Vikan


Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 24.02.1972, Blaðsíða 5
E3 sem þeir blindfullir reyna við — milli þess sem þeir berja á dyravörðum — meti þá einhvers! Slíkir náungar eru ekki til ann- ars nýtir en að láta þá splæsa. Þessi reynsla af kvenfólki er ekki öðrum að kenna en þeim sjálfum. Nei, lífið hefur engan fyrir- fram skapaðan tilgang, menn verða að búa hann til sjálfir og það tjóar, ekki að leita í hassi, svo mikið get ég fullyrt (af eig- in reynslu). Það getur verið upplífgandi að detta I um helgar, en ef þið getið ekki haft það hóflegt, skuluð þið reyna við stelpur á miðvikudögum. Ein ofskóluð. Þar til ég fékk frunsurnar Kæri Póstur! Eg er í svolítið ótrúlegum vanda en alvarlegum samt. Ég er með strák sem er í hljómsveit og hann er fjórum árum eldri en ég, við vorum ægilega „happy" þar til ég fékk frunsur. Ég er alltaf með frunsu einhvers stað- ar. Og hann er svolítið pjattað- ur og hatar frunsur. Og hann ne:tar að kyssa mig. Hann hefur einu sinni gert það á hálfum mánuði, en þá var hann líka svo ofsalega fullur og þegar hann fattaði það, öskraði hann að hann væri að fá frunsur og fór næstum að gráta. Hann man það ekkert, sem betur fer. En eitt er ég honum þakklát fyrir, að hann heldur ekki framhjá mér. Hvað á ég að gera? Ekki segja mér að hætta við hann. Hvað á ég að gera til að losna við frunsurnar? Er óhollt að varalita yfir það? Svaraðu mér, því éa er í öngum mínum! Hvað lestu úr skriftinni? Kær kveðja. Áhyggjufull stúlka. Farðu undireins í lyfjabúð og biddu um eitthvaS gegn fruns- um; það eru áreiðanlega til ein- hver lyf eða áburður gegn þeim. Betra væri þó að fara til læknis fyrst og láta hann ráðleggja þér eitthvað. Ekki vitum við hvort óhollt er að bera varalit á fruns- ur, en varla er gagn að því. — Skriftin ber vott um fremur ein- hliða en velmeinandi hugarfar. Segir að ég sé asni Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að hjálpa mér. Ég er ein af þeim mörgu sem ávallt eru í klípu. — Þannig er mál með vexti að ég er hrifin af strák, en ég er hrædd um að hann hafi engan áhuga á mér. Ef hann sér mig einhvers staðar, þá glottir hann alltaf og snýr sér svo undan. Ef ég er að tala við hann, sem kemur nú sjaldan fyrir, þá byrj- ar hann alltaf að rífast í mér og segir að ég sé „asni" ef ég er eitthvað á móti honum. En þetta er ofsa fínn strákur, ég hef kynnzt honum aðeins og það sem ég hef kynnzt finnst mér gott annað en það að hann er fljótur að reiðast ef maður er á móti honum. Hann talar alltaf við vinkonu mína og hann er stórvinur hennar en ég má ekki yrða á hann, þá lætur hann svona. Hvað á ég að gera, kæri Póstur? Geturðu ekki ráðlagt mér eitthvað? Ég yrði þér þakk- lát ef þú svaraðir mér. Ein í vandræðum. P.S. Hvernig er skriftin og get- urðu séð eitthvað út úr henni? Hann er sennilega eitthvað skot- inn í þér, en grunar líklega að þú sért hrifin af honum og hef- ur því gaman af aS striða þér. Þú ættir að prófa að vera fáleg og þurrpumpuleg við hann og sjá hvort hann fer þá ekki að ganga á eftir þér með grasið í skónum. En þótt það bregðist, ættirðu ekki að taka þér það mjög nærri; það sem þú segir bendir ekki beinlínis til þess að hann sé „ofsa fínn". Skriftin er vel læsileg og ekki ósnotur. Við förum varlega í að reyna að lesa nokkuð út úr henni, en reyndu að hafa meiri trú á sjálfri þér. SKRIFVELIN Bergstaðastræti 3, símar 19651 & 19210 Framleiðendur CANOLA-reiknivélanna fullyrða: Með nýju L-CANOLA-gerðunum verður ekki lengra komizt í smíði „elektroniskra kalkulatora". í Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og íallegri ef bezta tegund af lyítiduíti er notuð. 8. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.