Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI FULLRIALVÖRU BROTIN DEMANTSNÆLA Kæri draumráðandi! Mér fannst ég vera í herbergi með krökkum sem ég þekki mjög lítið. Fannst mér við sitja í hring á gólfinu og vorum við að hlusta á rólega blues-tónlist. Mér fannst ég horfa í kringum mig og tók ég þá eftir því að herbergið var allt gulmálað. Svo fannst mér A standa á fætur og segja við B: „Ætlar þú að láta hana (mig) hafa trúlofunarhringinn?" „Nei,“ svaraði B, „ég ætla að láta hana hafa þessa dem- antsnælu.“ Síðan rétti hann mér næluna, en í sömu svifum stendur ein stelpan upp og þrífur af mér næluna. Síðan hljóp hún í burtu og ég á eftir henni. Við hlupum niður þröngan og dimman stiga. Þar hrasaði stelpan og datt kylli- flöt á gólfið fyrir neðan. Mér fannst ég þrífa í hana og skipa henni að afhenda mér næluna. Hún rétti mér hana í tveim- ur bútum og sagði: „Sérðu! Nú er hún brotin í tvo parta. Á öðrum helmingnum eru þrír rauðir steinar, en á hinum er einn blár. Þú skalt halda þessum bláa, en henda þessum rauðu, því þeir eru ekki ekta.“ Ég leit á bútana og varð að orði: „Ég hef þessa rauðu í vasanum til vonar og vara.“ Síðan gekk ég upp stigann aftur og settist á ný. Ekki varð draúmurinn lengri, en ég vona að þú getir eitthvað lesið úr honum. Kærar þakkir fyrirfram. Sigurbjörg Óskarsdóttir, Hamri v/Suðurlandsbraut, Reykjavík. Það líður ekki langf þangað til að þú verður fyrir ein- hverju happi sem margir koma til með að öfunda þig af. Veldur það þér töluverðu hugarangri, en helzt ættir þú að gæta þín á ákveðnum pilti sem kemur töluvert við sögu er þar að kemur. SVAR TIL E.S. í þessum draumi eru tveir andstæðir pólar, annar er merki um það að þú munt innan skamms leggjast í lítilvægileg veikindi en hinn boðar þér velgengni um alla framtíð. Þó er ekki úr vegi að benda þér á, að hver er sinnar gæfu smiður . , . SKÓLATASKAN MÁLUÐ Kæri draumráðandi! Ég vona að þú viljir ráða eftirfarandi draum fyrir mig. Mér fannst ég lána vinkonu minni töskuna mína, en nafn- ið mitt er á henni. Vinkona mín kom síðan með töskuna í skólann og var þá búin að mála hana að nokkru leyti rauð- brúna. Ég varð svo reið, að ég skipaði henni að borga hana, en hún neitaði. Þá fór ég heim til hennar og sagði mömmu hennar að gjöra svo vel og borga töskuna, en hún sló mig utan undir. Ég ætlaði að slá hana aftur en hætti við það og sagði í staðinn: „Sá vægir sem vitið hefur meira.“ Síðan hljóp ég út og skellti á eftir mér. Verna. Það er víst hverju orði sannara, að sá vægir sem vitið hefur meira. Er þessi draumur þér ábending um það — þó það komi ekkert þessu skólatöskumáli við — en hann boð- ar þér þó fyrst og fremst að fara varlega í hverju því sem þú tekur þér fyrir hendur á næstunni. EITURHERNAÐUR í VIETNAM Fréttir um stríðið í Vietnam voru orðnar svo hversdagslegar, að þær fóru inn um annað eyrað og v'it um hitt, þar lil Norður-Vietnamar gerðu inn- rás sína á dögunum. Þá vaknaði athyglin óneitan- lega á ný, og menn fóru að velta fyrir sér, hvað væri nú að gerast. Fjallað hefur verið um Vietnam- stríðið í umræðuþáttum, bæði í útvarpi og sjón- varpi. En því miður fékkst engin mynd af styrj- aldarrekstrinum í þessum þáttum; menn voru al- veg jafnnær um meginkjarna málsins eftir að hafa hlustað á þá. Astæðan er vafalaust sú, að erfitt er að afla sér haldgóðra upplýsinga i öllu því mold- viðri áróðurs, sem þvrlað hefur verið upp í sam- handi við Vietnam. Til eru þó vissulega heimildir, sem erfitt er að véfengja. Sameinuðu þjóðirnar sendu lil dæmis frá sér fréttabréf á síðasla ári, þar sem eftirfarandi var upplýst: í styrjöldum þjóða á milli mun eiturgasi aldrei hafa verið beitt nema i síðustu vikum fyrri heims- styrjaldar. Um það gegnir svipuðu máli og um kjarnorkuvopn, að enginn hernaðaraðili þorir að nota það af ótta við þær ógnir, sem af þeim mundi leiða. I Vietnam hafa hins vegar verið teknar upp nýjar bardagaaðferðir, í fyrsta sinn í hinni ófögru sögu hernaðar, fólgnar i þvi að dreifa eiturefnum yfir skógarflæmi, þar sem óvinirnir eru taldir hafa liækistöðvar og fylgsni. Eiturefnunum er dreift úr flugvélum, með sprengjum eða á annan hátt, og tilgangurinn er að eyða öllu laufi af trjánum, þann- ig að óvinurinn standi herskjaldaður eða geti ekki leitað athvarfs þangað. Að sjálfsögðu fælir þetta hur' öll dýr eða evðir þeim, hæði smáum og stór- um. En þar með er sagan ekki öll. Eitursprengj- urnar hafa stundum lent á byggðum svæðum eða i námunda við þau, orðið íbúum þar að bana, eitr- að vatnsból og gróður, þannig að stórhætta er á ferðum. Og eftir bandaríska stórblaðinu The New York Times er þetta liaft: „Með vélum, sprengjum og eiturefnum hafa heilu landflæmin verið lögð i auðn, þar sem ætlað var að Vietkong hefði felustaði. A mörgum þessum stöðum hefur öllu lifi verið gjörevtt . . . Á Klie Sanh hefur verið varpað milljónum tonna af sprengjum, sem hafa hreytt 'iðjagrænum hæðum í sviðna jörð og gíga, sem minna á landslag á tungl- inu.“ Maður saknaði þess úr umræðuþáttunum, sér- staklega i sjónvarpinu, að ekki skyldi fjallað um fullyrðingar eins og þessar. í Vietnam geysar ekki aðeins stríð, heldur virðist vera beitt þar svo óhugn- anlegum aðferðum, að furðu gegnir. G. Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.