Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 48

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 48
„Robinson Crusoe“! ,En sannanirnar, (En hver er eiginlega vitnisburður frú De- luc? „Hópur þorpara kom til hennar, og voru þeir hávaða- samir, átu og drukku án þess að borga, fóru í humátt á eftir unga manninum og stúlkunni, komu aftur til veitinahússins í Ijósaskiptunum og fóru aftur yfir ána, eins og þeim lægi mikið á“.), munt þú segja, frá frú Deluc benda einkum til návistar óaldarflokks í nám- unda við kjarrið, á þeim tíma, þegar morðið var framið, eða þar um bil. Þetta viðurkenni ég. Ég efast um, að ekki hafi verið tylft óaldarflokka, eins og þess, sem frú Deluc lýsir, í og í kringum nágrenni Barriére du Roule, þegar, eða um það leyti sem þessi harmleikur gerðist. En óaldarflokkurinn, sem hef- ur dregið til sín hið harða að- kast, þrátt fyrir hinn nokkuð seina og mjög tortryggilega vitnisburð frá frú Deluc, er eini' óaldarflokkurinn, sem sú heið- arlega og samvizkusama, gamla kona segir það um, að hann hafi borðað kökur hennar og drukk- ið koníak hennar án þess að gera sér þá fyrirhöfn að borga henni fyrir það. Og stafar reið- in ekki af þessu? Nú er alls ekki ólíklegt, að þessi mikli flýtir hafi virzt meiri flýtir í augum frú Deluc, þar sem hún var stöðugt með hugann bundinn við þá hryggi- legu staðreynd, að mennirnir höfðu gert kökum hennar og öli góð skil, — kökum og öli, sem hún kann enn að hafa haft veika von um að fá greitt fyrir. Hvers vegna skyldi hún með öðrum kosti, þar sem þetta var í Ijósaskiptunum, hafa lagt áherzlu á flýtinn? Það er vissu- lega enginn ástæða til að undr- ast, þó að jafnvel óaldarflokkur flýti sér til að ná heim til sín, þegar fara þarf á litlum bátum yfir breiða á, þegar stormur er yfirvofandi og þegar nóttin nálgast. Ég segi nálgast; því að nóttin var enn ekki komin. Það var aðeins í Ijósaskiptunum, að hinn ósæmilegi flýtir þessara „þorp- ara“ olli gremju hinnar stilltu frú Deluc. En okkur er sagt, að það hafi einmitt verið þetta kvöld, sem frú Deluc, og einnig eldri sonur hennar, „heyrðu óp í kvenmanni í nánd við veit- ingahúsið“. Og með hvaða orð- um tiltekur frú Deluc þann tíma kvöldsins, þegar þessi óp heyrðust? „Það var stuttu eftir að dimmt var orðið“, segir hún. En „stuttu eftir að dimmt er orðið“ er að minnsta kosti í myrkri; og „í Ijósaskiptunum" er jafnörugglega í birtu. Þannig er það mjög vel ljóst, að hóp- urinn fór frá Barriére du Roule, áður en frú Deluc heyrði ópin. Og enda þótt í öllum hin- um mörgu skýrslum um vitnis- burðinn sé viðhaft orðalag um þessi atriði, sem er eins greini- legt og óbreytanlegt og það orðalag, sem ég hef notað í þessu samtali við þig sjálfan, hefur alls ekki verið tekið eftir hinu mikla ósamræmi í neinu af dagblöðunum, né af neinum af vikapiltum lögreglunnar. Ég mun ekki bæta við nema einni röksemd gegn óaldar- flokki; en þessi eina röksemd hefur, að minnsta kosti að mínu viti, alveg ómótstæðilegan kraft. Við þær aðstæður, að lagt var mikið fé til höfuðs morðingj- unum, og að fullri sakarupp- gjöf var heitið þeim, sem kæmi upp um félaga sína, má telja það alveg óhugsandi, að einhver einstaklingur í hópi auðvirði- legra þorpara, eða í hvaða hópi manna sem vera skai, hefði ekki fyrir löngu svikið glæ^afélaga sína. Hver einstaklingur í hópi manna, sem í slíkri aðstöðu er, er ekki svo mjög áfjáður í laun- in, eða áhugasamur um að kom- ast undan, heldur hrœddur um að verða svikinn. Hann svíkur með ákafa og snemma, til þess að hann verði ekki sjálfur svik- inn. Það, að leyndarmálið hef- ur ekki komizt upp, er hin ágæt- asta sönnun þess, að það sé í raun og veru leyndarmál. Um þetta hræðilega myrkraverk vita aðeins einn, eða tveir, lif- andi menn, og Guð. Við skulum nú draga saman hinar veigalitlu, en þó öruggu, niðurstöður hinnar löngu rann- sóknar okkar. Við höfum feng- ið þá niðurstöðu, að annaðhvort sé um að ræða banaslys í húsi frú Deluc, eða morð, sem fram- ið hafi verið í kjarrinu í Barri- ére du Roule, af elskhuga, eða að minnsta kosti af nánum og leynilegum félaga hinnar