dregin. Með
þetta markmið í huga, varð
nauðsynlegt að festa eitthvað
líkt kaðli við annan endann.
Bezt var að festa það um háls-
inn, þar sem höfuðið mundi
hindra, að það færi af. Og nú
hefur morðinginn vafalaust
munað eftir umbúnaðinum um
lendarnar. Hann mundi hafa
notað hann, ef hann hefði ekki
undizt utan um líkið, ef ekki
hefði verið festingin til að tor-
velda það, og sú vitneskja, að
það hafði ekki verið „rifið af“
klæðinu. Það var auðveldara að
rífa nýja ræmu af millipilsinu.
Hann reif hana af, festi hana
utan um hálsinn og dró fórnar-
lamb sitt þannig að árbakkan-
um. Það, að þessi „hnýting", sem
var ekki möguleg nema með
fyrirhöfn og töf, og sem þjón-
aði tilganginum aðeins á ófull-
kominn hátt — að þessi hnýt-
ing var yfirleitt notuð, sýnir, að
nauðsynin á þessari aðferð staf-
aði af aðstæðum, sem urðu til
á þeim tíma, þegar vasaklútur-
inn var ekki lengur við hönd-
ina — það er að segja, sem varð
til, eins og við höfum hugsað
okkur, eftir að hann fór úr
kjarrinu (ef um kjarr var þá
að ræða), og á leiðinni milli
kjarrsins og árinnar.
KLIPPIÐ HÉR
Röntunarseðill
Vinsamlegast sendið mér sniðið. sem ég krossa framan við, ( þv( númeri, sem
ég tllgreini. Greiðsla fylgir með ( ávfsun/póstávísun/frímerkjum (strikið yfir
það sem ekki á við).
Nr. 51 (2726) Stærðin á að vera nr. .
.... Nr. 52 (9123) Stærðin á að vera nr. .
Vikan - Simplicity
Nafn
Heimili
KLIPPIÐ HÉR
8. TBL. VIKAN 47