Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 17
hennar sagði að ein af frægustu
persónum hennar, Emil í Lönne-
berga, hefði kapítalísk viðhorf.
En einmitt sveitamennska Ast-
rid hefur fengið hljómgrunn
hjá hreyfingu, sem nú er mjög
ofarlega á baugi í Svíþjóð,
hreyfingunni sem berzt gegn
eyðingu dreifbýlisins, vill halda
„jafnvægi í byggð landsins." Sú
hreyfing átti mikinn þátt 4 sigri
Miðflokksins sænska í síðustu
þingkosningum, en sá flokkur
(sem til skamms tíma hét
bændaflokkur) hefur öðrum
fremur borið dreifbýlið fyrir
brjósti og barist gegn sam-
þjöppun fjármagns og atvinnu-
lífs, ,,centraliseringu“.
— Ég vildi ekkert fremur en
að mínar bækur hefðu gefið
þeim, sem berjast fyrir hags-
munum dreifbýlisins, einhvern
byr undir vængi, segir Astrid
Lindgren. —- En ég er hrædd
um að þær séu heldur seint á
ferð til þess. Hinar dreifðari
og strjálbýlli byggðir tæmast
nú svo ört af mannlífi að
manni liggur við að örvænta.
Verða sveitaþorpin annað
en eyðibýli og sumarbústaðir
eftir fáein ár? En þó — hver
veit. Maður má aldrei gefa upp
alla von ...
Astrid Lindgren skrifar fleira
en bækur. Hún fær óteljandi
bréf frá börnum, aðdáendum
sínum, í hverri viku, og hún
leggur metnað sinn í að svara
þeim öllum persónulega.
Þykir þér virkilega vænt um
börn? var hún spurð.
Því játar hún. Hún segist ekkl
geta horft í sjónvarpinu á barn,
sem éigi erfitt, þá gráti hún.
Og þegar börn spyrja hana um
dauðann, eins og þau gera oft,
þá óskar hún þess að hún hefðl
jafn óbilandi trú á himnariki og
faðir hennar hafði.'
Sjálf varð hún ekkja fyrir
tuttugu árum. Hvert leitaði hún
þá trausts og huggunar? Fyrst
í stað var um enga huggun að
ræða. En þegar mesti. sársauk-
inn var liðinn hjá, gerði hún
sér ljóst að lífið tók ekki enda,
heldur hélt áfram og hafði til-
gang. Hún segist álíta sig en-
samvarg, úlf sem fari einförum.
Hún segist næstum skelfast yf-
ir hve ánægð hún sé með að
vera alveg ein. Annars segir
hún stærsta galla sinn vera eins-
konar ragmennsku.
— Því til grundvallar liggur
fyrst og fremst bernskuminn-
ing, útskýrir hún. — Nokkrir
drengir börðu bróður minn;
Jþeir voru allir stærri og sterk-
ari en hann. Þeir æptu: Jesús,
Jesús, enginn Barrabas kemur
þér til hjálpar! Ég vissi að ég
var of lítil til að geta hjálpað
bróður mínum, svo að ég lagði
á flótta, en enn þann dag í dag,
þegar ég hugsa til þessa atviks,
finnst mér ég vera eins og Pét-
ur, þegar hann afneitaði frels-
ara sínum.
Og ef ég ætti að gera grein
fyrir hugleysi mínu í dag, þá
kemur það einkum fram í hiki
við að taka afstöðu með eða á
móti. Mér finnst alltaf annað
veifið að nú ætti ég í alvöru að
láta til mín heyra! En þá held-
ur það aftur af mér að ég veit
að með því móti myndi ég
hryggja einhverjar manneskjur.
Lífsmottó sitt segir hún vera
eftirfarandi setningu frá Carli
Jonasi Love Almquist:
„Ég vil syngja og mála aleinn
og útaf fyrir mig og aldrei gera
nokkurri veru minnsta mein.“
Og þar sem Astrid Lindgren
„málar og syngur“ svo vel sem
raun ber vitni um, má kannski
fyrirgefa henni þótt hún taki
sér ekki stöðu í götuvígjunum.
Gerði hún það, væri meira að
segja ekki víst að hún gæti
sungið og málað.
Vinsœlust af öllum persónum sem Astrid Lindgren. hefur skapað er án
vafa Pippi Lángstrump, sem á (slenzku heitir Lína langsokkur. Leik-
ritiS um hana gekk sem kunnugt er lengi hjá Leikfélagi Kópavogs viS
miklar vinsældir, og birtum viS hér mynd af GuSrúnu Guðlaugsdóttur
í aðalhlutverkinu, en hún hlaut mikið og verðskuldað lof fyrir frammi-
stöðu sina þar.
8. TBL. VIKAN 17