Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 24
Sannasta kærleikskona
sem ég hef kynnzt
Bernadetta Devlin segir frá skólaárum sínum
Bernadetta Deviin verður gestur blaðamanna
á pressuballinu síðar í þessum mánuði; Þegar
þetta er ritað er ástandið í Norður-Irlandi orðið
alvarlegra en áður og nafn Bernadettu á for-
síðum heimsblaðanna enn á ný eftir að hún
sló og klóraði innanríkisráðherra Breta innan
veggja hins virðulega parlamentis. - Fyrir
jólin í fyrra kom út á ísienzku bók eftir Berna-
dettu Devlin, Sál mín að veði. Þorsteinn Thor-
arensen rithöfundur þýddi bókina og hefur
goðfuslega veitt Vikunm
kafla úr henni, þar sem
dettu í menntaskóla.
Sánkti Patreks Akademian í
Dungannon, eins og mennta-
skólinn var kallaður, var stolt-
ui írskur stúlknamenntaskóli.
Þjóðernisstoltið, sem var ríkj-
andi í honum, var mikið runn-
ið frá yfirkennslukonunni,
móður Benóníu, sem við köll-
uðum venjulega „Háttvirta
móðir'*. Ég met hana eirrná mest
af öllu því óvandabundrtá' fólki
sem hefur haft áhrif á mig. í
augum móður Benóníu var allt
enskt afar tortryggilegt. Vissar
sálrænar ástæður lágu að baki
hatri hennar á Englendingum.
Fjölskylda hennar hafði mátt
þola þungar búsifjar frá brezk-
um hermönnum. Allt sem við
unnum i skólanum, skyldi vera
írskt í anda. Hún var á sífelldu
varðbergi fyrir írska menningu
og írska siði, sem mér og mín-
um líkum, er vorum jafn ofs-
tækisfull þjóðernislega, líkaði
mæta vel við, en svo voru aðrar,
sem fengu óbeit á þessu, þvi að
þær bókstaflega gátu ekki með-
tekið írska menningu eins og
laxerolíuinngjöf bæði kvölds og
morgna og miðjan dag. Móðir
Benonía hataði ekki mótmæl-
endatrúarmenn vegna trúar-
ágreiningsins í sjálfu sér, en
þoldi ekki að umgangast þá,
einfaldlega vegna þess að þeir
voru ekki írskir, og þá þurfti
ekki meira um það að ræða.
Þegar ég var komin upp í efri
leyfi til að birta einn
segir frá dvöl Berna-
bekki, myndaðist í skólanum
svo öflugt lið í netbolta, sem
er líkur körfubolta, að við hefð-
um getað unnið hvaða skólalið
sem var í öllu Norður-irlandi,
en móðir Benónía var ófáanleg
að leyfa okkur að keppa við
mótmælendatrúarskóla, með
þeim einfalda rökstuðningi, að
þá yrðum við neydd til að
stanÖa upp fyrir enska þjóð-
söngnum, sem yrði mjög vand-
ræðalegt. Við svöruðum henni:
,,En háttvirta móðir, það væri
ekkert vandræðalegt, við mynd-
um bara standa upp og síðan
rr.yndum við bjóða þeim hing-
að aftur í skiptum og spila yfir
þeim Söng hermannsins, og þau
yrðu að standa upp fyrir hon-
um. Þetta yrði bara kaup kaups
og einfaldasta kurteisi." En i
þessu varð hertni ekki haggað.
Það skyldi aldrei koma fyrir,
meðan hún væri uppistandandi,
að við, stúlkurnar hennar, stæð-
um upp fyrir söng Englands-
drottningar.
Við lærðum auðvitað írska
sögu, meðan nemendur í mót-
mælendatrúarskólanum lærðu
brezka sögu. Við urðum öll að
læra um sömu sögulegu við-
burðina, um sömu timabilin,
en söguskilningurinn var regin
ólíkur. í opinberu landsstjórn-
arskólunum var það kennt, að
Sambandslögin 1801 hefðu ver-
:ð sett til að styrkja viðskipta-
W<r gj
r l LxM ■[ ‘ vtr 1 -' . '
[ \
Devlin-fjölskyldan í Cookstown. í fremri röð eru systurnar Mary, Mans,
Bernadetta, Elísabet nq Patrisia. I aftari röð eru foreldrarnir með
Jón á milli sín.
höndin milli Englands og ír-
lands. Okkur var kennt, að lög-
in hefðu aðeins verið hin svi-
virðilegasta aðferð til að drepa
niður líniðnað irlands, sem
hafði með samkeppni sinni gert
enska bómullariðnaðinum erf-
itt fyrir. Við lásum írlands-
söguágrip Fallons, en Fallon er
bókaútgáfufyrirtæki í Suður-
ítlandi. Nú vildi svo til, að
menntamálaráðuneytið hafði
stranglega bannað að nota ír-
landssöguágrip Fallons til
kennslu, því ací hún innihélt
ekkert annað en rangfærslur
og svikræði í nafni sögunnar.
En til að standa fast á sínu, þá
voru allar sögukennslubækur
okkar gefnar'út af Fallon. Þeg-
ar ráðuneytið skrifaði umkvört-
unarbréf út af þessu, skrifaði
móðir Benónía svarbréf sitt á
irsku, til þess að það færi ekk-
ert á milli mála, hvar hún stæði.
Við vorum mjög óháður skóli
og hlíttum aðeins lágmarkseft-
irliti stjórnarvaldanna. Við og
við bái'ust skólastjórninni til-
boð um aukinn fjárhagslegan
stuðning, gegn því að lands-
stjórnin fengi meiri áhrif á
skólastarfið. Stundum komu
ernbættismenn frá menntamála-
ráðuneytinu og sögðu: „Sjáið
til, ef þið fallizt á að koma und-
ir skólaeftirlit landsstjórnarinn-
ar, þá fáið þið 20 prósent kostn-
24 VIKAN 8. TBL.