Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 21

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 21
FRAMHALDSSAGA EFTIR CONSTANCE HEAVEN 4. HLUTI Natasja kom til að líta á son sinn, klædd ferðafötum, eins og ekkert hefði skeð. Og þó hafði ég séð hana í örmum Jeans kvöldið herbergi barnfóstrunnar. Hann barði að dyrum og þær voru strax opnaðar. Anfísa sat þar, en hún var ekki einsömul. Ókunn, 'svartklædd kona var þar, þrekvaxin með svart sjal yfir gráu hárinu. Það var eitt- hvað ógnvekjandi við náfölt og stórskorið andlit hennar. Jean sagði eitthvað á rúss- nesku og ókunna konan svar- aði með orðaflaumi. Anfísa tók líka fram í. Þau voru öll há- áður... vær og reiðileg, en svo tók Jean um axlir ókunnu konunn- ar og ýtti henni fram á gang- inn. Hún missti fótfestu og féll um koll, en stóð strax upp aft- ur. Svo sneri hún sér við og þusaði eitthvað, sem hljómaði sem blótsyrði og bölbænir, flýtti sér niður' stigann og hvarf eins og skuggi. Jean sneri sér að mér og sagði rólega á frönsku: —■ Það er engin hætta með Paul, mademoiselle. Meðvit- undarleysið stafar ekki af sjúk- dómi, heldur hafa kerlingarnar byrlað honum uppsuðu af hinni heilögu rót. Þér verðið að muna að Anfísa er aðeins einföld og hjátrúarfull bóndakona. Hún treystir ekki lyfjum sem lækn- irinn fyrirskipar, heldur sækir hún Babka og laumar henni inn í húsið. Babka er galdra- kerling úr þorpinu og hún hef- ur sagt Anfísu að illir andar hafi setzt að í Paul og það sé ekkert annað en uppsuða frá hinum heilaga lækni. sem geti læknað hann. En við skulum fara til drengsins, við verðum að vekja hann, drykkurinn er ekki hættulegur, en hann hef- ur sömu áhrif og svefnlyf. Án þess að virða Anfísu við- lits fylgdi hann mér til herberg- is Pauls. Mér líkar ekki við Jean Renard, en þessa nótt var hann einstaklega hjálplegur, það mátti hann eiga. Hann hjálpaði mér með drenginn og þegar hann var loksins sofn- aður eðlilegum svefni, sótti hann te og brauð og við drukk- um það saman. — Það er svei mér heppilegt að greifafrúin er ekki heima, hún hefði látið húðstrýkja Anfísu, sagði hann og ég hugsaði með mér að þetta væri það viðhorf sem hann vildi vera láta. Hann lét sem hann vissi ekki um atburðinn í svefnherbergi hans. Frá hans sjónarmiði hafði ég aldrei séð Natösju nakta í örmum hans. Daginn eftir kom Arnoud læknir. Hann skoðaði Paul og sagði að hann væri úr allri hættu. Að skipan læknisins gaf ég honum létta máltíð og ég var rétt búin að narra hann til að drekka einn bolla af kjöt- seyði, þegar Natasja kom inn í herbergið, klædd ferðafötum. Paul ljómaði í framan, þegar hann sá móður sína. — Ó, mamma, komstu heim mín vegna? —■ Auiðvitað, ástin. Ég hef verið á ferðinni í alla nótt, var rétt að koma. Ég starði á hana, furðu lost- in. Hafði þetta allt verið draum- ur? Gat mér hafa skjátlazt? Ég vissi það ekki. Ég var svo þreytt að ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Þegar Natasja fór aftur út úr herberginu bað hún mig að tala við sig. Ég fylgdi henni inn í skólastofuna. Hún var mjög taugaóstyrk að sjá og spennti greipar í sífellu. —• Ég ætla aðeins að þakka yður fyrir það sem þér gerðuð fyrir Paul í nótt. Jean sagði mér að þér hefðuð verið alveg stórkostleg. Ég heyrði líka að einhver hefði eyðilagt fallega kjólinn yðar . . . mig langar til að bæta yður það. Ég ætla að biðja saumakonuna mína í Pét- ursborg að senda nokkra kjóla hingað, svo þér getið valið sjálf Var þetta tilraun til að múta mér? Ég hafði ekki sagt nein- um frá atvikinu með kjólinn minn. .. Takk, madame. en þess gerist ekki þörf, sagði ég. Hún leit snögglega á mig. Svo hélt hún áfram í öðrum tón. Það var líka nokkuð ann- að. Þar sem þér eruð svo langt frá heimili yðar, þá er ekki nema von að ég og greifinn höfum ábyrgðartilfinningu gagnvart 'yður. Okkur hefur komið saman um að vara yður við mági mínum, bróður manns- ins míns. — Ég skil yður ekki. Jú, ég held þér gerið það. Það er ekki gott að treysta An- drei Leontovitch, sérstaklega ekki þegar konur eiga í hlut. Gat það verið að hún væri afbrýðisöm? Út í mig? Ég fann einhvern sting af gleði. —- En madame, Andrei greifi hefur aldrei sýnt mér annað en venjulega háttvísi, sagði ég. — O, verið þér ekki að þessu. Ég hef séð ykkur saman. Þið hvíslið hvort að öðru. þið eig- ið einhver leyndarmál saman. Hérna um daginn á enginu ... Hún greip um úlnlið minn. —■ Hvað voruð þið að tala um? Hvað sagði hann? Ég verð að fá að vita það. Ég varð reið og sleit mig lausa. — Þér hafið engan rétt til að tala þannig við mig, sagði ég. — Ég er sjálfráð hvað ég geri á frídögum mínum. — Viljið þér lofa því að hitta hann ekki framar? —- Nei, — Nei. Við stóðum andspænis hvor annarri og horfðumst reiðilega í augu og án nokkurs fyrirvara lyfti hún höndinni og sló mig sitt undir hvorn. Ég hörfaði eitt skref aftur á bak, titrandi af reiði og hvíslaði: — Þetta hefðuð þér ekki átt að gera. •— Heimskingi, haldið þér að þér getið haldið honum? Það var háðssvipur á fagra andlit- inu. — Hann mun nota yður og fleygja yður svo frá sér, eins og hann hefur gert við svo margar aðrar. Þá getur ver- ið að þér skiljið hvernig það er að vera svo óhamingjusöm að þér gerið kannski eitthvað sem þér iðrist sáran eftir. Hún skundaði út úr stofunni. Var hún að hugsa um það sem skeð hafði um nóttina? Hafði þrá hennar eftir Andrei rekið hana í arma Jeans? í fyrsta sinn síðan ég kynntist henni, kenndi eg í brjósti um hana. Þrátt fyrir framkomu hennar við mig. Það gat verið eitthvað skylt með okkur. Við elskuð- um sama manninn . . . f ágústlok fóru allir að tala um markaðinn. Hann er nú ekki eins stór- kostlegur og markaðurinn í Novgorod, sagði Marya, sem hafði komið yfir til okkar, — en þangað fara allir úr grennd- n 24. TBL. VIKAN 2T

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.