Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 41
á plötu. í fyrsta skipti var það instrumental á plötu með Jeff Beck og síðan hafa Quicksilver Messenger Service tvisvar not- að lög eftir hann. En hverjir skyldu vera í uppáhaldi hjá Nicky af öllum þeim snillingum sem hann hef- ur spilað með? Hann á erfitt rrieð að svara þeirri spurningu, en hefur þó látið i ljós þá skoð- un að það séu sennilega Who. ,,Þeir fara yfir öll svið upp- tökutækninnar og eru auk þess stórkostlegir strákar. Allt er á hreinu i kringum þá. Stones hljóta að koma strax á eftir. Þeir eru raunverulegir músík- antar með ótrúlega góð músík.“ George Harrison segir Hopk- ins þó alltaf sér á báti. „Við hittumst í fyrsta skipti þegar Jackie Lomax var að taka upp og það var rétt eins og að bræð- ur væru að hittast eftir mörg ár. Afmælisdagar okkar eru líka um svipað leyti. Hann er fædd- ur 25. febrúar og ég þann 24. Það gæti verið skýringin." ☆ ASHTON FJÖLSKYLDAN Framhald aj bls. 29. þar eins og hávaðinn er mikill í upptökusalnum. Douglas skýr- ir frá því hvernig æfingar fari fram, sýnir ákveðna reiti í saln- um, þar sem leikararnir æfa hvert skref og hreyfingu. Sjónvarpsþættirnir um Ash- ton fjölskylduna hafa vakið mikla athygli, enda sýna þeir mjög raunsæja mynd af lífi milhstéttarfólks í Bretlandi, i'étt fyrir síðari heimsstyrjöld- ina og meðan hún geisar. Þessir sjónvarpsþættir eru nú rétt að hefjast hér á íslandi, en allt bendir til að þeir verði vin- sælir og að fólk fylgist af áhuga með örlögum þessa fólks. Hvernig fer fyrir eldri kynslóð- mni, foreldrunum, Edwin og Jean, sem ekki hafa verið reglu- lega hamingjusöm í hjónabandi sínu? Hvernig verður hjóna- bandið hjá Margaret og John? Og hvernig á vesalings Sheila að bregðast við vandræðunum i sambúðinni við David? Colin Douglas er elskulegur maður. — Hvað mér viðkemur, segir hann, — gæti ég vel hugs- að mér að leika pabba Ashton það sem eftir er ævinnar. Hann er einn af þeim mörgu brezku leikurum, sem veitist létt að leika hversdagslegar manneskj- ur, án þess að láta sinn eigin persónuleika skína í gegn. — Það eru tíu þúsund at- vinnulausii' leikarar í Englandi, heldur hann áfram. Unga fólk- ið hérna er farið að þreytast nokkuð á hlutverkum sínum, enda eru tvö ár, sem við höfum unnið að þessu. En ég, sem hefi þrælað við farandieikhús, til að sjá fyrir konu og börnum, er ánægður. Nú sé ég fram á trygga framtið. Douglas var bóndi á Nýja Sjálandi, áður en hann sneri heim til Englands aftur og gerð- ist leikari. Hann var sjálfur með í heimsstyrjöldinni síðari og barðist í Noregi og fékk orðu frá Hákoni konungi. Hann á líka margt sameigin- legt með Ashton: — Þetta hlutverk hefir hjálp- að mér að skilja mín eigin börn. Eg á fimm börn, alveg eins og Edwin Ashton. Þegar einn af sonum mínum, sem ég hafði kostað á dýran háskóla, vildi hætta í skóla, varð ég fyrst mjög reiður. Svo fór ég að hugsa hvernig Ashton hefði sr.úizt við slíku vandamáli. Þá fcr það þannig að ég dáðist að syni mínum fyrir það að hann skildi vilja hætta öruggri lífs- afkomu í framtíðinni fyrir hug- sjónir sem hann trúði á og höfðu töluvert erfiði og áhyggj- ur í för með sér. „Ashton-fjölskyldan“ er tek- 'n upp í Manchester, grámusku- legri, illa þefjandi iðnaðarborg, með drungalegum borgarkjarna bar sem íbúarnir eru aðallega búsettir í frekar leiðinlegum úthverfum. Það er lítið mark- vert við þessa borg, fyrir utan það að þar býr George Best, hin kunna knattspyrnuhetja Manchester United og að þar er Granada sjónvarpsmynda- verið, risastór mannleg maura- þúfa, þar sem hundruðir manna vinna. Þetta sjónvarpsfyrirtæki hefir nú á síðari árum reynt að keppa við hina risana, ITV og ríkisfyiirtækið BBC. Nú hefir Granada tekið for- ustuna. Fyrir utan „Ashton f|ölskylduna“ er það líka með „Coronation Street“ í gangi, en það síðarnefnda er nú hvað vin- sælasta sjónvarpsefnið í Eng- landi sjálfu. — í mörg ár dreymdi mig um að skrifa skáldsögu um heims- styrjöldina síðari, segir John Finch, hinn fimmtugi handrita- höfundur sjónvarpsþáttanna. — Sú saga hefði átt að lýsa lífi hins almenna borgara á stríðsár- unum. Segja hver áhrif stríðið iiafði á venjulegt fólk, ekki ein- göngu á þá sem tóku virkan þátt í stríðinu. Ég var sjálfur Þér lærió nýtt tungumál á 60 tímum! LBnguaphone lykillinn að nýjum heimi ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA, PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA. SÆNSKA, NORSKA, FINNSKA, RÚSSNESKA, GRlSKA, JAPANSKA o. fl. Verð aðeins hr. 4.500- AFBORGUNARSKILMALAR Tungumálanáimheid á hljómplötum eöa segulböndumi Hljódfcerahús Reyhjauihur Laugauegi 96 simi: I 36 56 VERÐLISTINN Glæsilegt úrval af fermingar- Kápum og jökkum, fermingarkjólum og samkvæmis- kjólum stuttum og síöum. 8. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.