Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 47

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 47
 en í engum sem vér þekkjum, sem í Jesú Kristi. Vart mun sá maSur finnast, sem komizt hefur í snertingu við hans guðdómlega anda, er lœtur sig nokkru skipta hver faðir hans var að líkamanum til. Kenningin um meyjarfæð- inguna er því meira en óþörf, hún er ein þessara ósýnilegu veggja, sem reistir hafa verið milli mannssonarins guðdóm- lega og mannanna, sem elska hann og vilja komast sem næst honum. Kirkjan á að lýsa yfir opinberlega að hún falli form- lega með öllu frá þessari kenn- ingu og mörgum öðrum, því að engann, sem til hans vill koma, vill hann burt reka. Ljós anda hans var og er kveikt beint af hinu æðsta Ijósi, sem opinber- ast hefur anda vorum, það eitt skiptir máli. Það sem nú hefur verið sagt um meyjarfæðingarkenninguna má segja, til að gera langa sögu stutta, um margar aðrar kirkju- kenningar og andstæðan hugs- unarhátt innan kirkju og kristni við hugsunarhátt þess manns, sem kirkjan kennir sig við. Kenningin um eilífar kvalir fordæmdra, helvítiskenningin, er óguðlegasta kenning sem upp hefur komið í heiminum og í hrópandi mótsögn við þær hug- myndir um algóðan og almátt- ugan höfund lífsins, sem Jesú Kristur boðar einkum og sér í iagi og nefnir föður sinn og vorn. Ekki þekkjum vér svo slæman föður á jörðu hér, þótt margir séu slæmir, að hann mundi láta nokkurt barna sinna kveljast vítispíslum um alla ei- lífð, ef hann hefði mátt til að afstýra því. Nefna má kirkjukenningar um fyrirhugun og útvalningu, sem eru ókristilegar, í þá veru, i sem allra styztu máli, að Guð íaðir vor, sem Jesús nefnir svo, velji suma menn fyrirfram til eilífrar útskúfunar og aðra til eilífrar sælu, sem engu er lík- ara en því þegar bóndi velur líflömb að hausti og ákveður um leið hvaða lömbum skuli Jóga, alsaklausum og án nokk- urs tilverknaðar þeirra. Þá ætla ég að nefna hina svo- nefndu friðþægindarkenningu, sem stöðugt hefur verið haldið að kristnu fólki, en Jesús frá Nasaret nefnir hvergi á nafn, og hefur þessi kenning reist eigi minnsta múrinn milli hans og þeirra, sem raunverulega vilja koma til hans. í sem allra styztu máli og stórum dráttum er friðþægingarkenningin á þá lund að Guð faðir Jesú Krists, og faðir vor, hafi verið mönnum svo reiður að ekkert hafi getað sefað bræði hans, nema það að sonur hans dæi á krossi fyrir hið brotlega mannkyn, einn fyrir alla og alsaklaus. Með því keypti hann mönnum frið við reiðan Guð. Þessari kenningu hafna ég opinberlega, eins og hinum fyrri, og hana ætti allra síst að boða 1 nafni þess manns sem sagði: Guð er kœrleikur. Of langt yrði upp að telja allar ókristilegar og ómannúð- legar kenningar, sem upp hafa komið og boðaðar hafa verið í nafni þeirrar stofnunar sem kennir sig þó við Krist, en vegna slíkra boðunar, eða um- snúnings kenninga hans, getur Halldór Laxness leyft sér að tala um guð hinna kristnu, sem óvin mannlegs lífs, og vegna hins sama umsnúnings geta slík ummæli fundið liljómgrunn hjá fólki. Ég skal viðurkenna að þegar ég las fyrst þessi orð Laxness „Guð hinna kristnu, évinur mannlegs lífs“, þá sárn- aði mér mjög og fannst þetta illa mælt og ómaklega af því að fyrir mér er Jesús frá Nasa- ret guð hinna kristnu og engan þekki ég ómaklegri til að dæm- ast óvinur mannlegs lífs. En augu mín opnuðust skjótt fyrir því að þegar skáldið talar hér um guð hinna kristnu, óvin mannlegs lífs, þá á hann ekki við Krist guðspjallanna heldur þann stein fyrir brauð, það kenningavald fyrir fagnaðar- boðskap, það mannúðarleysi fyrir mannskilning, þá kirkju- stofnun fyrir Krist, sem margt fólk hefur fyrir Guð og heldur að sé guð. Og hvað er þá guð? Svo ég vitni aftur í Laxnes leggur hann einni sögupersónu sinni þessi orð í munn: ,.Að útskýra guð það er að hafa öngvan guð“. Það er nú svo með guð, sem allir tala um, að enginn getur komið orðum að honum þótt vér séum ávallt að reyna eitt- hvað í þá átt. Það er svipað að reyna að útskýra hann og að komast undir regnbogann. En vér getum bent á regnbogann ng vér getum bent á Jesúm frá Nasaret. orð hans og verk. Hann sagði það og gerði það. Hann sagði t.d..: Guðs andi er í vður — guðs ríki er hið innra í vður“. En þetta. sem hann nefnir Guð, verður ekki borið á torg. Það sem vér nefnum guðs nafni er oss svo dýrmæt upplifun að orð og útlistanir skyggja á hana en útskýra