Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 22
« ósköp vel. Ég varð skyndilega frá mér af reiði. — Hvað er að þér? Eg greip fast í harid- legg hennar og hristi hana. — Ertu ekki með öllum mjalla? Skilurðu ekki að við höfum verið í lífshættu, vegna þess eins að við höfum verið að reyna að bjarga þér? Hún horfði á mig, haturs- fuilum augum og æpti: — Ég hélt að þið væruð farnir og hefðuð skilið mig eftir! En þið voruð hér allan tímann. Þið vissuð að ég var í skýlinu, en hreyfðuð ekki hönd til að hjálpa mér! — Og þetta vogar þú að segja! Ég stóð frammi fyrir henni, titrandi af reiði. — Þú, sem horfðir á að skotið var á þinn eigin föður! Þú varst í skýlinu. Það gat ekki hjá því farið að þú vissir hvað var að ske. Eða hélztu að Leigh væri aðeins að skjóta upp í loftið að gamni sínu? Og þegar drengnum var misþyrmt! Varstu þá sofandi? Eða hvað hélztu að þeir væru að gera? Querol tók fram í fyrir mér. — Haltu kjafti, Ross. Ég þagn- aði, saup hveljur og titraði af bræði. Innra með mér fannst mér að það gæti ekki annað verið en að mér skjátlaðist. Það gat ekki verið að Jacky hefði vitað um árásirnar á föður hennar og drenginn. Hún leit á Querol og nú var kominn annar svipur í augu hennar. — Ertu særður? sagði hún lágt. — Það er ekkert, sagði hann snöggt. — Aðeins smásár á handleggnum. Það læknast af sjálfu sér. Hún leit á drenginn, sem reyndi að brosa til hennar, en við gátum öll séð hve langt leiddur hann var. Þá brast hún í grát. En ég vissi ekkert um þetta, snökkti hún. Ég hélt að ég væri orðin ein hérna með þeim . . . Querol var sjálfur dálítið meyr á svipinn, þegar hann sá dóttur sína gráta, en hann reyndi að dylja það og sagði: — Jæja, við fáum þá vonandi að heyra eitthvað. Hvað er það sem vakir fyrir Jonathan? — Ég veit það ekki. En þú komst hingað hans vegna? Já, viðurkenndi hún. — Hvers vegna? Hvað áttir þú að gera? — Færa honum peningana, sagði Jacky og andvarpaði. Querol varð undrandi. — Peningana? Hvaða pen- inga? — Svo hann gæti greitt þess- um tveim, fyrir að gera í stand skýlið. Það held ég að minnsta kosti. Hann ætlaði að setjast hér að, búa hér í einveru. Querol var tortrygginn á svip. Hann þagði um stund, svo sagði hann: — Það var þá Jona- than sem undirbjó flótta þeirra úr fangelsinu? Eða var það ekki? Já, það hlýtur að hafa verið þannig. En til hvers? — Ég veit það ekki! Hún grét sáran. — Það hefur nú ekki verið eingöngu til þess að þeir gætu lagfært skýlið fyrir hann, sagði Querol þurrlega. Það varð þögn um stund. Querol var hugsi, svo sagði hann: Og þú gerðir þetta allt fyrir Jonathan. Hann barði þig þá í þakklætisskyni. Jú, neit- aðu því ekki, það var hann sem sló þig. — Jú, en það var óvart, maldaði Jacky í móinn. Hún leit upp og tárin runnu niður kinnar hennar. — Við vorum að tala saman. Það hafði ekk- ert skeð, annað en að þið höfð- uð farið burt af eynni. Það sagði hann. En svo heyrði ég að einhver var að kalla. Jona- than sagði að það væri mis- heyrn, en ég vildi fara út að gá. Hann stóð líka upp, en hann var að missa hækjurnar og sló óvart annarri hækjunni í andlitið á mér . . . — Þú átt við að hann hafi slegið þig í rot, svo þú gætir ekki svarað okkur, sagði Que- rol reiðilega. Varir hennar titruðu. Svo sagði hann: — Hvað skeði svo? — Þegar ég vissi af mért var komið kvöld. Ég vildi þá líka fara út, en Jonathan sagði mér að Yabbie væri farin og sömu- leiðis Rita Rina, og að ég væri hreinlega strönduð á eynni. Hann hló þegar hann sagði þetta. Ég skildi ekki neitt . . . en mér fannst afskaplega ótrú- legt að þið hefðuð farið í burt á Yabbie. Þess vegna fóru þeir með