Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 7
 «... ■ : ' ■: • PlllillllPli lilliiils ;::í:í;:í;íii: |«§ ' N « ''\X m&mmmm K§SS§S$S amma hennar hafði stundum „séð og heyrt“ ýmislegt dular- fullt. Hún sýndi mér fúslega ýmsa hluti frá gamalli tíð og var fjarskalega elskuleg. En hún trúði ekki á sögu mína eitt ein- asta andartak og ég ásaka hana ekki fyrir það. Meðan við vor- um að skoða myndaalbúm var hringt- á dyrabjölluna. Maður og kona komu inn í stofuna og gestgjafi minn sagði brosandi: „Hér koma fleiri af ættingj- um okkar, frú Karlsson." Þá varð ég að segja sögu mína aftur. Maðurinn hafði mikinn áhuga á henni, en kon- an varð skelfingu lostin og fannst þetta nokkuð langt úti. EIGINMAÐURINN TRÚIR Eftir stundarkorn kom hálf- systir konunnar í heimsókn og ég varð að segja sögu mína enn- þá einu sinni. Það var mjög óþægilegt. Nokkru síðar fóru gestirnir og andrúmsloftið varð þægilegra. Ég fór að glugga aftur í albúmið. Mér fannst óþægilegt að vera svona þaul- sætin, en ég mátti til að kanna þetta til hlýtar. Ég vildi endi- lega greiða úr flækjunni, finna þræðina, sem lágu að sam- bandi mínu og ættingja Önnu Mathildu. Ég sá myndir af afa konunn- ar, bróður Önnu Mathildu, já, jafnvel dánartilkynning Önnu Mathildu var þarna límd í al- búmið. Mér létti mikið, þegar ég fór þaðan. Það var erfitt að finna þessa tortryggni, en ég skil vel þetta fólk. Það eru ekki allir sem trúa svona óraunveruleg- um sögum. En samt er saga mín sönn. Ég hefði aldrei far- ið að koma mér í svona óþægi- lega aðstöðu, já, jafnvel auð- mýkjandi, nema vegna þess að ég var viss í minni sök. Ing-Britt hefur aldrei síðar hitt þessa „ættingja" sína. Kon- an vingjarnlega, sem sýndi henni fjölskyldugripina, býr ennþá í Vesteras, en þær hafa ekkert samband hvor við aðra. Erik Karlsson, sem í fyrstu trúði ekki á þessa endurholdg- un konu sinnar, er nú samt sannfærður um sannleiksgildi þessa máls. — Ég hef þekkt konu mína frá barnsaldri og ég veit að hún hafði aldrei áður komið til Sala. Það er engin önnur skýr- ing á því sem við upplifðum þar, en sú, að konan min hefur á réttu að standa. Það er útilokað að rengja hana. Hún vissi hvernig „fað- irinn“ hafði lifað og hagað sér, hún vissi hvar þau höfðu búið og hún vissi að hún hafði lát- izt úr lungnaberklum árið 1875. Hún vissi líka hvenær foreldrarnir höfðu látizt, áður en við fórum til Sala árið 1965 og fundum leiði þeirra allra. Ing-Britt er ánægð yfir því að hafa fengið allar staðreynd- ir um Önnu Mathildu. Nú er hún ekkert leyndardómsfull lengur. — Ég hef fengið skýringar á svo mörgu, segir hún. — Til dæmis hvernig stendur á því að ég tala stundum þessa ann- arlegu mállýzku. Ég er búin að sjá staðinn, þar sem ég stóð og horfði á mína eigin jarðarför. Það var ekki draumur. Niður- staðan hlýtur því einfaldlega að vera sú að ég hef upplifað þetta allt saman, upplifað dauð- ann. ERFITT AÐ SANNA Ing-Britt er ákaflega varkár í frásögn sinni. — Ég veit að það er furðu- legt að blanda saman minning- um frá æskuárum Ing-Britt og Önnu Mathildu. Ég get ekki alltaf greint á milli hvor gerði hvað. Ég er aldrei í rónni fyrr en ég get fengið einhverja skýr- ingu. Það er margt, sem ég minnist, sem ég held að heyri til æsku Önnu Mathildu, en ég fæ mig ekki til að tala um það, fyrr en ég get sannað það á einhvern hátt. En það sem ég hef sagt frá fram að þessu, er það sem hefur fært mér heim sanninn og þess vegna hef ég ekki þagað yfir því. Orðið endurholdgun hljómar nokkuð furðulega í eyrum flestra. Það hefur líka verið erfitt að rökstyðja þau mál. En í seinni tíð hafa vísinda- menn víða um heim unnið að því að skýra þessi fyrirbæri, sem fram að þessu hafa verið kölluð dulræn efni. Það sem Ing-Britt hefur upplifað er líka mjög sérstakt í sinni röð, hún hefur fengið haldgóðar sann- anir. Hún segir að hún sé sann- færð um að Anna Mathilda og Ing-Britt Karlsson, séu ein og sama manneskjan. ☆ 8. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.