Vikan


Vikan - 13.04.1972, Síða 27

Vikan - 13.04.1972, Síða 27
Égá allt lífiö framundan VIKAN heimsækir Sigurborgu Ragnarsdóttur, sjónvarpsþul, og spjallar stuttlega viö hana. Sigurborg Ragnarsdóttir sjónvarpsþulur er næst yngst fimm barna hjónanna Sig- rúnar Jónsdóttur, sem rekur verzlunina Kirkjumunir í Reykjavík, og Ragnars Em- ilssonar (Jónssonar, fyrrv. ráðherra), arkitekts. Ekki alls fyrir löngu heimsóttum við hana, þar sem hún býr á heimili foreldra sinna, og spjölluðum við hana brot úr degi. Sigurborg var móð og másandi þeg- ar við hringdum dyrabjöllunni og sagðist rétt vera komin heim. Á morgnana kenn- ir hún 11-ára bekk í Laugarnesskóla og eftir hádegið 6-ára börnum í Fossvogs- skólanum. Þrjú undanfarin sumur hefur hún verið flugfreyja hjá Loftleiðum, en sagðist ekki reikna með að fljúga á kom- andi sumri. „Það er spennandi starf að vera flugfreyja til að byrja með,“ sagði hún, „en mér finnst mesti glasinn fara af því áður en langt er um liðið. Nú hef ég lika hug á að fara að herða mig við nám- ið, én ég er innrituð í sænsku og frönsku við Háskólann og hef ekki lokið nema einu stigi í frönsku. Meiningin er að taka eitt stig í sænsku í vor og lesa svo meira í sumar og næsta vetur.“ Sigurborg varð stúdent frá MR vorið 1968 og „þar fékk ég áhuga fyrir frönsku, reyndar hjá Vigdísi Finnbogadóttur, sem kenndi mér í fimmta bekk. Eftir að ég varð stúdent fór ég í stúdentadeildina i Kennaraskólanum, það var siðasta árið sem hægt var að taka kennarapróf á einu ári, og sumarið eftir það fór ég í flugið. Nú er ég búin að kenna í tvö ár, reyndar mestmegnis forfallakennslu, þar sem ég hef aldrei farið að hugsa um þetta að ráði fyrr en ráðningartími minn hjá Loftleið- ur hefur verið i þann mund að renna út.“ „Og hvernig fellur þér svo kennslan?" „Vel. Ég gæti vel hugsað mér að kenna eitthvað áfram, en sú kennsla sem ég er með núna finnst mér fullmikil, þar sem ég ætlaði mér að sækja tíma við Háskólann með þessu, en tími fyrir það hefur náttúr- lega ekki verið mikill, því að eftir að ég er laus á daginn, yfirleitt upp úr kaffi, þá veitir manni ekkert af að undirbúa sig fyrir kennslu næsta dags og svo er ég auðvitað að vinna á kvöldin svona við og við.“ „Hvort kanntu betur við að kenna 11 eða 6 ára börnum?“ „Því get ég eiginlega ekki svarað, báðir þessir bekkir eru mjög indælir, en í Foss- vogsskólanum er það töluvert erfiðara; þar erum við tvær með 39 börn, sam- kvæmt þessu nýju tilraunakerfi. Aðstað- an er öllu betri í Laugarnesskóla, en ég reikna ekki með að vera þar nema fram að páskum, þar sem kennarinn sem ég var að leysa af er væntanlegur næstu daga.“ „Þykir þeim ekki spennandi að kenn- arinn þeirra skuli vera í sjónvarpinu?" „Ekki lengur held ég. Fyrst til að byrja með var ég náttúrlega mikið spurð hvað væri i kvöld, hvernig þetta og þetta væri 26 VIKAN 15. TBL. og þar fram eftir götunum, en nú taka þau þetta sem sjálfsagðan hlut og ekkert veður er gert út af því.“ „En þér sjálfri, finnst þér gaman að vera sjónvarpsþuia?“ Sigurborg brosti fyrst lítillega og hló svo. „Já, mér finnst það nú frekar skemmtilegt. Starfið veitir manni tals- verða tilbreytingu, og auk þess er það allvel borgað." I Við lituðumst um á smekklega og sér- | kenniléga búnu heimili foreldra Sigur- borgar og spurðum svo lævíslega hvort hún' væri nokkuð að hugsa um að flytja að heiman. Hún hló hjartanlega og glettn- in skein úr bláum augunum. „Urðuð þið fyrir vonbrigðum með að ég ætti ekki mann og börn til að tala um?“ Nei, ekki vildum við nú viðurkenna það. „Það var ágætt,“ sagði hún, „því ég er allsendis ólofuð og kann ágætlega við að vera það. Eg á eftir að gera ýmislegt, svo ég sé ekki að mér liggi nokkuð á. Nei, mig dreymir alls ekki um „öryggi hjóna- bandsins" eins og það er kallað." Við þáðum kaffisopa og meðlæti og á meðan ljósmyndarinn kom sér fyrir rædd- um við um heima og geima. „Það var eigin- lega ekkert sérstakt sem réði því að ég sótti um þetta starf hjá sjónvarpinu. Ég sá auglýsinguna og hugsaði mér: — Því ekki? Svo sótti ég um, var látin koma í einar tvær prufutökur og framhaldið þekkið þið. Allur taugaóstyrkur er svo gott sem horfinn, en nú er tekinn við vandinn mikli um hvað maður á að brosa mikið, þannig að það verði ekki tilgerð- arlegt. Auðvitað reyni ég að þræða þenn- an gullna meðalveg, en af honum eru áreiðanlega jafn margar útgáfur og sjón- varpsáhorfendur eru margir.“ Að vonum hefur Sigurborg ekki mik- inn tima til tómstundaiðkana: Hnn kenn- ir — allavega sem stendur — frá klukkan átta á morgnana og til þrjú eða fjögur á daginn, þá tekur við undirbúningur fyrir næsta dag eða þá sænsku- og frönsku- lestur og fimmta hvert kvöld bjóðum við hana velkomna heim til okkar. Þó segist hún gefa sér tíma öðru hverju til að létta undir með móður sinni við batik-vinnu og fleira af svipuðu tagi og meðal annars fór hún einhverju sinni með henni norð- ur á Akureyri, þar sem Sigrún, móðir hennar, hélt námskeið. Sigurborg Ragnarsdóttir er önnum kaf- in stúlka, en, eins og fyrr segir, þá hefur hún hug á að ná sér í BA-próf í málum með tíð og tíma. „Ég á allt lífið framund- an,“ sagði hún þegar við þáðum í bollana í síðasta sinn, „og hef nóg við tímann að gera.“ ó.vald. 15. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.