Vikan


Vikan - 13.04.1972, Qupperneq 12

Vikan - 13.04.1972, Qupperneq 12
Litla dóttir mín var yndislegt barn, gælin og glöð. Hún fylgdi mér út að hliðinu og veifaði til mín að skilnaði. £g hugleiddi það hve hamingjusöm við vorum, Alice, Polly og ég. Smátt og smátt hurfu áhrifin frá martröð- inni frá í gær. Gamli maðurinn sem varð undir lestinni og hinar furðulegu spurningar um lykilmn... Ekkert benti til þess að þetta væri aðeins upphafið.. að skuggarnir væru að hrannast upp í kringum okkur... að Polly væri í hættu. Þegar ég var þrjátíu og fimm ára vaknaði ég til meðvitundar um að ég hefði ekkert komizt áfram í lífinu, að tekjur mínar yrðu aldrei neitt veru- legri en nú og að ég ætti ekki von um betri framtíð. Ég átti konu, sem ég elskaði og sem elskaði mig, yndislega fjögra ára dóttur, sem við til- báðum bæði tvö; ljóshærða þokkagyðju með stór og blá augu og mesta sólskinsskap í heimi. Við liðum enga neyð, en samt gat ég ekki losnað við hug- arangri. Ég var bókstaflega veikur af þessari grillu. Ég get ekki lýst því á annan hátt. Ég var teik'nari hjá arkitekta- fyrirtæki, sem hafði fjörutíu starfsmenn í sinni þjónustu. Ég 12 VIKANJ5„TBL. hafði teiknistofu með Fritz Ma- con, sem auðvitað var í sama báti- og ég, en tók öllu miklu léttar og skynsamlegar. Við fylgdumst alltaf að til neðanjarðarlestarinnar, þar sem við tókum svo lest, sinn í hvora áttina. Þegar ég var mjög svart- sýnn, létti ég oft á skapi mínu við hann á leiðinni. Þennan svala dag í marz, var ég einmitt í slíku skapi og Fritz stríddi mér svolítið og kom með glettnislegar ráðlegg- ingar, þegar við gengum rólega eftir götunni á leið til stöðvar- innar. — Bezta ráðið til að losna við vandamál, er að verða sér úti um einhver önnur vandamál, sagði hann. — Reyndu að næla þér í einhverja skemmtilega vinkonu, borgin er full af stelp- um, sem eru til í tuskið. — Ég hefi ekki ráð á slíkum aðgerðum, svaraði ég. — En þakka þér samt fyrir ráðið, ég skal minnast þess, þegar ég vinn í getraununum! En svo vorum við komnir að neðanjarðarstöðinni og þegar hann var farinn, keypti ég blað og fór að mjaka mér gegnum mannþröngina að pallinum þar sem ég ætlaði að bíða eftir lest- inni, sem ók í norður. Skyndilega fann ég að gripið var í mig og einhver hallaðist þunglega upp að mér. Hás rödd stundi: — Hjálpið mér — mér líður illa, — ég er veikur. í fyrstu hélt ég að þetta væri drukkinn maður og ætlaði að hrista hann af mér, en ég hætti Ný framhaldssaga eftir E. W. Cunningham 1. hluti

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.