Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 8

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 8
Brot úr bréfum og dagbók fslenzks refsifanga Eg varaðeins óhamingjusamur unglingur SIÐARI HLUTI KL. 17.15 ÞaS er þá bezt að halda áfram. Þegar vertíðinni lauk, bauð út- gerðarmaðurinn upp á vín og drukkum við um borð í bátn- um. Síðan fór ég heim, en fannst ég einmana svo ég fór út í næsta þorp og síðan í þarnæsta. Þar lenti ég í klandri (hann nauðgaði stúlku þar) og daginn eftir sótti lögreglan mig. Að loknum yfirheyrzlum var ég fiuttur suður í úttekt á gamla dómnum. Ég var feginn. Nú er bara að láta tímann líða þar til ég er frjáls og þá skal enginn fá mig til að drekka. Það sem ég ætla að lifa fyrir þá er að- eins eitt: Börnin mín. 8. JÚNÍ Það er skömmu eftir mið- nætti og mig langar til að skrifa eitthvað. Ég er að hugsa um framtíðina, hvort hún er virki- lega þess virði að lifa henni. Kannski er bezt að losna frá þessu fyrir fullt og allt, en ég á börn og finnst skylda mín að gera eitthvað fyrir þau. Þau eiga það hjá mér og ég ann þeim miklu meira en margur heldur. Hversu oft hefur mig ekki langað að labba að syni mínum, sem nú er orðinn 9 ára, og tala við hann, sýna honum hluti og vera honum góður fað- ir. Ég verð að lifa til að hjálpa börnunum mínum þegar ég losna héðan — og ef ég verð fær um að hjálpa þeim þá. KL. 01.30 Ég get ekki sofnað. Ég er alltaf að hugsa, hugsa og hugsa. Af hverju lenti ég í öllu því sem ég lenti í? Hver mínúta sem líður og hver stund færir mig nær því takmarki að verða aftur frjáls maður. Þegar sá dagur rennur upp verð ég að vita hvað að mér er. Til þess er þessi dagbók. Ef ég er nægi- lega hreinskilinn við hana, get ég kannski fundið út eitthvað um sjálfan mig þegar ég les hana yfir síðar. Ég verð að finna sjálfan mig. Guð, hjálp- aðu mér! Dísa, ég elska þig! Mig langar til að gráta. KL. 18.15 Sigga systir kom í dag með skó, öl, tóbak og smurt brauð frá mömmu, en ég fékk ekki að tala við hana. Ég er búinn að hafa það sæmilegt í dag og bíð bara eftir því að eitthvað ger- ist í mínum málum, helzt það að ég fari vestur. 9. JÚNÍ Klukkan er um það bil fimm og ég er búinn að sofa í mest allan dag, því ég hef ekkert að lesa og þá er lítið annað við tímann að gera en að sofa. Bald- ur blauti fór austur á Hraun eftir hádegið í dag. Ég vona að ég fari að fara vestur. Það er allt að fyllast hérna, svo þeir verða að losa til hér og senda eins marga austur og mögulegt er. „Sína“ klefafélagi minn er að stúdera rán; það virðist ekkert ætla að stöðva þennan dreng. Kannski er þetta bara loft í honum. Ég er að hugsa um að biðja mömmu að senda mér þrjár svona bækur til viðbótar, mig langar að spreyta mig á smá- sagnagerð og sjá hvernig mér tekst til. Þetta líf sem við lifum hér er hreinasta helvíti. Ekkert við að vera. Ekkert útvarp, bara lesa og sofa. Ég er fjúkandi vondur. Það á að heita að okkur sé greiði gerður með því að hleypa okkur út hér á daginn, en það er sko aldeilis ekki. Maður er þar eins og hvert annað dýr til sýnis, því fólkið í húsunum í kring bíður eftir því að okkur sé sleppt út í garðinn. Vera má að við séum afbrotamenn, en við viljum ekki vera til sýnis fyrir almenning. Ég held að það sé nóg að búa í þessari dauða- gildru sem Skólavörðustígur 9 er, eða eins og einn fangavörð- urinn sagði: — Það er bara beðið eftir því, að það brenni hér. En hvað verður þá um menn- ina sem hér eru inni ef bruna ber að höndum? Hér eru hvergi sjáanleg slökkvitæki og gólf og loft eru úr timbri. Ef einhver á eftir að farast hér í eldsvoða, skal ég ákæra þessa fínu herra fyrir morð! 10. JÚNÍ KL. 00.15 Vikan er hálfnuð og ég er farinn að hlakka til næsta laug- ardags. Ég er ekki í skapi til að sofna strax, heldur ligg hér og hugsa um félaga mína hér í fangelsinu. Þetta eru flestir gæðamenn og góðir í umgengni 8 VIKAN 8.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.