Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 41
sólina, sem var að koma upp. A bak við herra Enguerrand var islenzki fálkinn borinn, með klærnar læstar i hanzkann og hettu dregna fyrir vakandi, hungruð augu, sem ekki hiifðu séð mat i þrjá daga. En lengra að baki bylgjaðist litafylking, sem logaði og brann, sex hvitir hestar, sem syndust næstum bláir i árbjarmanum, voru leiddir fram á harðastökki, af sveinum, rauðir pelldúkar hófust upp af hringuðum mökkunum, rauður var vagninn, sem þeir drógu, og inni i honum skein gullið með höfugum ljóma á ósnortnum brjóstum og grannvöxnum handleggjum hirðstjóradætranna. Sex þjónustumeyjar riðu á eftir, með kornbjart hár og oddmjóa fætur, sem iðuðu undir kyrtilföldunum, sex veiðimenn léku lög, sem virtust danza og skoppa Ut Ur opum bjUghornanna, linur sléttunnar dönsuðu lika og runnu hver fram hjá annarri i vinlitri móðu, en skýin uppi yfir báru ljómandi falda, eins og fiðrildavængi. Menn skipuðu sér i hálfhring með fjaðurskUf við fjaðurskUf og öxl við öxl, kringum runna, sem fanginn var bundinn við. Áklæði hestanna blöktu i vindinum. Rauði liturinn dýpkaði i skugganum, þungur sem vonlaus þrá, og logaði i birtunni, léttur sem sigurfögnuður. UngfrUrnar teygðu mjUka hálsana sina Ut Ur vagninum, ng topphúfurnar þeirra gengu misfellulaust fram af skáhöllum öxlunum. "Renaud fannst þær vera svipaðar hegrum, og hann bjóst næstum við að heyra þær reka upp hvell hljóð, þegar lUðurhljómarnir féllu eins og steinar, sem kastað er langt i burtu, - og allt varð hljótt. En þegar hann sá þær betur, með þunnar, beinar varir og kynlega dreymandi augu, sem alltaf störðu á eitthvað óendanlega fjarlægt i kaldri hrifningu, og hvitar, makráðar hendur i skauti sér, og löngu fellingarnar i klæðum sinum, þá fannst honum þær vera dásamlega fagrar, eins og skrautlegustu dýrlingamyndir rétti Ut höndina og þuklaði kæruleysislega á þvi. Siðan gerði hann mann til nágranna- hallarinnar, sem skaut tindóttum þökum upp Ur skóginum, og bauð hirðstjóranum og dætrum hans báðum að sækja sig heim eftir þrjá daga og sjá nokkra fálka fljUga, þegar þau með návist sinni hefðu aukið á hátiðarbraginn yfir refsingu fálkaþjófs, sem gripinn hefði verið - og hann bað þau að koma fyrir dögun. Augu Renauds höfðu vikkað Ut i myrkri dýflissunnar, þau voru svört og skinandi, og sjáöldrin drógust hægt og hægt saman og lýstust, þegar þau spegluðu skýjaslitrin á austurloftinu og Erum ávallt með mikiS úrval af allskonar ytri og innrl barnafatnaði, prjónafatnaSi, sokkabuxum o.fl. Ágúst Ármann h/f Sími 22100 NÝKOMIÐ Matrósa-kjólar buxnadragtir kápur á böm og unglinga Allt á konuna og barnið Laugavegi 44 Slmi 12980.. 24.TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.