Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 44

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 44
COPPERTONE er langvinsælasti sólaráburðurinn í Bandaríkjunum. Vísindalegar lannsóknir framkvæmdar af hlutlausum aðila, sýna að Copper- tone sólaráburður gerir húðina á eðlilegan hátt brúnni og fallegri á skemmri tíma en nokkur annar sólaráburður sem völ er á. Heildverzlunin Ýmir Haraldur Árnason Sími 14191. heildverzlun, sími 15583. JOHNLENNON Framhald af bls. 33. mikið þeirra plata og að þess- ari plötu sé alls ekki ætlað að fylgja „Imagine" eftir. Um sama leyti á að koma út tveggja laga plata með þeim hjónum, og eru bæði lögin á þeirri plötu eftir John & Yoko í sameiningu. Lögin á þeirri plötu heita „Wo- man Is Nigger To The World“ og er sá titill tekinn úr viðtali við Yoko í Nova Magazine árið 1969, og „Sister Oh Sister“. Á stúdíóplötu þessa double albums eru þessi tvö lög auk þess „Attica Prison“, sem er samið og sungið af John & Yoko, „Born in a Prison", sam- ið og sungið af Yoko, New York City“, samið og sungið af John, „Sunday Bloody Sunday", sam- ið og sungið af John & Yoko, „Luck of the Irish“, einnig sam- ið og sungið af John & Yoko, „John Sinclair“, sungið og sam- ið af John, „Angela" (væntan- lega Davis) sungið og samið af John & Yoko og „We’re All Water“, sem samið er og sungið af Yoko. Þessir titlar ættu að gefa manni sæmilega hugmynd um innihald textanna. Umslagið verður eins og for- síða dagblaðs. Greinarnar verða textarnir, fyrirsagnir titlar og einnig verða myndir á þessari „forsíðu“, sem höfða til text- anna á einhvern hátt. En dálítið leiðinlegt er, að þetta umslag skuli koma á eft- ir „Thick As a Brick“ Jethro Tull’s — sem er sérdeilis skemmtileg plata. ☆ QUINLESSENCE Framhald af bls. 33. Melody Maker, að greinilegt hefði verið af andrúmsloftinu í kirkjunni, að fólk hefði komið vegna þess að það vildi taka þátt í þessari sérstæðu reynslu: „Þetta var nær guðþjónustu en hljómleikum," sagði MM, „en um leið mjög langt frá hinni or- þódoxísku hugmynd manna um bænahald". Verða „hljómleikarnir“ síð- an sýndir í BBC2 á næstunni og vonandi gefst okkur hér á fs- landi einhverntíma kostur til að sjá þetta í íslenzka sjónvarpinu. Nema jú að einhver klerkur í Reykjavík — eða útá lands- byggðinni — láni Náttúru kirkju sína til samskonar tón- flutnings og sjónvarpið mæti. í því sambandi sakar ekki að minnast á Lankholtskirkju — eða kirkju Óháða safnaðarins, þar sem ætti að vera hægt að slá tvær flugur í sama höggi. Önnur myndin sýnir Raja Ram, flautuleikara og aðal- sprautuna í Quintessence og hin mannfjöldann í kirkjunni. ☆ HUNDRAÐ MILLJONIR Framhald af bls. 11. í Belgíu eru tvær tegundir fuglaveiðara, þeir sem stunda það í atvinnu- og gróðaskyni og þeir sem eru að þessu eink- um að gamni sínu. Þegar bann- að var að veiða fugla eins og starra og þresti til að hafa í búri magnaðist fuglasmygl um allan helming. Nú er fuglunum smyglað yfir til Hollands. í Hollandi er bannað að veiða fugla, en þar er ekki heldur í gildi neitt bann við útflutningi á fuglum. Frá Hollandi er því hægt að senda fuglana áfram til heildsala í Vestur-Þýzkalandi. Einn slíkur fuglaheildsali í Aa- chen kaupir hvert ár inn tíu þúsund söngfugla mestanpart karldýr. Hann selur þá siðan í búr. Sem slíkir komast kannski sumir þeirra meira að ségja til Norðurlanda. Enskur ljósmyndari, Tom Heyn, sem tekið hafði myndir af belgískum fuglaveiðurum við athafnir þeirra, segir svo frá: — Ég kom inn á litla, skítuga krá við landamæri Hollands, og þar sá ég mann dýfa höfðinu á nokkrum grænfinkum niður í glas af gini. Þegar ég spurði hann hvað þetta ætti að þýða svaraði hann því til, að þetta 44 VIKAN 24.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.