Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 10

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 10
NICKY HOPKINS Sjötti meðlimur Rolling Stones sem varð næst- um fimmti meSlimur Who, en er nú í Plastic Ono Band Lennons, sem er að leggja upp í hnattferð. Nicky á afmæli í dag. Á plötum, sérstaklega svo- kölluðum „sólóplötum" höfum við áreiðanlega öll tekið eftir því, að það eru mikið til sömu mennirnir sem leika með, það eru þessir svokölluðu „session- menn“. Flestir þessara manna eru frábærir hljóðfæraleikarar og færit um að spila hvað sem er undir sólu. Það er óþarfi að vera að nefna plötuna okkar og lesa á hana, einn sá virtasti í þessum hópi er píanóleikarinn Nicky Hopkins. Hopkins er brezkur þegn, sem býr nú í Bandaríkjunum, nán- ar tiltekið í San Franciseo, þar sem hann forðast kaldan vetur- inn í London. Á sumrin býr Nicky aftur á móti í Bretlandi og hefur meira en nóg að gera. í fyrrasumar vann hann til dæmis með The Who, John Lennon, Rolling Stones, George Harrison og mörgum fleiri af svipuðu tagi. Nicky vinnur að- eins með þeim beztu. Who vildu fá hann til að ganga í hljóm- sveitina fyrir fullt og allt, en eftir að hann hafði hugsað sig um í dágóðan tíma, afþakkaði hann boðið. Lennon hefur boð- ið honum að verða meðlimur í Plastic Ono Band, sem fer í hnattferð á þessu ári og allir vita að Nicky Hopkins er sjötti maðurinn í Rolling Stones, en hann hefur komið fram á hljóm- leikum með hljómsveitinni und- anfarið, auk þess að vinna í stúdíóinu. Nicky hefur unnið með Who í mörg herrans ár, eða allt frá því að „Anyway, Anyhow, Any- where“ kom út. „Ég var mikið með þeim í kringum 1965,“ segir hann. „Til dæmis var ég með þeim á „My Generation“-al- búminu. Eftir það gerðum við saman 2 eða 3 litlar plötur, en síðan vann ég ekkert fyrir þá fyrr en þeir helltu sér í „Who’s Next“. Þar spila ég til dæmis á píanóið í „Song is over“ og „Getting in tune“. Þeir eru stór- kostlegir og ótrúlega gott að vinna með þeim; þeir hafa ákveðnar og réttar hugmyndir um hlutina og eru ekki að gera rellu út af neinu sem ekki skipt- ir máli. Efnið sem þeir eru með er mjög sterkt'og gott, en ég ræð eiginlega sjálfur hvað ég spila. Pete (Townshend) kemur með „demos“ í stúdíóið og spilar fyrir okkur og síðan vinnum við út frá því. Sumar „demo“-plöturnar hans eru ó- trúlega góðar — nærri því betri en fullunnin varan úr verk- smiðjunni eftir að við erum búnir að vera við upptöku í marga daga!“ Það var snemma á síðasta ári að Pete Townshend stakk upp á því við Hopkins að hann hætti „session“-mennsku og gengi í hljómsveit. „Helzt the Who“, sagði Pete. „Mér fannst tilboðið freist- andi,“ segir Nicky, „emég átti bágt með að taka ákvörðun og á endanum rann þetta út í sand- inn.“ Á sama tíma í fyrra hófst hljómleikaferðalag Rolling Stones um Bretland og þá kom Nicky heim frá Bandaríkjunum að beiðni Jaggers. Strax að lokinn hljómleikaferðinni var hafist handa við að ljúka við „Sticky Fingers" og síðan efni á næstu plötu Rolling Stones, þannig að Hopkins hefur haft nóg að gera í „session“-vinnu síðan. „Hljómleikaferðalagið mpð Stones,“ segir Nicky, „gekk mjög fljótt fyrir sig. Við æfðum í 6 daga áður en við héldum af stað. Það var í fyrsta skipti sem ég kom fram með þeim á sviði og þrátt fyrir ýmsa árekstra, gekk þetta sæmilega og var gaman þegar á allt er litið.“ Eftir þetta var Nicky önnum kafinn við session-vinnu og má til dæmis nefna að hann vann með Jim Price við sólóplötu hans í húsi Jaggers og var not- aður upptökubíll Rollinganna við þá upptöku. Meðal annarra sem léku þar má nefna Ringo Starr, Klaus Voorman, Jim Keltner og fleiri. Síðan var það plata með McGuinness Flint og að því loknu plata með Bobby Keyes, en þar voru einnig með menn af skárra taginu: George Harrison, Jim Gordon, Dave Mason, Felix Pappalardi, Leslie West, Jack Bruce og fleiri og fleiri. „Síðan var það „Imagine" Lennons,“ segir Hopkins. „Það tók aðeins viku. John er fljót- virkur. Eitthverju var bætt við í New York, til dæmis strengj- um, en allt hitt var gert heima hjá honum. John veit nákvæm- lega hvað hann vill og maður finnur aldrei til neinnar óvissu í kringum hann. Hann vill ekki eyða miklum tíma í upptökur og því gengur allt eins og í sögu. Ég spilaði á rafmagnspíanó í „Imagine" og aðalpíanóið í „Jealous Guy“, þótt mín sé ekki getið á kreditlistanum fyrir það vegna einhverra mistaka. Ég spilaði líka í „Crippled Inside“, „Oh Yoko“ og „Soldier“. George var með okkur í þessu einnig Klaus Voorman, Jim Keltner og tveir úr Badfinger. Eftir að plata Lennons var bú- in, spilaði ég á nýju plötunni með Badfinger, sem George pródúséraði.“ Þar næst kom að „Who’s Next“ og að því loknu hélt Hopkins til Suður-Frakklands, þar sem Rolling Stones unnu að næstu plötu sinni. Þar var Nicky frá því í júlí og þar til í nóvem- ber. „Við tókum upp í kjallar- anum heima hjá Keith með bíl- inn fyrir utan en okkur miðaði heldur lítið áfram, þar sem við unnum aðeins fjögur kvöld í viku. Svo datt alltaf ein og ein vika úr vegna einhverra örðug- leika. Við hættum til dæmis í fjórar vikur einu sinni vegna þess að Mick þurfti að fara til 11 Parísar til að vera hjá Biöncu út af barninu sem var að fæð- ast. Þá fór ég til San Francisco j og spilaði með óþekktri söng- konu, Pam Polland. Hún syng- ur og spilar á píanó en vildi fá mig til að spila eitthvað með sér.“ Allt í allt voru tekin upp 20 lög með Stones á þessum tíma og þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða, voru það ekki allt lög eftir Keith Richard. „Þegar Mick var í burtu tókum við upp töluvert af lögum Keith’s, en þegar hann kom aft- 10 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.