látpu. Þessi félagi hefur dökkleitan hörundslit. Þessi hörundslitur, „lykkjan11 á böndunum og „sjó- mannshnúturinn“, sem hatt- snúran er bundin með, benda til sjómanns. Félagsskapur hans við hina látnu — káta, en ekki spillta, unga stúlku — bendir til þess, að hann sé hærra settur en venjulegur sjómaður. f þessu atriði eru hin vel skrifuðu og áköfu bréf til dagblaðanna mjög til staðfestingar. Sú staðreynd, að áður var um strok að ræða, eins og nefnt er af blaðinu Merkúr, veldur ruglingi á hug- myndinni um þennan sjómann og hugmyndinni um „sjóliðs- foringjann“, sem fyrst er vitað til, að hafi leitt hina ógæfusömu út í glæpi. Og hér, á réttum stað, kemur athugun á því, að þessi hör- undsdökki maður var stöðugt fjarverandi. Ég skal skjóta því inn í, að hörundslitur þessa manns er dökkur og sólbrennd- ur; það var enginn venjulegur dökkur hörundslitur, sem var hið eina, sem munað var eftir, bæði að því er snertir Valence og frú Deluc. En hvers vegna er þessi maður stöðugt ófundinn? Var hann myrtur af óaldar- flokknum? Ef svo er, hvers vegna eru þá aðeins merki um stvtkuna, sem ráðizt var á? Eðlilega verður gert ráð fyrir, að morðstaðurinn sé hinn sami i báðum tilvikunum. Og hvar er lík hans? Árásarmennirnir mundu að öllum líkindum hafa iosað sig við bæði líkin á sama hátt. En segja má, að þessi mað- ur lifi, og að hann sé knúinn til að gefa sig ekki fram, vegna ótta við að vera sakaður um morðið. Gera mætti ráð fyrir, að þessi hugsanagangur stjórn- aði honum núna — eftir svona langan tíma — þar sem vitnis- burður hefur komið fram um, að hann hafi sézt með Maríu, en að hann hefði ekki haft nein áhrif um það leyti, sem glæp- urinn var framinn. Fyrsta verk sak'auss manns mundi bafa ver- ið að tilkynna um verknaðinn og að aðstoða við að bera kennsl á þorparana. Þetta hefði verið gert samkvæmt hyggjuviti. Hann hafði sézt með stúlkunni. Hann hafði farið yfir ána með henni í opnum ferjubáti. Það að hrópa hefnd yfir árásarmenn- ina hefði litið út, jafnvel í aug- um fábjána, sem hin vissasta og hin eina aðferð til að losna sjálfur við grun. Við getUm ekki hugsað okkur, að hann hafi að kvöldi hins örlagaþrunga sunnu- dags verið bæði saklaus sjálfur og ekki vitað um, að glæpur hafði verið framinn. Þó er það aðeins við slíkar aðstæður, að hægt er að ímynda sér, að hon- um hefði láðst, ef hann var á lífi, að hrópa hefnd yfir árás- armennina. Og hvaða ráðum beitum við til að komast að hinu sanna? Við munum komast að raun um, að þessum ráðum fjölgar og þau verða skýrari, eftir' því sem okkur miðar áfram. Við skulum þaulrannsaka fyrra strokið. Við skulum kynna okkur alla sögu „liðsforingjans", með núverandi aðstæðum hans og dvalarstað hans einmitt á þeim tíma, þeg- ar morðið var framið, Við skul- um bera vandlega saman hin ýmsu bréf, sem send voru kvöldblaðinu þar sem mark- miðið var að rannsaka óaldar- flokk. Þegar þessu er lokið, skulum við bera þessi bréf, bæði að því er varðar stíl og rithönd, saman við bréf þau, sem send voru morgunblaðinu áður, og þar sem svo ákaft var haldið fram sekt Mennais. Og þegar öllu þessu er lokið, skul- um við aftur bera þessi mis- munandi bréf saman við hina þekktu rithönd liðsforingjans. Við skulum reyna með því að þaulspyrja frú Deluc og drengi hennar, og líka strætisvagns- stjórann, Valence, að fá ein- hverja frekari vitneskju um út- Jit og hátterni „mannsins með dökkleita litarháttinn". Fyrir- s^urnir, sem lagðar eru fyrir viðkomandi af dómgreind hljóta að draga fram frá einhverjum þessara aðila vitneskju um þetta sérstaka atriði (eða um önnur atriði) — vitneskju, sem aðil- a’-nir sjálfir vita jafnvel ekki, að þeir hafi. Og nú skulum við leita að bátnum, sem bátsmað- urinn tók til handargagns að morgni mánudagsins tuttugasta og þriðja júní, og sem hann tók burt úr bátaskrifstofunni, án þess að viðkomandi yfirmaður vissi um það, og án stýrisins, einhvern tíma áður en líkið fannst. Með viðeigandi var- kárni og þrautseigju munum við áreiðanlega finna þennan bát; því að ekki aðeins getur 48 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.