Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 44

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 44
f átti að vera eðlilegt, sérstak- lega þar sem konan hafði verið svo einmana í tvö ár. David Ashton er vandræða- barn þáttanna og þegar Colin Campbell svarar spurningum, þá kemur í ljós að hann á margt sameiginlegt með David. Hann skilur sig frá hinum leikurun- um 1 klæðaburði. Hann virðist vera nokkuð eirðarlaus, segist helzt ekki svara spurningum um einkalíf sitt og segir líka að hann lesi aldrei leikdóma um sig í blöðunum. Hann býr í Manchester, lifir þar pipar- sveinslífi alla vikuna, fer ekki, eins og meðleikarar hans, heim til fjölskyldunnar um helgar. En Colin er líka búinn að missa heimili sitt. Hann er skilinn við konuna og annar maður gengur þrem börnum hans í föðurstað. Colin segist hafa mestan áhuga á veðhlaupum, hundum og eldri konum. Leslie Nunnery — Margaret Ashton — með soninn Toby, sem varð til þess að breyta varð handritinu. Colin spyr hver af Ashton fjölskyldunni sé vinsælastur í Svíþjóð. — Sheila, held ég, segir blaðamaðurinn. Þá verður Colin hneykslaður. — Sheila, segir hann. — Sheila! Hún sem aldrei þorir neinu og fylgist ekki með neinu, en gengur upp í nöldri sínu. Annars gerði ég sömu vitleys- una og David, ég kvæntist allt- of ungur. Þegar ég gat ekki séð fyrir fjölskyldunni, þá gekk ég í herinn og það tók mig fjögur andstyggileg ár að losna þaðan aftur. Ég og konan mín hefðum aldrei gift okkur, ef við hefð- um ekki neyðst til þess, það vit- um við nú, bæði tvö. Ég varð fórnardýr minnar eigin heimsku alveg eins og David Ashton. — Þegar ég losnaði úr hern- um, var mér sama hvað ég gerði og ég stundaði allskonar verksmiðjuvinnu. Ég var barna- leikari og ég lék á Old Vic í eitt ár. Mig langaði alltaf til að verða leikari og mér leið illa þangað til ég hóf leikstarf- semi á ný! Meðan ég stundaði allskonar vinnu, fékk ég hlutverk í kvik- mynd (Leðurjakkarnir) og Rita Tushingham var mótleik- ari minn; það var hún sem lék aðalhlutverkið í „Hunangsilm- ur“. John Porter kemur aft- ur við sögu, þegar hans hafði verið saknað í tvö ár í stríðinu og fjölskyldan vissi ekki hvort hann var lifandi eða dauður. Colin Campbell segist ekki hafa neitt á móti því að detta úr sög- unni, þ.e.a.s. að deyja eins og t.d. móðirin, Jean Ashton. — Það var út af tæknimanna- verkfalli, segir Shelagh Fraser, þegar blaðamaðurinn heimsótti hana á heimili hennar í Chel- sea í London. Hún er ógift og býr ein með hundinum sínum. — Við áttum að ljúka við þættina í ágúst, en þar sem tæknimenn hjá Granada hófu verkfall, varð að framlengja samningana fram í nóvember. Ég gat ekki framlengt, vegna þess að ég var ráðin til að leika í kvikmynd og var bundin samningi. Eina lausnin var að láta móðurina deyja. — Ég var ánægð með þá lausn. Ég var samt ánægð með hlutverk Jean Ashton, hún var innilokuð sál og þegar hún deyr, er það hjarta hennar sem brest- ur. Það var mjög gaman að leika hana. En þegar ég hefi lokið við eitthvert hlutverk, þá er það búið og ég hugsa ekki um það meir. — Ég hef nú reynt að hressa svolítið upp á Sheilu, segir Cor- al Atkins, sem hefir setið þögul og brosandi, meðan blaðamað- urinn talaði við Colin. Colin og Coral eru góðir vinir í einkalíf- ir.u. Coral er, eins og David, fráskilin og býr ein. Hún er rúmlega þrítug. — Ég reyndi að hafa áhrif á höfundinn og bað hann að leyfa Sheilu að taka sér elskhuga, segir Coral. — En það var ekki við það komandi! Sheila átti að vera eins og Margaret, með ein- hverja píslarvættishulu í kring- um sig. Hún á að láta sér það lynda að vera oftast ein. Þannig vilja Bretar líklega hafa sjón- varpshetjurnar sínar. — Leikkona mótast oft af hlutverkum sínum, en með mig og Sheilu er það öðruvísi. Sheila hefir fengið ýmislegt frá mér. Hún er ekki umburðar- lynd og það er ég ekki heldur. Ég er líka eigingjörn og ég get nöldrað í marga daga út af