Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 18
Þessi fjörutiu og sjö ára gamli, myndarlegi og bláeygði maður með mjúku baritonröddina, sem talar amerisku' með' þýskurn áherslum, tekur þann fjandskap ekki nærri sér. Kissinger hlýtur ærna aðdáun fyrir skarpskyggni sina og skipu- lagsgáfur, en oft reka menn sig á ýmislegt i fari hans, sem kallað er tevtónskt. Hann þykir stundum ofurnákvæmur og strangur. En hann á fleiri hliðar, þar á meðal ýmsar, sem ekki hefðu verið taldar passa við venjulegt „kraut” frá Þýskalandi. Það hefur nefnilega komið i ljós, að i fristundum er piparsveinninn Kissinger skemmtilegur samkvæmismaður og hrifandi kavaléri. Hann hefur svo oft sést i félagsskap ungra kvenna úr þeim hópi, sem virðulegastur þykir i Washington, að farið er að kalla hann ..Casanova Hvita hússins.” Meira að segja hefur verið fullýrt, að hann sé mikill áhlaupamaður i kvennamálum. Einu sinni kvartaði hann við siðameistara forsetans: „Það bregst aldrei að i samsætum fái ég sljóa áttræða kerlingu á aðra hönd en einhvern kvenmann mállausan á ensku á hina.” Siðameistarinn lofaði bót og betrun, og stóð við það. t einu miðdegissamsætinu þar i húsi fékk Kissinger skömmu siðar þá frægu atvinnublondinu Zsa Zsa Gabor sem borðdömu. Fara ekki sögur af öðru en Kissinger forsetaráðunautur hafi verið harðánægður með þá úthlutun, enda þótt Zsa Zsa tæki hann að visu fyrir Kiesinger, fyrrverandi rikiskanslara Vestur- Þýskalands, og kallaði uppyfir sig undrandi: „En hvað hann getur talað góða ensku!” En skrafskjóður höfuðborgar Bandarikjanna fengu fyrst byr undir báða vængi þegar Henrv lét sjá sig i næturklúbbi einum með stúdinu að nafni Nancy Mc Ginnis, af forrikri fjöldkyldu. „Hann kvænist áreiðanlega bráðum,” var sagt. Litlu siðar sást Kissinger opinberlega með blaðakonunni Gloriu Steinem. Ekki stóð þá á orðrómi þess efnis, að samband þeirra væri allnáið. Kissinger lét ekki staðar numið, ljómandi eins og sólin lét har.n ljósmynda sig með filmsmástirn- inu Jill St. John. Gróusögurnar náðu fjöllunum hærra, og blaða- fulltrúi Hvita hússins vakti at- hygli Kissingers á þeim, ekki laus við áhyggjur. Kissinger svaraði hvatskeytlega: „Ef ég væri á eftir karlmönnum, gæti ég skilið að yður stæði ekki á sama.” ng „Hénry the Kiss”, eins og hann er gjarnan kallaður. fer sinu fram, hvað sem hver segir. Hann sést stöðugt i fylgd með ungum og fallegum stúlkum, og alltaf nýjum og nýjum. Blaðurekjóðurnar segja að hann velji sér kvenfólk eftir tækifærum, likt og aðrir karlmenn velja föt. Á frumsýningu á Guðföðurnum með Marlon Brando i aðalhlutverki mætti hann þannig með Ali McGraw, sem fræg er úr Love Story. Samantha Eggar, fræg og fögur Hollywooddis, fer oft með forsetaráðunautnum i helgar- ferðir. Fullyrt er i Washington að hann hafi einnig hæfilegt kvenfólk að gripa til, þegar veðrið er svo vont að ekki er hægt að fara neitt. En vitaskuld lætur Kissinger einkalif sitt aldrei ganga fyrir stjórnmálunum. Undanfarna þrjátiu mánuði hefur hann sjö sinnum rætt leynilegaVið norður- vietnamska framámanninn Le Duc Tho i Paris. Ennfremur fimm sinnum við Xuan Thuy, formann norður-vietnömsku samnlnganefndarinnar þar i borg. Og allir vita að þaö var Kissinger, sem undirbjó jarð- veginn fyrir Nixon i Peking. Og sennilega hefur hann farið i svipuðum erindagerðum til Moskvu, hvort sem það verður nú til nokkurs. A unglingsárunum i Furth reyndist Adolf Heinz Kissinger eistaklega lipur knattspyrnu- maður. Henry Kissinger er engu siðri sem iþróttamaður hvort heldur er i stjórn- eða kvennamálum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.