Vikan


Vikan - 13.04.1972, Síða 22

Vikan - 13.04.1972, Síða 22
ÚLFKONÆ FRÁ JOSSELIN hafa sloppið út einhversstaðar — úr einhverjum sirkusnum, til dæmis. En hvað sem því líður hafið þið ráð hans í hendi. Þið eigið náttúrlega báðir byss- ur? — Já, vitanlega, svöruðu báð- ir í senn. — Þá skuluð þið vopna alla menn, sem þið náið í, og liggja í leyni fyrir skepnunni. Það ætlum við vinur minn að gera. Ég vona, að við komumst í al- menniiegt færi við hann. Áður en nótt var komin, var það þegar komið greinilega í ljós, að vinur minn hafði verið getspakur. Umferðardeild lög- reglunnar á staðnum staðfesti tilveru þessarar ferfættu plágu, en lögreglumennirnir komu tif okkar á vélhjólum, meðan við sátum að kvöldverði. — Jú, víst er það úlfur, sagði iögregluþjónninn. Einn varð- maðurinn okkaf kom auga á hann, þegar hann var á ferð- inni. Hann Morris, Hann er gamall hermaður, sem barðist í Rússlandi, og hefur séð úlfa í þeirra eigin umhverfi. Hann sá rkennuna, þegar hún brokkaði framhjá honum á veginum og stefndi á húsið hérna. Hann var vonnlaus, svo að hann gat ekki stöðvað hana. En hann sá hana greini’ega og getur lagt eið út á, að þetta var úlfur en ekki stór hundur. Og auk þess er þetta úifynia — og nvgotin. — Húh! sagði Alan. — Það gerir nú málið enn flóknara. Nú fáum við heilt mor af þessu í sveit.ina. ef þeim fær að fjölga! Var kvendýrið með ungana með sér? Lngreglumaðurinn hristi höf- uðið. — Nei. en skennan var troð- júgra. — Morris elur sjáifur unn hunda og Þekkir bet.ta altt út í æ^ar. Hann segir. að betta ástand geri dvrin veniulega ennbá grimmari, kiókari — og hættulegri! Mér datt í hug að líta hérna inn og vara vður við. ) — Þakka yður kærlega fyrir, sagði Alan og fitlaði við eitt- hvað sem brakaði í, milli fingr- anna. — Þakka yður fyrir, herra, sagði maðurinn og bar hönd upp að húfunni. — Góða nótt! Ég hafði hlustað á samtalið úr borðstofudyrunum, og nú hvarf mér allur vafi, en hrylli- leg sannfæring kom í staðinn. Dularfulla úlfynjan var nýgot- ;u — og barnið hennar Corinne var ekki nema hálfsmánaðar gamalt! Þetta var nýjasti, greinilegasti og öruggasti hlekk- urinn í hinni löngu keðju vitn- eskju, sem sannaði að gamla þjóðsagan í Josselin var engin iygasaga! Nú var hjá mér kominn tími til að tala. Hverjar sem afleið- ingarnar kynnu að verða af uppljóstrun minni, leyfði sam- vizka mín mér ekki að þegja lengur. Hér varð að efna til harmleiks, þó ekki væri nema til að afstýra öðrum ennþá hryllilegri. Jafnskjótt sem lögreglumað- urinn var farinn, greip ég í handlegg vinar míns og dró hann inn í vinnustofuna hans, sem var næst borðstofunni. — Hvað er á seyði? sagði hann er hann sá mig loka dyr- unum. — Alan, sagði ég hóglega. — Ég ætla að nota mér forrétt- indi gamals vinar. En þú mátt trúa því, að það er skyldan en ekki löngunin, sem stendur að baki orðunum, sem ég ætla nú að segja. Corinne, stúikan, sem þú gekkst að eiga, er ... nú leit- aði ég að einhverju orði, sem gæti dregið úr högginu, sem nú var í þann veginn að falla ... — hún er ekki eins og aðrar stúlkur. — Heldurðu, að ég viti það ekki? greip hann fram í með hrifningu, og skildi alls ekki, hvað ég var að fara. — Hún er óviðjafnanleg perla! Meðan ég lifi, mun ég þakka forsjóninni fyrir þessa einstöku tilvdiun, sem beindi henni í veg fyrir mig og gerði mér kleift að tengja mitt líf hennar lífi. Hrifningin í þessari yfirlýs- ingu hans hafði næstum slegið mig alveg út af laginu. Hugs- unin um það, að ég — bezti vin- ur hans — ætti að valda von- brigðunum, sem nú voru yfir- vofandi, orkaði á mig eins og hnífsstunga í hjartað. En nú varð ekki aftur snúið. — Það var ekki um fegurð hennar eða andlega eiginleika, sem ég var að tala. Ég herti enn upp hugann, til þess að geta lraldið