oft ekkert. Orð vor geta nálgast helgispjöll eða ó- hreinkun í því sambandi. Þess vegna má með vissum hætti til sanns vegar færa að sá, sem er svo viss um eyrna- markið á „guði“, að hann dreg- ur hann umsvifalaust í sinn dilk, að sá maður hafi öngvan guð, beri ekki skyn á það hug- tak, nema þá sinn prívat hús- guð, ef guð skyldi kalla, þann guð sem hann notar sér og not- ar á aðrá. Höfum vér þá öngvan guð, úr því að vér erum sífellt að tala um hann? Málið er ekki svo einfalt. Það er mótsagnakennt (paradoxalt) og milli þverstæðnanna felst sannleikurinn eins og milli lína. Nú snúum vér dæminu, eða setningunni, við og það er jafn satt og fyrra dæmið. Þá hlióðar sannleikurinn á þessa leið: Þeir sem aldrei útskýra guð, aldrei tjá dýrmæta upplifun, þó ekki væri nema ósjálfrátt í breytni sinni, þeir hafa öngvan guð, hafa ekki fundið til ná- lægðar þess sem vér nefnum guð, í anda sínum. Því að þeir sem finna til þeirrar nálægðar, verða að tala, bera vitni, jafn- vel hrópa og kalla, geta ekki annað, knúnir til þess, verða að ílýta sér með gleðitíðindin, eins og konurnar forðum á fyrsta páskamorgni með mestu gleði- fregn allra tíma, og ef þeir þegðu mundu steinarnir tala. í rauninni mœtti segja að þeir einir hefðu guð, sem ekki geta án þess verið að bera vitni um hann í orði og verki og láta fúsir lífið fyrir sannfæringuna um hann, ef þess gerist þörf, já, eru svo óvitrir að afneita henni ekki, þótt þeir gætu þar með haldið lífi líkama síns. Þessir vita sem sé, að þar með glötuðu þeir allri sjálfsvirðingu og jafn- framt Ijósinu, sem upplýsir þá, vita með sjálfum sér, að þótt þeir afneituðu því aðeins með vörunum. mundu þeir slökkva liósið í sjálfum sér, en að með b'kamsdauðanum slokknar það Ijós alls ekki. Þannig séð vita þeir að lík- amsdauðinn hefur ekkert að segja. Með öðrum orðum: Lífið er oftast bœði oa en ekki annaðhvort eða. Vér þegj- um ekki annaðhvort alveg um guð eða tölum um hann og út- skvrum í tíma og ótíma. Tími er til að begia og tími er til að tala. Vér þegjum um það sem er ósegianlegt. svo heilagt að vér bögnum ósiálfrátt. Um eðli }i.vis innra lióss dirfumst vér eigi að tala. En geislarþessoDna varir vorar og hjarta „á með- an tunga má sig hræra, á meðan hjarta nokkurt kann sig bæra“. Það er sem sé ekkert eðlilegra en að láta í Ijós gleði sína, þakklœti og hamingju og lýsa þar með áhrifum Ijóssins, sem skín í oss og á veg vom, þótt vér forðumst jafnframt þau helgi- spjöll að freista þess að út- skýra það Ijós. Og sannast sagna er það, að því lífsreynd- ari sem vér verðum þeim mun færri orða er þörf, þeim mun skýrara talar innri veruleikinn til vor og gegnum oss og aðra, án allra orða. Ég trúi ekki á neitt yfirnátt- úrlegt. Ég hygg, að allt sé nátt- úrlegt og það, sem vér nefnum guð, sé náttúrlegast af öllu. Það sé í senn í öllum náttúrufyrir- bærum sólkerfanna í vetrar- brautunum og jafnframt höf- undur náttúrulögmálanna, rétt eins og listamaður er bæði höf- undur verks síns og í sínu verki, eða eins og faðir og móð- ir eru gerendur afkvæmis síns og jafnframt í því, útliti þess og innri gerð. Ég trúi og veit það raunar með opinberuðum sannindum, að allt líf er með einhverjum hætti ódauðlegt og ég hygg, að engin dauð náttúra sé til, held- ur sé allt náttúrunnar ríki lif- andi. Að útskýra lífið er þó að hafa ekkert líf, svo að fyrra líkingamáli sé fram haldið. Að útskýra möguleika og takmark- anir allífsins og alheimsins er ekki fullkomlega á nokkurs manns færi, þar sem vér erum á vegi stödd, þótt menn séu ætíð að gera sér einhverjar hugmyndir. Að taka nokkrar útskýringar algildar í því efni er að hafa öngvar haldbœrar útskýringar. Það er jafn óút- skýranlegt að tilvera og al- heimur endi í tíma og rúmi og að um endalausan tíma eða endalausan alheim sé að ræða í þeirri merkingu, sem vér leggjum venjulega í orðin endir og endalaust. En sú stund eða skynjunar- stig mun upp renna, að margt opinberast, sem nú verður eigi útskýrt. Oss eru að vaxa ný skilningarvit. Vér teljumst þegar hafa fimm allvel þrosk- uð, hið sjötta og hið næmasta er óðfluga að þróast og þroskast með mannkyninu. Með tilkomu þess, og fleiri „skilingarvita“, munu opnast nýjar víddir og veraldir þegar í þessu lífi og munu opinberanir þeirra þá virðast í hæsta máta náttúr- legar. Allt er náttúrlegt, sem sál og höfundur náttúrunnar 24. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.