Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 5
um, okkur dreymir þá mjög oft. Hvað merkir það? Hvaða merki eiga vel við nautið og krabb- ann? Hvað lestu úr skriftunum? Vertu svo blessaður í von um að bréfið verði birt. Tvær í draumavímu. Þetta að ykkur dreymir þá bend- ir varla til annars en þið séuð með þá á heiianum. Jómfrúin og steingeitin eiga prýðilega við nautið, og sama má raunar segja um krabbann og fiskana. Vogin og bogmaður- inn geta líka komið til greina. Beztu merkin fyrir krabbann eru tvíburarnir, vatnsberinn og fisk- arnir, þar næst nautið, jómfrúin, vogin, sporðdrekinn og jafnvel bogmaðurinn. Úr þessum „skriftum" er ekkert lesandi. Eftir hvern? Ágæti Póstur! í byrjun viljum við þakka Vik- unni fyrir allt gamalt og gott efni, og einnig það afleita. Við spyrjum eins og margir aðrir um stjörnumerkin. Hvernig eiga Mærin og Vogin saman og Hrúturinn og Mærin. Svo langar okkur líka að spyrja um kvæði. Eftir hvern og úr hvaða kvæðasafni? Við komum þessu nefnilega ekki fyrir okk- ur. Látum' reynist létt um vik, leiðin kunn í göngum. Afturgengin augnablik að mér sækja löngum. Stundin týnist ein og ein, eftirsjónin lifir. Vaka, vaka manna mein, myrkrið færist yfir. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Og að lokum, hvað lestu úr skriftinni? Rekan og járnkarlinn. Jómfrúin og Vogin eiga ágæt- lega saman. Hrúturinn og Jóm- frúin eiga hins vegar frekar erf- itt með að umbera hvort annað og gera það sjaldan nema brýna nauðsyn beri til. En þá geta þau líka orðið hvort öðru að miklu liði. Vísurnar þær arna kannast Póst- urinn ekki við í fljótu bragði, en ef einhver lesenda er fróðari, vonum við að hann verði svo góður að senda okkur upplýs- ingar um höfund þeirra og í hvaða bók eða kvæðasafni þær birtust. Þessar rithandir eru næsta líkar, vitna báðar um dugnað og bjart- sýni. Var voða almennilegur Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður og mig langar til þess núna. Það var þannig að ég var með strák um páskana, hann var voða almennilegur við mig, en hann talaði aldrei neitt mikið við mig (þetta skeði úti á landi), svo þegar ég eða við vorum komin heim, þá bauð hann mér og vinkonu minni að verða sam- ferða heim og svo hringdi hann i mig á hverju kvöldi í tvær vikur. Svo hitti ég hann aftur á þessum stað sem ég hitti hann fyrst. Þá talaði hann ekkert við mig og hefur alveg hætt að hringja. Kæri Póstur, ég vona að þú get- ir gefið mér ráð og að bréfið lendi ekki [ ruslakörfunni. Hvað iestu úr skriftinni? Með fyrirfram þökk. Ein í vanda. Kannski hefurðu, án þess kann- ski að meina það, verið eitthvað afundin við hann í símanum þessar tvær vikur, sem hann hringdi í þig upp á hvert kvöld, svo að hann hefur fengið þá hugmynd að þú kærðir þig ekk- ert um hann. En kannski hefur hann einfaldlega misst áhugann á þér, þótt mikill væri á tíma- biii. Bezta ráðið til að ganga úr skugga um það er að tala við hann sjálf og gefa honum til kynrta að þú hafir áhuga. Það eru þá ekki hundrað í hættunni þótt hann snúi upp á sig. Skriftin bendir til að þú mættir venja þig á meiri reglusemi í vinnubrögðum. Explorer international Ötrúlegt en satt. Explorer býður upp á allt þetta. LV/MV 6 bylgjur Einstaklega langdrægt enda gert fyrir hin erfiðu hlustunarskil- yrði í Noregi. Kristaltær FM bylgja. v'1 •, :Ö-: / ,-V • I \ FM oo / . / Stuttbylgju fínstilling (Lupa) sogar inn hinar fjarlægustu stöðvar á stuttbylgjunni. Tækið er hægt að nota sem miðunarstöð. Kvarðaljós. Úttök fyrir: Segulband, plötuspilara, heyrnartæki, auka hátal- ara og straumbreyti. Árs ábyrgð. Bátabylgja 180-59 m Fyrir DX:ing og fjarskipti bif- reiða 60—10 m EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10A, sími 16995 24, TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.