Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 13

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 13
ný framhaldssaga við það. Þetta var gamall mað- ur, hvíthærður, berhöfðaður, en annars mjög vel til fara. Undir öðrum kringumstæðum hefði þetta verið ákaflega athyglis- verður maður, en nú var hann náfölur og tekinn í andliti. Hann minnti mig töluvert á föður minn og ég skammaðist mín fyrir óþolinmæðina. Hvaða máli skipti það, þótt ég kæmi heim einum klukkutíma síðar en venjulega, hugsaði ég og flýtti mér að fullvissa hann um eð ég skyldi, að sjálfsögðu, hjálpa honum. Stöðvarpallurinn var þétt- skipaður fólki. Ein lestin var nýfarin og önnur var á leið inn i göngin. Gamli maðurinn ríg- hélt í mig og horfði yfir öxl mína. — Væri ekki heillaráð að koma upp í betra loft? Hér er svo ... Ég þagnaði og horfði undrandi á hann. Andlit hans var náfölt og angistin uppmál- uð og hann glenti upp augun í æðisgengnum ótta. Og allt í einu losaði hann takið og féll aftur á bak. Á næsta andartaki lá hann á teinunum, rétt fyrir framan lestina, sem rann eftir sp>orinu. Lestarstjórinn hafði ekki nokkra möguleika á að hemla. Þetta var ofboðslegt og í nokkrar sekúndur stóð ég lam- aður í sömu sporum. Svo flýtti ég mér að komast burt, reyndi að troða mér í gegnum mannfjöldann, sem var þrumu lostinn. Énginn vissi að maðurinn, sem látinn var, hafði haldið dauðahaldi í mig og lög- regluþjónarnir, sem voru að koma um það leyti sem ég komst út af brautarpallinum, virtu mig ekki viðlits. Sjálfur hugsaði ég um það eitt, að láta ekki blanda mér í þetta mál. Þessi atburður var hræðilegur, en ég gat ekkert við því gert. Ég hafði ekki hrint honum. En ef ég hefði verit' þarna kyrr, gat vel verið að einhver minntist þess að ég hefði verið þarna næstur og íarið að ímynda sér eitthvað. Það var kalt í veðri, en ég var gegndrepa af svita. Ég gekk í austur, að næstu brautarstöð. Sjúkrabíllinn þaut fram hjá mér, með sínu venjulega væli og mér leið hræðilega illa, en mér lánaðist samt að komast upp í lest sem ók norður. Þegar við vorum komin fram- hjá 125. götu, fóru vagnarnir að tæmast og ég náði i sæti og annar maður settist á bekkinn andspænis mér. Hann var hör- undsdökkur með mjög skarpa drætti, hvöss og svört augu og einu sinni, þegar ég leit upp, mætti ég augnaráði hans. Og þegar ég stóð upp til að fara, íylgdi hann mér eftir. Hann náði mér á lestarpall- inum, greip í handlegginn á mér og sagði: —> Fáðu mér lykilinn. Ég virti hann ekki viðlits og reyndi að hrista hann af mér, en hann fylgdi mér eftir og í þrepunum upp að götunni, reif hann aftur f handlegginn á mér og sagði: — Komið með lykilinn, heyr- ið þér það ekki? Nú heyrði ég greinilega hótun í rödd hans. Ég hafði alla tið verið hræddur við ofbeldi og aldrei lent í slags- málum, síðan ég var fimmtán ára, svo ég varð órólegur. — Ég veit ekki hvað þér er- uð að tala um, sagði ég. — Sleppið mér, ég verð að ná í strætisvagninn. Ég reyndi að rífa mig lausan, en hann hélt mér föstum með heljartaki. — Fáið mér lykilinn, þá get- ið þér farið. — Hvaða lykil? Ég veit ekk- ert hvað þér eruð að tala um. —• Lykilinn sem Shlakmann gamli fékk yður. Ég veit ekki hver þér eruð eða hvernig þér komið inn í myndina. Ég sá aðeins að hann fékk yður lyk- ilinn. Fáið mér hann, heyrið þérþað. — En yður skjátlast — ég hefi engan lykil, það get ég fullvissað yður um! Nú lækkaði hann róminn, svo hann varð að hásu hvísli. — Ef þér fáið mér hann ekki af frjáls- um vilja, þá ... Einhver kom niður þrepin og takið um handlegg minn losn- aði. Ég reif mig af honum, hann missti jafnvægið og var næstum fallinn aftur á bak, en gat rétt sig við, þegar hann náði í hand- riðið. Ég flýtti mér upp og náði rétt í tæka tíð til biðstöðvar- innar, þar sem vagninn til Tel- ton var að leggja af stað. Ég var skjálfandi og andstuttur, tróð mér frekjulega inn í vagn- inn og gat náð í sæti. Ég viður- kenni að þetta var ekki bein- línis hetjulegt, en ég hefi held- ur aldrei verið hetja. — Hvað er að? spurði feit- lagin kona, sem sat við hlið mér. — Líður yður illa? Á ég að biðja vagnstjórann að nema staðar? , Þetta var vingjarnlega sagt, en ég held ég hefði kyrkt hana, ef hún hefði gert þetta. Ég full- vissaði hana um að mér liði ágætlega. — Ég var svolítið andstuttur, en þetta er allt í lagin núna, þakka yður fyrir. Já, nú var allt í lagi, að því undanskildu að ég var kominn með hræðilegan höfuðverk og hjartslátt. Maður heldur alltaf að maður sé kjarkaðri en mað- ur er, þangað til eitthvað skeð- ur, sem sýnir manni hve mikill heigull maður er. Hversvegna hafði ég ekki æpt til hans: — Burt með yður, því fyrr því betra! Annars skuluð þér fá að kenna á mér! Og sagt það á þann hátt að ekkert gæti farið milli mála. Ég stakk höndinni á vasann til að ná í sígarettu, en þá kom ég við eitthvað hart og kalt og ég dró það upp, til að sjá hvað þetta gæti verið. Það var lykill! Flatur, gljá- fægður lykill að bankahólfi og á honum var ekkert merki ann- að en lítið f ofarlega. Gamli maðurinn hafði þá, eft- ir allt, fengið mér þennan lyk- il! Hvers vegna í ósköpunum liafði ég ekki fyrr stungið hönd- inni í vasann? hugsaði ég í ör- væntingu minni. Þá hefði ég gétað sagt við þennan náunga: — Takið hann og komið yður ' burt, látið mig í friði! En hvað átti ég nú að gera? Fleygja honum inn í næsta runna um ieið og ég færi út úr vagninum? Því að það var ekki sennilegt eð ég sæi þann skuggalega aft- ur, eða var það? Nei, það öruggasta var að lík- Framhald á bls. 47. 15. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.