Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 11

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 11
Á sölutorgi í Róm. Ítölum finnst fuglar eins og þrestir, lævirkjar og finkur einstakur herramannsmatur. Fugl, veiddur I gildru svipaða þeim, sem lagðar eru fyrir rottur. hvort dauðir til matar eða þá lifandi til að hafa í búrum, allt eftir hvað borgar sig betur. Við heitum á alla að styðja okkur gegn þessari fjöldaveiði. Sér- staklega væntum við okkur stuðnings frá löndum, þar sem fuglalifið er í hættu vegna veið- innar.“ Danskir fuglafræðingar álíta að tíundi hluti fuglanna, sem veiddir eru á leiðinni til vetr- arsvæðanna, komi frá Dan- mörku. Ekki er ólíklegt að hlutfallið sé svipað hvað önn- ur Norðurlönd snertir. Hvernig í ósköpunum getur það staðist, að fjöldamorð sem þessi fái að viðgangast ár eftir ár? Jú, viðhorf manna og erfða- venjur í þessum efnum í lönd- um eins og Belgíu, Frakklandi og ítaliu eru allt önnur en okk- ar. Þeim finnst ekkert svívirði- legra að veiða starra eða þröst en okkur finnst til dæmis að skjóta hreindýr og rjúpur. Þeir blygðast sín jafnvel ekki fyrir að auglýsa þennan veiðiskap. í auglýsingabækling frá Verona- héraði á Ítalíu er sænskum og dönskum túristum vinsamlega bent á, að þar í sveit geti þeir veitt sömu fuglana og skemmta þeim með söng heima fyrir. Bæklingur þessi vakti gífur- lega reiði danskra fuglavina og undirrituðu þrjú þúsund og fimm hundruð þeirra mótmæla- skjal. Mótmæli utan frá er hið eina, sem knúð getur stjórnir fugla- veiðilandanna til að breyta um stefnu í þessum efnum. Fyrir rokkrum árum bannaði belg- íska stjórnin fuglamorðingjun- um að selja veiði sína opinber- lega á torgum. Fuglaveiðararn- ir mótmæltu af mikilli heift og brenndu brúðu, sem gerð hafði verið í mynd formanns kon- unglegu stofnunarinnar um náttúruvísindi í Belgíu. Hann heitir E. Kasteloot og er ein- lægur og ótrauður í baráttunni gegn fjöldamorðunum á far- íuglunum. Það nær engri átt að menn verndi fugla í einu land- inu en geri sitt bezta til að út- í'ýma þeim í öðru, álítur hann. Og mótmælin utan frá eru farin að hafa sín áhrif. E. Kasteloot lét alþjóðlega fuglaverndarráðið nýlega vita að í desember síðastliðnum hefði belgíska stjórnin bannað fuglaveiðurunum að nota fleiri en eitt net hverjum og veiði á nokkrum sjaldgæfum fuglateg- undum var algerlega bonnuð. Ennþá er þó leyft að veiða smáfugla í Belgíu. Hver Belgíu- maður sem er getur keypt sér leyfi til þess fyrir þrjú hundruð og fimmtán belgíska franka. Það mundi samsvara um sex hundruð og þrjátíu íslenzkum krónum. Framhald. á bls. 44. 24. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.