Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 6

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 6
KYNVILLTUR PRESTUR Nýlega var ákveðið af prestum United Churches of Christ í San Francisco, að ungur prestur skyldi fá vígslu, þrátt fyrir ýmis mótmæli. Mótmælin stöfuðu af því, að presturinn, hinn 25 ára gamli William Johnson, var kyn- villtur og hafði marglýst því yfir op- inberlega. Hvað þótti honum sjálfum um kynvillu sína? var hann spurður. „Ég lít á allt kynlíf sem gjöf frá Guði,“ svaraði hann. „Góða gjöf.“ Johnson sagði ennfremur, er hann var spurður hvort hann myndi hafa slæm áhrif á börnin í söfnuðinum, að útbreidd væri sú skoðun að kynvillingar leituðu á börn, en sú skoðun væri skiljanleg — þó svo að hún væri röng — því 98% alls fólks væri ekki kynvillt. Að lokum var Johnson spurður hvort hann gæti orðið góður prestur án þess að eiga eiginkonu. „Ég tel mig ekki þurfa eiginkonu við,“ svaraði hann. „Aftur á móti vonast ég til að einhverntíma megi ég njóta náins ástasambands við annan mann.“ Móðir Johnsons hafði skrifað prest- unum er tóku ákvörðunina og sagði þar: „Það er ekki auðvelt að viður- kenna að sonur manns sé kynvillingur, en það er miklu betra en að láta hann ljúga að sér. Ef til vill vinnur Guð í gegnum hann og ætlast til að allir verði teknir inn í kirkju hans.“ Klerkarnir voru greinilega sammála, því ákveðið var að veita honum vígslu í júní og fóru atkvæði þannig, að með voru 62 og á móti 34. MARGRET HIN LOKKAPRQÐA Því miður höfum við ekki í augna- blikinu á reiðum höndum kjaftasögu um yfirvofandi skilnað Margrétar prinsessu og Snowdons lávarðar, en þessi mynd af Margréti var tekin ný- lega við frumsýningu í leikhúsi í Lon- don. Greiðslan vakti mikla athygli, en haft var fyrir satt, að Tony hafi horft meira á aðrar konur en sína eigin. LIV ULLMAN VONAÐIST EFTIR OSCAR Þegar Óskarsverðlaununum var út- deilt ekki alls fyrir löngu í Hollywood gerðu Svíar sér vonir um að kvik- mynd þeirra, Utvandrarna och Ny~ byggarna með Liv Ullman í aðal- hlutverki, fengi Óskarsverðlaun. Af því varð því miður ekki, en í sænsku blaði birtust nýlega þessar myndir af Liv við athöfnina. Það er bandaríski leikarinn George Kennedy (var m.a. í Cool Hand Luke) sem talar þarna við Liv. Með Kennedy er kona hans og með Liv er kunningi hennar í Banda- ríkjunum, Dick Donnor að nafni. SÍÐAN SÍÐAST KARL PRINS ER ENN SAGÐUR í HJÓNABANDS- HUGLEIÐINGUM í þetta skipti er það sögð vera Georgi- ana Russell, 24 ára gömul dóttir brezka ambassadorsins á Spáni, Johns Russell lávarðar og konu hans, lafði Russell, sem er af grískum uppruna og í eina tíð fegurðardrottning Grikklands. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd af Georgiönu, þá gefur hún móður sinni lítið eftir hvað yndisþokka snertir, en hún er blaðakona hjá Vogue. Sagan um samband hennar og Karls prins af Wales komst á kreik þegar hann bauð henni með sér á póló-leik — og keyrði hana síðan heim til sín, ekki hennar. Farartækið var nýi bíllinn prinsins, blár Aston Martin blæjubíll. Fylgdi sögunni að þau hefðu skemmt sér hið bezta saman, rætt um heima og geima. Ætti Georgiönu að vera það leikur einn, því hún talar reiprennandi, auk enskunnar, frönsku, ítölsku, þýzku, rússnesku, portúgölsku og grísku. 10 ARA bítlabroðkaup Rólegasti Bítillinn er tvímælalaust Ringo Starr. Nú er hann 31 árs gamall og hefur verið giftur konu sinni, Mau- reen Cox, í næstum 10 ár — reyndar mun það víst ekki ske fyrr en þjóð- hátíðarárið 1974. Meðfylgjandi mynd af þeim hjónum, Ringo og Maureen, var tekin er þau komu til frumsýn- ingar myndar Romans Polanski um Macbeth, en það var Playboy sem kostaði gerð myndarinnar, og hafa verið nefndar ógnvekjandi tölur í því sambandi Þau Ringo og Maureen eiga þrjá syni saman.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.