Vikan - 13.04.1972, Page 28
SALTFISKUR í
HÁTÍÐAR-
BÚNINGI
Algengast er hérlendis aö framreiöa
saltfiskinn soðinn, með hömsum
eða tólg og er hann þá venjulega hafður
einhvern virkan dag vikunnar.
I suðurlöndum er saltfisks neytt víða
sem hátíðaréttur, og er þá
mikið í hann borið. Ekki væri úr
vegi að islendingar tækju sér
þetta til fyrirmyndar og framreiddu salt-
fisksrétti fyrir gesti, er þá ber að
garði, í stað þess að bera
alltaf fram kjöt. - Bacalao nefnist þá
saltfiskrétturinn og þarf að
vatna út saltfiskinn í 1-2 sólar-
hringa (eftir smekk). Skipta þarf oft um
vatn á fiskinum. Látið ekki fiskinn
liggja á botni ílátsins (því
saltasta vatnið sezt þar). Látið
því skál á hvolf í fatið, sem útvatnað
er í, þá liggur fiskurinn ekki á
botninum. Bacalao er ekki ódýr matur,
eins og uppskriftirnar bera með
sér. Úr V2 kg af saltfiski, þurrum verður
ca. 3A kg af útvötnuðum.
leggið allt í lögum í pottinn.
Hellið vatni yfir, piparinn
hrærður út í dálitlu vatni og
kraftinum úr tómatboxinu. Smjör-
líkið á að vera á botninum í
pottinum. Látið suðuna koma
upp á plötunni og sjóðið áfram
í ofni í ca. klst. Hafið lengri
tima í ofninum ef suðan er
ekki látin koma upp.
HVERDAGS-
BACALAO
600 gr útvatnaður saltfiskur
120 gr smjörlíki
3/4 kg kartöflur
1 20 gr laukur
1 ds. tómatar
caye.nnapipar á hnífsoddi
2 dl vatn
RÖMAR-
SALTFISKUR
Va kg útvatnaður saltfiskur
3A kg kartöflur
1 rauð og 1 græn paprika
skorin í hringi
2 laukar í sneiðum
2 tómatar
1 lítill pakki frosnar baunir
salt
nokkur heil piparkorn
stein.selja
2 dl soyaolía
2 dl tómatsósa
4 msk. hvítvín
Fiskur, kartöflur og grænmeti
lagt í lögum í pottinn. Krydd og
vökvi settur á, og að lokum
steinselja. Látið í ofn í rúman
klukkutíma, við góðan hita.
BACALAO
600 gr saltfiskur (óútvatnaður)
3/4 kg karöflur, hráar
3 laukar
1 ds. niðursoðnir tómatar
1 ds. tómatkraftur
2 rauðar paprikur (eða niður-
soðnar)
1—2 rifnir hvítlauksbátar
2 dl olía
2 dl vatn
Vatnið fiskinn út í 24 tíma. —
Látið suðuna koma upp og
hreinsið fiskinn úr roði og bein
fjarlægð. Bragðið saltfiskinn og
metið hvort þér viljið bæta salti
i réttinn. Setjið smjörbita í botn-
inn á potti eða eldföstu formi.
Leggið síðan i lögum fiskinn, í
smábitum, kartöflur skornar i
sneiðar, laukinn skorinn í
hringi, tómatana, tómatkraftinn,
paprikuna, hvítlaukinn, olíuna
og vatnið. Efsta lagið á að vera
kartöflur. Rétturinn er síðan lát-
inn krauma við vægan hita á
plötu eða í ofni þar til kartöfl-
urnar eru mjúkar, og tekur það
minnst 3/4 k I st. Hrærið ekki í
pottinum. Þá fer rétturinn i
graut, en það á hann ekki að
gera. Hristið aðeins pottinn til
að fylgjast með. Setjið meiri
vökva á ef yður virðist réttur-
inn ætla að þorna, en það á
hann ekki að gera. Berið fram
rjúkandi heitt með franskbrauði
og rauðvini.
VEIZLUBACALAO
(FYRIR 12)
1 '/2 kg saltfiskur, útvatnaður
1 '/2 kg hráar kartöflur i sneiðum
'/2 kg fíntsaxaður laukur
1 fl. ólivuolía
1 dós niðursoðnir tómatar
eða 1 kg af nýjum
1 '/2 ds. paprika íniðursoðin)
2 stk. spánskur pipar
1 Itr tómatkraftur
paprika
steinselja
Hitið pottinn, látið laukinn verða
gulbrúnan í olíunni. Leggið í
lögum ,i pottinn með dálitlu
smjöri í botninn, fisk, kartöflur,
tómatkraft, papriku, og smátt-
brytjaðan spánska piparinn. —
Sáldrið papriku yfir og hellið
heitri olíunni yfir, og lauknum
og safanum úr dósunum. Látið
suðuna koma upp, en setjið síð-
an inn i ofn. 1'/2 klst. ætti að
vera nóg. Síðan má skreyta rétt-
inn með eggjabátum, steinselju,
ólivum og papriku.
PORTUGALSKT
BACALAO
750 gr útvatnaður saltfiskur
200 gr olívuolía
5—6 msk. hveiti
3 laukar
6 stórar kartöflur
2 msk. edik
2 glös portvín
1 hvítlauksbátur
salt, pipar, paprika
2 msk. brauðmylsna
Fiskurinn látinn í pott með
köldu vatni. Suðan látin koma
upp. Þá er fiskurinn hreinsaður,
veltið úr hveiti og steikið gul-
brúnan úr olíu. Tekinn af pönn-
unni og haldið heitum. Skerið
laukinn í þykka hringi, sem
einnig er dyfið í hveitið og
steiktir Ijósbrúnir. Kartöflurnar
skornar í sneiðar og brúnaðar i
olíunni. Olían blönduð víni og
dálitlu ediki, kryddað ceð salti,
pipar og papriku og rifnum
hvítlauk. Jafnað með brauð-
rriylsnunni. Setjlð síðan i fat
heitar kartöflur, fisk og lauk og
hellið sósunni. Stráið papriku
yfir. Skreytið að síðustu með
eggjum og ólívum.