Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 4
r N MIÐAPRENTUN Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til- kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf- um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIR hf Skipholti 33 - Sími 35320 PQSTURINN £g elska hann Jóhann... Kæri Póstur! • Ég hef aldrei skrifað þér áður, en langar til þess núna: þannig er mál með vexti að ég hef verið með strák nú í eitt ár og svo í gær sagði hann mér upp og gaf mér enga skýringu á því og er ég þess vegna mjög sár út í hann, en ég get ekki afborið þetta því ég elska hann þrátt fyrir allt. Annars höfum við átt margar skemmtilegar stundir saman og þótt vænt um hvort annað að mér hefur virzt. Bæði erum við nokkuð skap- stór en ef ég verð vond er það fljótt úr mér en öðru máli gegn- ir með hann, það getur verið nokkuð lengi í honum ef hann reiðist mikið. Kæri Póstur, hvað á ég að gera, á ég að reyna að ná sambandi við hann aftur eða á ég að láta hann lönd og leið. Ein í ástarsorg. P.S. Hvernig fara Vatnsberinn og Hrúturinn saman, og hvað lestu úr skriftinni? Hann segir þér upp án þess aS gefa nokkra skýringu, og það bendir til að hann sé orðinn þreyttur á sambandinu, treysti sér ekki eða nenni að halda því áfram. Það getur virzt ónær- gætni af hans hálfu að gefa enga skýringu eða ástæðu, en það gæti stafað af því að hann eigi erfitt með að forma hugs- anir sínar i orð eða þá því, að hann sé hræddur um að særa þig bara enn meira ef hann færi að nefna ástæður. Þvi get- um við ekki ráðlagt þér neitt skárra en ,,að láta hann lönd og leið". Þú minnist á að þið séuð ó- likt skapi farin, en ekki þarf það að valda neinu um sam- bandsslitin, nema þá að eitt- hvert ósætti hafi farið rétt á undan þeim. Sé svo, gæti hugs- ast að drægi saman með ykk- ur aftur, ,en ekki ættirðu að sækja neitt á hann á næstunni, fyrst fýlan er svona lengi að rjúka úr honum. Hrútur og Vatnsberi fara yfir- leitt ágætlega saman, báðir mikið fyrir hugsjónir og fullir trúnaðartrausts. Skriftin ber vott um dugnað en jafnframt tals- vert hik og efagirni. Jólablaðið með afbrigðum gott Kæri Póstur! Mig langar til að byrja á því að þakka þér fyrir framhalds- sögurnar. Ég les allt af Vikuna og hef gaman af því. Jólablaðið í ár fannst mér með afbrigðum gott. Mig langar að spyrja þig einnar spurningar. Hvað tákn- ar það að dreyma að skólinn sem ég er í myndi brenna? Ég vona að bréfið lendi ekki í ruslakörfunni og bið þig að svara mér fljótt. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Hvað heldurðu að ég sé gömul (um það bil)? Með beztu kveðju og ósk um gott gengi á nýja árinu. Lísa. VM5 þökkum lofið, þykir það gott eins og fleirum. Þú ættir að skrifa draumaþættinum okk- ar um drauminn og lýsa honum þá svolítið nánar. Skriftin er skýr, ekki ósnotur og bendir til þess að þú sért að reyna að þroskast. Aldur þinn veiztu væntanlega sjálf. Aukaverkan skólakerfisins Marglofaði Póstur! Tilefni skrifta minna er bréf frá „þremur svartsýnum", sem birt- ist í Vikunni ( dag. Þar eð ég þyl^ist skilja nöturlegt hugar- ástand þessara prýðispilta dá- vel — ég er sjálf nemandi og svartsýn á stórum köflum — ætla ég að láta Ijós mitt skína í þeirri von að það varpi glætu í sorta þeirra. Þunglyndið, trúi ég, er auka- verkan sem fylgir okkar annars ágæta skólakerfi. Samanburðar- andinn, þú-fellur-draugurinn og fleiri slíkar óvættir stórskadda taugakerfið ( fjórða hverjum námsmanni hérlendis. Um stelpurnar er öðru máli að gegna. Hvernig dettur þess- um gaukum í hug að stelpur, 4 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.