einhverjum smámunum. — En hlutverkið hefir verið mér mjög hagstætt, til dæmis hefir það skapað mér fjárhags- legt öryggi, segir Coral. — Ann- ars hefði ég ekki getað lifað mannsæmandi lífi. Ég er frá- skilin tvisvar og á þriggja ára dreng, svo peningarnir frá Granada koma sér vel. Mig hefir alltaf dreymt um að stofna heimili fyrir vangef- in börn og nú get ég látið verða af því. DAGBÖK REFSIFANGA Framhald af hls. 9. ljós í niðurstöðum læknisins, að fanginn getur hvorki talist fáviti, geðveikur né geðveill; hann væri fullkomlega heil- hrigður maður með marga góða kosti, en jafnframt galla sem væru sumir hverjir nokkuð á- berandi. Ekki væri ástæða til að ætla annað, en að hann gæti fullkomlega aðlagast þjóðfélag- inu á ný, ef rétt væri að mál- um farið. (Aths. blaSsins.) 15. JÚNÍ í gær minntist ég á að þeir Gústi og Geiri hefðu verið tekn- ir aftur. í þetta skipti voru þeir teknir fyrir að stela 6000 krón- um ur íbúð vestur í bæ. Við handtöku Geira sýndi lögregl- an mikinn fruntaskap eins og þann sem einkennir oft störf hennar, eins og ég get sjálfur vitnað um. Þeir voru teknir sömu nóttina og þá stórmeiddu lögregluþjónarnir hann. Hann er með tvö djúp sár, annað 6 cm langt og 2 cm breitt og 5 cm langt og 1 % cm breitt á öxl- inni og utanverðum hálsinum og hægra megin er ljótt og djúpt sár, um það bil 3x3 cm. Einnig er hann allur lemstraður og marinn eftir spörk lögreglu- þjónanna. Þegar komið var með hann hingað bað hann um lækni og lögfræðing en var neitað um það. Reiddist hann þá en fanga- verðirnir sögðu honum að hann yrði hengdur ef hann ekki væri góður. — Ætlið þið að drepa mig? spurði hann. Þeir svöruðu því til að hægt væri að svæfa menn án þess að þeir væru hengdir. Varla verður þessi framkoma við 17 ára pilt til þess að auka kærleika hans í garð laganna og fulltrúa þeirra. 16. JÚNÍ, KL. 17.00 Ég hef verið að spila bridge við fanga í klefa 1 og hefur mér gengið vel, er annar í röð- inni. Jói var látinn laus í dag og annar strákur með honum. Þetta kom þeim mjög á óvart og voru þeir svo ánægðir að þeir skulfu af geðshræringu. Ég samgladd- ist þeim yfir að vera að fara en gat ekki annað en öfundað þá líka, því það er í einu orði sagt ömurlegt að vera fangi. 17. JÚNÍ KL. 23.30 Ég er einmana. Ég heyri í fólkinu sem er að skemmta sér á götunum. Ég hugsa mikið um Dísu. Hvar skyldi hún vera núna? Er hún að skemmta sér með öðrum manni? Er hún ham- ingjusöm? Ég get ekki annað en óskað henni alls góðs en ég á heldur enga ósk heitari en að hún eigi eftir að verða mín á ný'. Þó efast ég um það, enda þótt hún hafi ekki viljað skilja við mig þrátt fyrir afbrot mitt. En ég vissi ekki hversu langan dóm ég fengi og gat ekki hugs- að mér að binda hana við mig ef til vill í nokkur ár. Þess- vegna sagði ég henni að ég elsk- aði aðra. Af hverju gátu þeir ekki dæmt mig strax? Þá hefði ég aldrei sagt þetta við hana. Þá hafði ég vitað að ég þyrfti bara að vera inni í nokkra mán- uði en fulltrúinn var búinn að segja mér að búast við 6 árum. Guð... ÚR BRÉFI: Á æskuárum mínum var sam- band mitt við foreldra mína mjög gott, en eftir að pabbi fór að byggja, þegar ég var á 13. árinu, minnkaði samband mitt við þau og breyttist stórlega eftir að ég hætti í skólanum. Um sama leyti byrjaði ég að drekka og átti sú drykkja eftir að hafa veruleg áhrif á líf mitt, enda stundaði ég sjómennsku. Ég byrjaði sem messi, en þegar ég var 14 ára fór ég sem háseti á togara. Ég var einnig mjög ástfanginn um þetta leyti. Það var mín æskuást; ég kynntist henni þegar ég var 12 ára og þótti mjög vænt um hana. Raunar sá ég alls ekki sólina fyrir henni en hrifning mín var endurgoldin en því miður end- aði það heldur leiðinlega er við vorum í þann mund að trúlofa okkur. Þá heimsótti ég hana á Þorláksmessu og ætluðum við saman í bæninn til að kaupa jólagjafir. Þegar ég kom heim 44 VIKAN 8.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.