Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 16
Edith Piaf lifði
fyrir sönginn og ástina
Þegar hún giftist Théo Sarapo, sem var
grískur hárgreiðslumaður og
tuttugu árum yngri, var fólk ekki í vafa um að
hann væri einn þeirra ungu manna
sem bjóða sig fram fyrir peninga. En Théo
elskaði Edith Piaf. Og síðasta
æviár sitt, var hún raunverulega elskuð ...
Þegar Edith Piaf var fjörutiu
og sex ára, var hún algert rek-
sld, útbrunnin, yfirfallin af
áfengisnautn og eiturlyfja. En
hún söng „Je ne regrette rien“.
— „Ég iðrast einskis". Hún
sprautaði sig sjálf með morfíni
að tjaldabaki, áður en hún fór
inn á sviðið, stakk nálinni hvar
sem var í gegnum fötin. Hún
varð að gera það, til að geta
Staðið upprétt. En hún söng.
Sú Piaf, sem sást í sviðsljós-
inu var lítil og svartklædd,
stundum sprakk hún og stund-
um slagaði hún. En aðdáun
hlustenda og eitrið, hélt henni
uppi. Það vissu allir að hún
átti ekki langt eftir ólifað. Og
þann stutta tíma, sem hún átti
eftir að lifa ætlaði hún að lifa
eins og hún hafði alltaf gert —
án þess að hlífa sjálfri sér. Það
var aðeins tvennt, sem hún
hafði áhuga á: sögunni og
ástin. Þegar læknarnir bönnuðu
lienni að syngja, gat hún ekki
farið eftir því:
— Það er það eina sem ég á
eftir.
En það leit út fyrir að ástar-
ævintýrum hennar væri lokið.
Piaf vissi ekki sjálf hve marg-
ir menn höfðu vermt rúmið
hennar. Nú var svefnherbergið
sjúkrastofa. „Spörfuglinn", sem
hafði elskað svo marga menn —
svaf nú ein.
Og heimurinn beið þess að
hún mvndi hníga niður, annað-
hvort í hvílu sinni eða á svið-
inu. Þá hitti hún Théo Sarapo.
GATAN VAR
HEIMUR HENNAR
Hún fæddist á götuhorni (rétt
fyrir jólin árið 1915). Faðir
hennar var götufimleikamaður
og móðir hennar götusöngvari.
Gatan varð hennar heimur. Hún
var mjög veikburða sem barn.
Hún hafði beinkröm, varð blind,
þegar hún var þriggja ára og
ákaflega vanhirt. Amma henn-
ar rak nokkurskonar skemmti-
stað, sem raunar var ekki ann-
að en hóruhús og þar fékk Edith
fyrstu aðhlynninguna. Faðir
bennar og amma og reyndar all-
ar stúlkurnar í ,,fyrirtækinu“,
gerðu allt sem þau gátu fyrir
iitlu stúlkuna, en móðir hennar
hafði yfirgefið hana, þegar hún
var tveggja mánaða gömul. Þrjú
ár liðu í algeru myrkri. Þá skeði
kraftaverkið. Læknar höfðu
ekki gefið nokkra von um að
litli vesalingurinn fengi aftur
sjónina. en vændiskonurnar
auruðu saman til að hún gæti
komizt til hinnar heilögu Ther-
esu í Lisieux og Edith fékk aft-
ur sjónina.
Faðir hennar vildi láta hana
verða akrobat, en það gat hún
ekki, svo hún fór að syngja, sér
tii mikillar ánægju. Hún var
svo lítil að hún var næstum
troðin undir, en röddin sagði
fljótt til sín. Það var því gefið
að einhverjum dytti í hug að
láta hana syngja á skemmti-
stöðum. Fólk varð fljótlega
hrifið af söng hennar. En prima-
donna gat hún ekki orðið, því
16 VIKAN 15. TBL.