Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 46
V 7 svo að ég titraði allur og skalf. Sennilega hafa þeir séð hvað rr.ér leið, svo þeir hættu við að taka af mér stólinn. Þegar ég hugsa um þetta sé ég hvað ég er orðinn slæmur á taugum, því inniveran held- ur manni í ægilegri spennu. Ég bið Guð að hjálpa mér að hafa stjórn á skapi mínu, því ég vil ekki meira klandur en þegar er komið og er það víst nóg. Ég vildi að ég væri dýr, þá gæti ég lifað samkvæmt lög- málum náttúrunnar. Nú er svartsýnin að ná tökum á mér og örvæntingin grípur mig. Mér finnst ég ekki vera neitt, þrengt er að mér frá öllum hliðum, mig langar að deyja, en samt vil ég lifa... KL. 03.00 Elsku litla Gerða mín. Ég hef verið að hugsa um þig, en það má ég helzt ekki, því að ég sakna þín svo mikið. Ég vildi gefa 10 ár af ævi minni til að geta verið kominn í leik við þig. Manstu, elsku barnið mitt, þegar þú varst í feluleik með pabba og þegar þú fórst í bíltúr með pabba og mömmu? Góður Guð gefi að ég megi verða þess verður að þú kallir mig pabba og systkini þín líka. Ég á ykk- ur fjögur og enginn getur tekið ykkur frá mér. Ég er búinn að gráta í nótt, en er að ná mér. Biddu Guð að passa pabba, Gerða mín. ÚR BRÉFI: Mér gekk sæmilega í skóla á mínum barnaskólaaldri og undi mér ágætlega þar til ég varð jyrir einu mesta áfalli lífs míns. Þá var ég 9 eða 10 ára. Einu sinni þegar allir bekkirnir stóðu i röð fyrir framan skóladyrnar og biðu eftir að verða hleypt inn, fór ég að striða stelpu sem var í nœstu bekkjarröð við hlið- ina eins og strákum er gjarnt að gera þegar þeir vilja vera miklir. Það hafði verið rignt og ég sletti á kápuna hennar. Síðan var hleypt inn og ég fór ásamt mínum bekkjarsystkinum inn, en í sömu svipan kom kennari stúlkunnar sem ég hafði hrekkt. Tók hann mig og fór með mig yfir í nœstu stofu þar sem hún sat ásamt bekkjarsystkinum sínum, skammaði mig og fleygði mér síðan upp á kennaraborðið. Þar flengdi hann mig en ég grét. Þá var ég aðeins ungur drengur, hrœddur og sár, en þótt sársaukinn af flengingunni hyrfi skjótlega, glumdi á mér hvar sem ég fór: Ha ha, þú varst flengdur. Oft grét ég þegar ég kom heim á kvöldin og gerði mér upp allslags veikindi til að sleppa við að fara í skólann. Eftir þetta fór ég einnig að slá mjög slöku við námið og leit œvinlega öðrum augum á skól- ann. Þar var ég aldrei bundinn mjög sterkum tökum og þegar ég var í öðrum bekk gagnfrœða- skóla, lenti ég í orðasennu við kennara minn og endaði það með því, að hann reif í hárið á mér og sló mig. Ég varð svo reiður að ég hirti hann til, tók skólatöskuna mína og fór og lét ekki sjá mig í skólanum meira. Seinna fór ég í iðnskól- ann og tók til við iðnnám og þá útvegaði fyrri skólastjórinn minn mér undanþágu vegna skyldunámsprófsins og er ég honum alltaf þakklátur fyrir þá aðstoð sem hann veitti mér. KL. 11.30 Ég var að fá þær fréttir, að ég færi vestur upp úr kl. 1 í dag. Ég hringdi heim og pabbi og mamma urðu ánægð með fréttirnar. Ég vona að mér líki vel þar, ég veit að það verður allt annað líf fyrir mig. Ég skrifa þá ekki meira fyrr en ég kem vestur, en hingað vil ég aldrei koma aftur. Mjög ánægjulegt (þessi orð eiu skrifuð yfir hálfa síðu í dagbókinni). Þar með er þess- um áfanga lokið! 23. JÚNÍ, KL. 15.00 Það var aldrei farið í gær, en við lögðum af stað klukkan átta í morgun. Ég fékk að koma við heima til að taka föt og kveðja. Ég gat kvatt mömmu og Gerðu litlu dóttur mína. Hún er ynd- isleg og mér þykir óskaplega vænt um hana. Rannsóknarlögreglumennirn- ir sem keyrðu okkur voru ekk- ert hrifnir af því að keyra okk- ur heim. Þeim þætti kannski eitthvað annað ef þeir ættu sjálfir að fara í dómsúttekt frá fjölskyldum sínum í heilt ár eða meira (árin urðu reyndar tæplega 2). Við komum hingað klukkan kortér yfir eitt og lízt mér mjög vel á mig og vona að mér líði vel hérna. Ég hef sér herbergi, mjög vistlegt og gott og er hér ýmislegt til að dunda sér við og er það vel. Jæja, ég ætla þá ekki að eyða tímanum lengur í skriftir, held- ur fara að koma mér fyrir. 24. JÚNÍ, KVÖLD Ég hef verið að gróðursetja rófur í dag og held að ég sé að ná mér á strik. Ég hef það gott eftir þennan fyrsta vinnudag, lagði mig aðeins eftir matinn og horfði á sjónvarp. Mér er dálítið þungt í skapi en það lagast, ég finn að ég er að ró- ast og býst við að mér komi til með að líða vel hérna. Ég hugsa mikið um Dísu og vona að henni vegni vel. Ég óska þess að hún fyrirgefi mér einhverntíma, því ég veit að ég verð gjörbreyttur maður þegar ég losna. ýr LEYNDARDÖMUR MARÍU ROGET Framhald af bls. 33. óréttmætar og algerlega án grundvallar, af öllum hinum viðurkenndu líffærafræðingum Parísar. Ekki svo að skilja, að málið kynni ekki að hafa verið eins og ályktað var, heldur að engin ástæða var til ályktun- arinnar: — var ekki mikil ástæða til að álykta öðruvísi? Við skulum nú íhuga „um- merkin eftir bardaga“; og ég vil spyrja hvað þessi ummerki hafa átt að sýna. Hóp manna. En sýna þau ekki fremur, að ekki var um óaldarflokk að ræða? Hvaða bardagi hefði getað átt átt sér stað — hvaða bardagi svo ofsalegur og langvinnur, að „ummerkin“ hefðu alls staðar verið finnanleg — milli veik- byggðrar og varnarlausrar stúlku og þess óaldarflokks, sem mönnum dettur í hug? Þögult grip nokkurra harðhentra arma, og öllu hefði verið lokið. Fórn- arlambið hlyti að hafa verið al- gerlega á valdi þeirra. Þú manst víst eftir því hér, að röksemd- irnar, sem haldið hefur verið fram til að afsanna, að kjarrið sé morðstaðurinn, eiga að mest- um hluta aðeins við gegn því, að þarna hafi morðið verið framið af fleirum en einum einstaklingi. Ef við hugsum okkur aðeins einn ofbeldismann I getum við skilið, og aðeins þannig skilið, bardaga, sem var svo ofsalegur og harður, að hann skildi eftir hin augljósu „ummerki“. 46 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.