Vikan


Vikan - 13.04.1972, Side 21

Vikan - 13.04.1972, Side 21
Vinur minn gekk á undan inn í húsið án þess að msela orð, og inn í eldhús með steingólfi, semn ú hafði verið breytt í borðsal. í dyrunum stanzaði hann og gaf frá sér lágt undr- unaróp. — Halló! Það virðast vera komnir gestir! Tveir menn, gildvaxnir og kafrjóðir, íklæddir vaðmálsföt- um og legghlífum, höfðu staðið upp úr sætum sínum við arininn og gengu á móti okkur. — Góðan dag, herra Grant- ham, sagði sá, sem virtist vera eldri, gráskekkjaður maður um sextugt. — Þér þekkið mig sjálf- sagt. Ég er Enoch Warden frá Dalbæ, þarna yfirfrá. Vinur minnhérna er Sowery bóndi frá... — Jájá, ég þekki ykkur báða, greip Alan fram i, dálítið óþol- inmóður. Mér skilst þið hafið verið að bíða eftir mér og þyrft- uð að tala eitthvað við mig. Stendur heima, svaraði sá gráskeggjaði, og í röddinni mátti greina bæði kurteisi og niðurbælda reiði. — Við erum hér í leiðinlegum erindagjörð- um, hr. Grantham. Hann þagn- aði og horfð,i vandræðalega i áttina til mín. — Afsakið, en er þessi herra vinur yðar? — Já, sannarlega sagði Alan innilega, — elzti vinur minn. Þér þurfið ekki að vera hrædd- ur við að segja það, sem þér ætlið að segja, þótt hann sé viðstaddur. Varden bóndi virtist eitthvað tregur til að nota sér þetta boð um að skýra frá erindi sínu. Hann stóð við arininn og ræskti sig hátt öðru hverju og tvísteig órólegur. — Sjáið þér til! kom loks upp úr honum. — Ég er frið- samur maður og vil koma mér saman við nágranna mína, eins og ástæður leyfa, svo að ég vona, að þér takið mér vel upp það sem ég ætla að fara að segja. Fyrir þremur nóttum voru sjö kindur drepnar á bæn- um hjá honum Sowerby, og i morgun fann ég rúmlega tólf af minni eigin hjörð, sem höfðu fengið sömu útreið. — Virkilega? Einhvernveg- inn var engin undrun í mál- rómnurn. — Það er leiðinlegt. Og þið eruð sjálfsagt komnir 1il að vara mig við því, að eitt- hvert villidýr sé hér á ferðinni? Varden bóndi hristi snöggt höfuðið. — Við erum komnir til að biðja yður að hafa hundana yð- ar tjóðraða á nóttunni, sagði hann kuldalega. — Hunda! Alan skellihló. — En, góði maður, ég á alls ekki neina hunda. Konan mín þolir ekki neinn hund neinsstaðar nærri sér, svo að auðvitað er hér enginn himdur til. Bændurnir störðu á hann með sýnilegri tortryggni. — Enginn hundur? gat Sow- erby loks stunið upp. — Ekki eitt hár af hundi! svaraði vinur minn einbeittur. — Þið verðið að leita annars- staðar að hundinum, sem er að ónáða kindurnar ykkar. Enoch Varden lyfti sigggró- inni hendi og klóraði sér á hár- inu. —• Auðvitað verðum við að trúa því, fyrst þér segið það sjálfur. — Já, það getið þið örugglega gert, sagði Alan rólega. — Þér megið ekki reiðast okkur, flýtti Varden sér að segja. — En hitt verð ég að þetta lítur einkennilega út. Hann Miles gamli — fjármað- urinn hjá honum Sowerby — rakti sporin eftir skepnuna einn morguninn, eftir að kindurnar voru drepnar. Hann er enginn fábjáni, hann Miles gamli, og hann segir að sporin hafi verið eftir stóran hund — þann stærsta, sem hann hafi nokk- urntíma séð. Og ég get vottað það með honum, því að ég var á fótum klukkan fjögur, morg- uninn eftir að ráðizt var á kind- urnar mínar og rakti sporin langar leiðir í mjúkum jarð- veginum. — Og hvert lágu sporin? spurði Alan. — Þau lágu beint hingað að húsinu — og sem meira er: þau lágu ekki lengra! Þarna voru þau, skýr eins og prent á p,app- ír, upp eftir stígnum hjá yður. Það voru meira að segja nokkur á tröppunum að framdyrunum hjá yður — en það komu engin iil baka! Ég sá Alan Grantham fölna snögglega. Ég gat vel ímyndað mér hvernig honum hlaut að líða á þessari stundu. — Þetta hlýtur að hafa verið stóri grái úlfurinn, sem hefur verið að snuðra hérna kring um húsið, sagði hann. Augun í bændunum urðu eins og undirskálar. — Úlfur! æpti Varden. Hve- nær hefur heyrzt getið um úlfa hérna í kalkklettunum í Suss- ex? — Svona i er það nú samt, sagði Alan. Hann hlýtur að IHxMD ■ WBBrv. fmB- MÐængffijpsQEllE r/r & i wr AjdSa ■’íW rall! Mi •It|gU ifjffji prf !J p: j|™ i1 ■íúja mf ' .*>—'■rr* M 15. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.