áfram. — Það er annað — sem er alls ekki á hennar sjálfrar valdi að stjórna. Ves- lings drengur minn ... stúlkan, sem þú elskar svo heitt er i... — Ekki dauð? Hann greip svo fast í handlegginn á mér, að vöðvarnir dofnuðu. — Farðu ekki að segja mér, að Corinne hafi lent í klónum á þessum bannsetta úlfi. Segðu mér ekki að hún sé dáin! — Betur að svo væri! hrökk næstum ósjálfrátt upp úr mér. — Hvað... Hann herti takið á mér, eins og skrúfstykki. — í guðs bænum, hvað áttu við? — Corinne Lemerre var og er enn... Fjórir skothvellir í einni runu heyrðust nú rétt utan við glugg- ann og skáru niður orð mín, eins og brugðið væri hnífi. Ég varð þessari truflun feg- inn, enda þótt hún yrði nú ekki til frambúðar, og hljóp til fram- dyranna og hratt upp hurðinni. Á tröppunum var þrekvaxinn, bláklæddur maður. Þetta var iögreglunmaðurinn, sem var ný- farinn frá okkur, með stóra skammbyssu í hendinni. — Úlfurinn! stamaði hann, svo sem til skýringar. — Þegar ég fór gegn um kjarrið, sá ég hann stökkva út um einn neðri gluggann. Hann var með eitt- hvað í kjaftinum. Það var líkast stórum fataböggli... — Guð minn góður æpti Al- an. — Barnið! Við verðum að elta hann ... Bíðið þið hérna meðan ég næ í byssurnar. — Hittuð þér skepnuna? spurði ég. — Ég býst við því, en birtan var bara svo slæm. Maðurinn beindi vasaljósinu sínu á malar- stíginn og rak upp óp. — Já, vísl hef ég hitt hana. Viljið þér sjá bióðið þarna á steinunum? — Taktu þennan. Alan þrýsti riffli í tregar hendur mínar, um ieið og hann þaut framhjá mér og tók tröppurnar í einu flug- stökki. — Hann er hlaðinn, en gættu þess bara vel, ef þú hleypir af, að hitta ekki dreng- inn. í hvaða átt fór hann? spurði hann, er hann náði lög- reglumanninum, sem var líka að flýta sér. — Það er ég ekki viss um, hann hvarf bara út í myrkrið. En hér er ferillinn eftir hann. Hann beindi ljósinu að hlykkj- óttri röð af rauðum blettum. — Hann hefur ekki komizt langt svona mikið særður, sagði Alan eins og ósjálfrátt greip hann ljóskerið og þaut áfram. Á næsta augnabliki rak hann upp vonbrigðaóp. Þessi óhugn- anlegu spor lágu inn í þétta runna, þar sem þau hurfu gjör- samlega. — Við verðum að dreifa okkur, hvíslaði Alan í ákafa, og leita vandlega hérna í kjarrinu. Skjóttu strax ef þú sérð hann, en í guðsbænum gættu að drengnum. Við hlýddum og reyndum eft- ir föngum að komast á sporið. En það var þreytandi og reyndi á taugarnar að leita svona stefnulaust í myrkri. Allt í einu nálguðumst við lögreglumað- urinn hvorn annan og hittumst ’ litlu rjóðri, skammt frá húsinu. — Þetta er nú meiri veiði- ferðin, nöldraði maðurinn ön- ugur. Það er eins og að leita í heysátu að nál, sem svo er þar alls ekki! Sennilegast er úlfur- inn kominn margar mílur í burt — og vinur yðar getur afskrifað barnið. Við þessi orð hans datt mér allt í einu nokkuð í hug. — Úlfurinn getur vel hafa leitað aftur til hússins, sagði ég. — Til hússins? Hann var hissa á svipinn, sem ekki var nema eðlilegt. — Hvernig dett- ur yður það í hug? — O, það var nú bara hug- detta. En ég held nú samt, að ég athugi það betur. Viljið þér koma með mér þangað? — Ef þér teljið það ómaksins vert. — Á ég að kalla á hús- bóndann? Hann benti með höfð- inu til Alans, sem var að leita í runnunum. — Ég held ekki, ráðlagði ég. — Ef grunur minn er réttur, er betra að hann sé hvergi nærri. Við komumst í húsið óséðir og ég gekk á undan upp á loft. — Þetta var rétt hjá yður, sagði maðurinn og benti á rauða bletti á hvítmálaðri hurðinni. - Ég kinkaði kolli þegjandi og flutti til byssuna, þanmg að hún yrði við öllu búin. Blóðg- aða hurðin var að svefnherbergi Corinne. Herbergið var aldimmt, þeg- ar ég hratt uop hurðinni, en Framhald á hls. 39. 22 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.