mig niður á bryggju í dag, svo að ég gæti séð með mínum eigin augum að Yabbie væri farin. Þess vegna var skýlið mann- laust, hugsaði ég. Það var þögn um stund og við sátum öll hugs- andi. Það var komið kvöld, myrkrið hafði skollið fljótt á. Ég gat varla greint andlitið á J acky. En allt í einu sagði Querol: — Hvers vegna gerð- ir þú þetta? Ég var að velta því fyrir mér hvort þú værir hrifin af . . . En það getur ekki verið Jonathan! Hún svaraði ekki og þá var það ég sem spurði blátt áfram: - Elskar þú Jonathan? Hún horfði þá beint í augu mér og svaraði: — Já, það geri ég! Þessi játning var eins og kinnhestur. En hún bætti svo við: — Það er að segja, ég elsk- aði hann, en það geri ég ekki lengur. Hann er -orðinn svo breyttur. Bjartur ljósgeisli skein í gegnum gömlu rústirnar og hún þagnaði vandræðalega. Querol leit á mig og brosti biturlega. Þetta er vitinn á Kumul, sagði hann. — En þú gerðir það sem þú gazt, Ross. Ég varð undrandi, en áttaði mig eftir nokkrar sekúndur og flýtti mér út að glugganum. — Nei! öskraði ég, — þetta er ekki vitinn á Kumul! Ég varð óður af æsingi og þaut út. Querol og Jacky fylgdu mér. — Sjáið! hrópaði ég, þetta ljós kemur héðan, héðan frá Kananga! Mooney kom nú líka út og við þutum öll af stað að runn- anum og störðum á það sem fram fór við skýlið. Ljósið kom frá gamla vitanum, sem ekki hafði verið í notkun í mörg ár. Þar var kominn nýr pallur, einmitt flekinn, sem Leigh hafði verið að smíða. Og nú stóð Leigh þar uppi í skelli- birtu og skyggði fyrir ljósið við og við, svo það liti senni- lega út, —• fimm sekúndur ljós — sex sekúndur myrkur . . . Alveg sömu ljósmerki og vitinn á Kumul sendi frá sér. Jonathan stóð fyrifc- neðan pallinn og taldi upphátt: — Einn —- tveir — þrír — fjórir — fimm . . . Bravo, Leigh! Haltu nú taktinum. — Einn — tveir — þrír . . . Jacky stóð hjá mér og ég heyrði að hún saup hveljur. —• Hann er brjálaður, hvísl- aði hún. Mooney greip í hand- legginn á mér. — Hvað eru þeir að gera? Eg hafði ekki tíma til að sinna honum. Ég varð að reyna að átta mig á þessu sjálfur. Hvers vegna vildi Jonathan láta líta svo út sem þetta væri vitinn á Kumul? Hvers vegna hafði hann látið slökkva á rétta vitanum? Því að það hlaut hann að hafa gert. Þess vegna hafði Leigh róið yfir á Kumul, ekki til að leita mig uppi. Og þess vegna hafði ég ekki get- að hreyft lásana á gashylkj- unum, hann var búinn að loka fyrir leiðslurnar. En hvers vegna var það svo áríðandi að rugla svona til ljósi vitanna. Það var ekki nema eitt svar við því, það var til að rugla fyrir einhverjum sæfar- anna, svo hann strandaði við klettana á Kananga. En hvaða bátur? Hvernig vissi Jonathan um einhvern bát, sem átti leið þarna fram- hjá einmitt þessa stundina, einhvern, sem myndi sigla eft- ir vitanum á Kumul? Mig grunaði hver það var. Ég horfði á Jacky og hún svar- aði augnatilliti mínu með skelfingarsvip. Hún vissi það líka. Ég spurði hana: — Hvert er eftirnafn Jonathans? Og hún svaraði: — Farelly. Jonathan Farelly, bróðir Da- vids Farellys, kappsiglinga- hetjunnar, sem ég átti að mála í San Sebastian. Jonathan Farelly hafði látið byggja Convenant og aldrei ætlað öðrum en sjálfum sér að sigla honum til sigurs. En svo kom bílslysið og Jonathan varð ör- kumla. Ég sneri mér að Jacky og spurði: — Hver ók bílnum? — David. Hún var náföl í skininu frá vitanum. Hún hvíslaði: — Hann ætlar að hefna sín. Hann ætlar að drepa David. Og ég hef verið að hjálpa honum . . . Framhald í næsta blaði. — Láttu mig gizka, elskan, þú ert núna í Ijósbláa sloppnum! 22 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.