Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 42

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 42
me& deyjandi kertaljós við fætur, og honum þótti sárt, að þær skyldu sjá sig i böndum. Hann lét augun reika áfram, þangað sem þernurnar stóðu, styggir snotrir fuglar, sem hann hefði getað fælt með þvi að blistra - og þangað, sem húskarlarnir stóðu, rjóðir i andliti og gapandi af forvitni, og út á brúnu sléttuna, þar sem hann hafði hlaupiö sig þreyttan og dreymt sig þreyttan. Hann vissi hvaða örlög biðu sin, en þegar islenzki fálkinn var borinn fram og hann skildi, að það var hann, sem átti að framkvæma refsinguna, þá hló hann af gleði og hjartað barðist af metnaði, eins og þegar allt var hans eigið, fuglinn og sumarlangur sólskinsdagurinn, heiðaflákarnir með hlustandi vindum og svignandi, haustgulum trjám. Þegar fálkinn hafði séð dagsljósið aftur og vanist þvi, bjóst hann til flugs og beið eftir þvi, að sá, er bar hann, sveiflaði honum af hendi sér upp i loftið, og skimaði hvatlega eftir bráð þar uppi, - augun voru hvöss og tryllt af hungri og skutu gneistum, og það var engin endurminning i djúpi þeirra, þau könnuðust ekki viðneinn. En Renaud mændi með eftirvæntingu og kviða eftir augum fuglsins, og tárfelldi af harmi, þegar hann mætti þeim ekki. I þeim hefði átt að endurspeglast hin djarfa þrá hans og fyrirlitning og draumar hans i rauða lynginu, en þau biðu aðeins eftir bráðinni, grimm og köld, eins og forvitni mannanna eða brosið á þunnum vörunum hans herra Enguerrands, og hann fann harminn sviða sárar en áður og sneri höfðinu undan, til að átta sig, og lét augnalokin byrgja inni hugsanirnar, sem flögruðu i höfði hans. Þannig lá hann, meðan kallarinn las upp lögin. „Tólf aurar silfurs - - tólf lóð af holdi i nánd við hjartað---------þannig verndar herra Enguerrand skemmtanir aðalsmannanna”. - Hann leit ekki upp, þegar rispan var gerð, til þess að blóðlyktin drægi fálkann að, og þegar fálkinn hjó nefinu i brjóst hans, gaf hann ekkert hljóð frá sér, en skalf aðeins, svo að reiðin leiftraði i augum fuglsins og hann þandi út vængina til að slá. Og hirðstjóradæturnar teygðu höfuðin fram, og dálitlum áhugaglampa brá fyrir i undarlega dreymandi augunum, en þær lyftu ekki höndum úr skauti sér, og klæði þeirra lágu eins og áður i rólegum fellingum. Hestarnir fnæstu við blóðlyktina og stöppuðu i frosna jörðina, svo að rauðu áklæðin leiftruðu i blánandi fölva morgunloftsins, en Renaud lá þögull, og veiðimennirnir stóðu að óþörfu með útblásnar kinnar og hornin fyrir munni sér, til þess að taka yfir hljóðin i honum. Fyrsti sársaukinn hafði kippt i næmustu taugar hans, það var eins og hjartað ætlaði að koma á eftir, en siðan hafði hann hnigið i svimakenndan dvala, sem honum fannst næstum þægilegur, og á meðan að heitt blóð hans rann úr sárinu og hvasst nefið reif og sleit brjóst hans, barst Renaud upp i heiðbláma draumanna, og hann skildi allt: dauðann og frægðina, og hann fann, hvernig hún brenndi og blikaði, hin gullna sói hetjusagnanna. Og þegar herra Enguerrand taldi, að þau tólf lóð, sem lögin ákváðu, væru goldin, gaf hann merki um að blása i hornin, og fálkinn var tekinn burt, mettur af blóði, og augun voru nú aftur full af rólegum þótta. Og hersingin hélt af stað, ennþá glaðvaferari en áður, niður að kastalagröfinni, sem glampaði i fjarska. En Renaud var ekki hægt að vekja. þvi að hann hafði dreymt sig til dauða, og menn létu nægja að leysa hanr, og létu hann liggja rneð rautt lyng undir höfðinu. En islenzki fálkinn fékk aldrei framar að sitja4 hendi húsbónda sins, þvi að herra Enguerrand kunni þvi illa, að drekka úr bikar, sem annar hafði snortið með vörum sinum. allt fyrir eyraó... Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiöruðum viöskiptavinum okkar full- komna varahluta- og viögerðaþjónustu. Verzlunin Garðastræti 11 sími 20080 DíQiDcmi IPILIUTPINniNCBS IMEEKn Bezta lausnin mæialaust PIRA-SYSTEM ÓDÝRT - TRAUST - ENGIN SKRUFA EÐA NAGLI t VEGG HÚS OG SKIP NORÐURVERI HATUNI 4A.SÍMI 21830 42 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.