Vikan


Vikan - 13.04.1972, Qupperneq 17

Vikan - 13.04.1972, Qupperneq 17
að hún smeygði sér aJltaf út á götuna aftur. Á veitingahúsun- um þar, hitti hún menn, sem gáfu henni vín og þann yl, sem hún þráði. Ástarævintýri henn- er voru nokkuð vilt, hún var ástríðufull og afbrýðisöm. En þegar hún var komin yfir fer- (ugt var hún búin að fá nóg. Hún var búin að vera. Aldrei framar yrði hún ástar aðnjót- andi. En þá kom Théo Sarapo fram á sjónarsviðið, grískur ungling- ur, sern þekkti lítið til lífsins. En það furðulega var að hann elskaði Edith Piaf. ELSKHUGARNIR SEM HURFU Hún var orðin ein og yfirgef- in. Meðan hún var rík og hafði miklu úr að spila, var alltaf fullt af fólki i kringum hana, íólki sem notaði sér af því að l.ún þoldi illa einveru. En nú var hún orðin snauð. Það hefði verið góðverk að heimsækja Piaf. Hvar voru nú vinirnir og éiskhugarnir, sem hún hafði komið fram i sviðsljósið og gef- ið gjafir. sem voru kallaðai' Piaf-gjafir: gullúr, kveikjara úr gulli, skrautklæðnað og arm- bönd fiá Cartier? Yves Mon- tand hringdi stundum Charles Aznavour kom, en ákaflega sjaldan. Allir voru skyndilega önnum kafnir. En eitt kvöldið sat Théo Sarapo á gólfteppi hennar, í því ömurlega greni, sem hún hýrðist þá í. Hann var ,,eins og fallegt dýr“; svart- klæddur, með svart hár og svört augu. Hann sagðí ekki eitt ein- asta orð allt kvöldið. Vinur hans hafði tekið hann með sér til Piaf. Og hún gleymdi honum. En í febrúar 1962, lá hún á sjúkrahúsi, með lungnabólgu í báðum lungum. Théo kom í heimsókn til henn- ar. Hann hafði ekki blóm með- lerðis, aðeins litla brúðu. — Vitið þér ekki að ég er orðin of gömul fyrir brúður! sagði Piaf. Þá hló hann og sagði einfald- lega: — Ég kem aftur á morgun. Síðar sagði Edith Piaf við Simone Berteaut, systur sina: — Hann hlær ekki eins og aðrir. Bros hans er ljómandi! Mann langar til að verða falleg og að brosa eins og hann, svo- !ítið öðru vísi en aðrir . . . EINLÆG ÁST Théo sagðist vera hárgreiðslu- maður. Hann bað hana að leyfa sér að laga á henni hárið. Edith Piaf sneri sér undan í örvænt- ingu. Hún var allt að því sköll- ótt. Hendur þessa unga manns voru sem skapaðar til að gæla við silkimjúkt hár, sagði hún, en ekki til að reyna að lagfæra þessar líur . . . Théo þvoði henni um hárið og brosti til hennar. Hann kom til hennar á hverjum degi. Edith langaði til að bjóða honum dús... en þorði . svo ekki að gera það. Þau þéruðu hvort annað. Og hún þorði ekki að spyrja: — Kemurðu aftur á morgun? Ef hann skildi segja nei. En hann kom aftur. Það var hreint kraftaverk, fannst henni, að hann skildi koma aftur. Og hún Ijómaðj í allri sinni eymd. Sim- one ségir í hinni frægu bók sinni um systurina: ,,Já, þau elskuðu hvort annað, með þeirri ást einni, sem talað er um 1 skáldsögum og sem er svo fög- ur, að maður trúir því ekki að slíkt sé að finna í veruleikan- um. Hann sá ekki einu sinni að hendur hennar voru orðnar krepptar og ekki heldur að hún leit út fyrir að vera hundrað ára.“ Þegar Edith kom út af sjúkra- húsinu. fóru þau saman til Bi- arritz. Edith fór hiklaust í sund- bol og sýndi útstunginn líkama sinn, án blygðunar. Théo vék ekki frá hlið hennar. En við systur sína sagði Edith Piaf: — Momone, þegar ég leit á hann, hann sem er barn sólarinnar og íallegri en allir hinir, þá sá ég hve eigingjörn ég er og að ég hefði ekki hugmynd um hvernig það er að elska ein- hvern og að ég hefði ekki rétt til að binda hann, — að þetta gæti ekki gengið og að ég væri brjáluð eins og veniulega . . . En 26. júlí 1962 spurði Théó: — Edith, viltu verða konan mín? Hún trúði ekki sínum eigin eyrum: Framhald á hls. 46. / 15. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.