Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 30
Mér fannst þetta nú allt hálf-
hlægilegt hjá mér, en engu að
síður var ég hreint ekkert ó-
ánægð með árangur rannsókna
minna: hefði Weber ekki skrif-
að bréfin, hlaut Kalinski að
hafa gert það. Nú hafði ég eng-
an áhuga á Weber lengur, því
að dauðir menn kjafta ekki frá.
Síðan hann dó, höfðu engin
nafnlaus bréf borizt, og það
hefði getað verið að marka,
enda þótt nokkurt hlé hefði
þegar verið orðið, nokkru fyrir
fráfall hans. Það var annars
einkenhilegt: tvö bréf næstum
samtímis; og síðan ekki söguna
meir. Það var eitthvað óh'kt
þeim hugmyndum, sem menn
gera sér um nafnlausa bréfrit-
ara. Enn eir)u sinni kom þarna
bending, sem kom ekki heim
og saman við allt hitt, og var
þessvegna svo eftirtektarvert.
Ég varð að finna ungfrú Kal-
inski, hvað sem það kostaði! í
heimsókn minni til hr. Wie-
brandt hafði mér dottið ágætt
í hug. Ef bara þessi þver-
haus hefði vitað, hve mjög hann
hafði greitt götu mína! Það var
sannarlegt hlátursefni!
Þegar ég fer að hugsa um
það, þá var þetta eitthvert ann-
ríkasta vorið mitt í mörg ár. Ég
iagði mig í líma við að öðlast
vináttu frú Reeder, því að ég
hélt þá, að hlédrægni hennar
væri ekkert annað en feimni,
og með tíð og tíma mundi þessi
viðkvæma, blómkennda mann-
vera láta undan. Ég geri mér
vel ljóst þetta aðdfáttarafl, sem
hún hafði á mig. En það var
hvorki yndisþokki hennar né
gneistandi fyndni, sem töfraði
mig svona, því að hvorttveggja
fól hún vandlega fyrir mér. í
návist minni var þessi hæfi-
leikakona annaðhvort þögul,
eða þá stamaði eins og skóla-
stelpa. Því altilegri sem ég var
við hana, því furðulegri varð
framkoma hennar. Ég hringdi
og bauð henni i tennis. Hún
notaði sintognun í handlegg sér
til afsökunar, og ég trúði henni.
Ég bauð henni í te. Hún sagðist
því miður verða að afþakka
það, því að hún væri með vont
kvef, en kvaðst skyldu hringja
til mín. En ég heyrði ekkert
frá henni og datt í hug, að
kannski væri hún gleymin.
Einu sinni hafði ég hugsað mér
Sð við færum út saman, þegar
maðurinn hennar var að heim-
an og Robert að vinna. Frú
Reeder tók fyrst boðinu, en
kom svo allt í einu dégi fyrr en
ákveðið hafði verið, með stóran
tlómvönd og sagði að sér þætti
það afskaplega leitt, en nokkuð
hefði komið, sem gerði það að
verkum, að hún ætti ekki heim-
angengt. Hún nefndi ekki
ástæðuna, en það gat nú verið
sama, því að í þetta sinn gerði
ég mér vel ljóst, að hún var að
Ijúga. Og nú voru augun í henni
ekki skyggð af neinum storm-
skýjum, heldur voru þau kristal
tær, en ekki hefði ég getað sagt,
hvort þau voru græn eða blá og
einkennilega svipinn, sem skein
út úr djúpi þeirra, hefði ég ekki
getað ráðið. Það var einhver
blanda af kvíða, stolti og þrá.
Ég starði bregnumin í þessa
glitrandi kristalla, og fann, að
hárið á hálsinum á mér tók að
rísa, af því að ég hafði sem
snöggvast séð inn í sál hennar.
Þegar ég áttaði mig á girndinni
og æsingnum þar, hefði ég getað
öskrað upp yfir mig, en þess i
stað brosti ég kurteislega, því
að siðareglur samkvæmislifs-
ins eru svo strangar, að hjartað
verður að vera harðlokað, enda
þótt úr því blæði. Svo stamaði
hún upp einhverjum fleiri af-
sökunum og flýtti sér síðan að
kveðja. Ég horfði á eftir henni
þegar hún hraðaði sér út gegn-
um garðinn í litlu silfurskónum
sínum. í síðbuxunum hennar
var einhver blikandi málm-
þráður, og ég fann engan il!-
vilja í hennar garð, en hugsaði
aðeins um það, hve allt á henni
væri silfurlitt: röddin, óvenju-
fallega hárið og þó enn óvenju-
legri hláturinn hennar. Já,
meira að segja léttleikinn í
þessum kattarhreyfingum henn
ar, og svo klæðaburðurinn, sem
iók enn á blekkinguna. Þvi að
blekking var það aðeins ytra
borðið var glaðlegt. Rétt undir
gallalausu hörundinu voru illa
gróin ör eftir hræðilega þján-
ingu, sem enn verkjaði í. Hún
var ránfugl í búri, og það var
dimmt og hræðilegt í særðri sál
hennar, rétt eins og í auðninni,
sem hún þráði.
Ég held að það hafi verið þá,
sem ég strikaði frú Reeder út
af skránni minni, en það kann
að hafa verið löngu seinna, því
að nú er orðið svo langt um
Jiðið. Eitt man ég þó fullgreini-
lega og það er, hvernig ég gafst
ekki upp en gerði rrtér vonir um
vináttu hennar, miklu Iengur
en sómatilfinnig mín hefði leyft
mér, ef öðruvísi hefði staðið á.
Þegar hún hafði gert mér
þessi vonbrigði, fór ég að velta
því fyrir mér, hvað ég ætti þá
að gera við daginn. Mér datt
ekkert gott í hug, svo að ég reif
út úr öllum skápum, fleygði
öllu, sem ég þurfti ekki við, í
ruslakörfurnar, og þegar þær
voru orðnar barmafullar, setti
ég hit.t í hrúgu, sem fór sí-
stækkandi. Svo fór ég upp á
háaloft, opnaði kistur og kassa,
fann aftur gömul ástarbréf og
gleymda minjagripi, og leyfði
sjálfri mér að líða inn í
drapmalandið. Ég dró upp
gamla spiladós, sem var þarna
rykfallin og óhirt. Það drundi
og urgaði í maganum á • henni
og svo gusaði hún út úr sér
brúðarmarsi Mendelsohns með
mjóum trllutónum, stundum
ofsahratt en á milli stanzaði
hún og fór af stað aflur, en svo
þagnaði hún allt i einu fyrir
fullt og allt. Einhver draugaleg
þögn ríkti þarna uppi undir
ioftbitunum og köngulóavef-
irnir bærðust ofurlítið fyrir
súgnum. Það var þá, sem ég
kom auga á böggulinn, sem var
hálffalinn undir gömlu skóla-
bókunum mínum, og þegar ég
tók hann upp, ætlaði rykið al-
veg að kæfa mig. Ég hnerraði
Það var heil eilífð síðan ég
hafði tekin hann upp og vegið
hann í hendi mér síðast. Hann
var álíka þungur nú og þá,
þungur sem blý — nei, gull. Ég
reif tuskuna utan af honum og
strauk vandlega rykið af gljá-
andi fletinum á veskinu. Spila-
dósin. sem ég hafði sett upp á
kistu. gaf frá sér einn háan
skræk og siðan varð þögn.
Hann hafði líka verið að vega
það i hendi sér, hugsi, og svo
samþykkt þessa gráthlægilegu
á'etrun, því að sjálfsþekking
I húmi nœturinnar
30 VIKAN 24. TBL.