Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 29
SIONVARPINU
ænlist alltof snemma
alveg eins og David
Edwin Ashton — Colin Douglas: — Hlutverk föður
ins hefir tryggt mig til æviloka!
John eiginmaður Margaretar — lan Thompson: —
Sænskur blaðamaöur hitti leikarana í sjón-
varpsþættinum „Ashton-fjölskyldan“ að máli
í haust, þar sem unnið var að upptöku þátt-
anna í Manchester í Englandi. Og það kom í
Ijós að leikararnir áttu margt sammerkt með
þeim persónum, sem þeir sýna okkur á sjón-
varpsskerminum.
Stúdíóið þar sem „Ashton
fjölskyldan" er tekin upp, minn-
ir talsvert á gríðarstóran her-
mannaskála. Þarna eru liklega
heil tylft af upptökuvélum fyr-
ir litasjónvarp, tæknileg furðu-
verk og fleiri kílómetrar af raf-
magnsleiðslum. Tæknimenn,
hjálparstúlkur, sendisveinar og
leikarar eru þarna i einni beðju,
að því er virðist. Það er mikil
spenna í loftinu, eins og alltaf
er við sjónvarpsupptökur.
í einu horninu liggur Mar-
garet (Leslie Nunnery) i rúm-
inu. Hún á að vera veik í þess-
um þætti. í öðru horni hefir
verið útbúin ráðningaskrifstofa,
i því þriðja situr Freda (Bar-
bara Flynn) á bjórstofu og
glettist við nokkra hermenn.
Atriðin eru ekki öll tekin upp
í einu, en einu er varla lokið,
þegar öskrað er „upptaka" á
því næsta. Ein unga stúlkan,
sem er í smáhlutverki, gleymir
sér, þegar hún sér kjólinn sem
hún á að vera i. Hann er svo
sniðugur að hún segist ætla að
taka hann með sér og nota
hann á næsta balli. Svona smart
kjóll fæst ekki einu sinni á
Kings Road! Þetta verður til
þess að taka verður atriðið upp
aftur.
Blaðamanni og ljósmyndara
er leyft að heilsa upp á leikar-
ana. Það er faðirinn, þ.e.a.s.
Colin Douglas, sem tekur á móti
þeim.
Það er hljótt í æfingasalnum
og þangað fara þau til að geta
talað saman. Það er jafnhljótt
Framhald á bls. 41.
8. TBL. VIKAN 29