Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 37

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 37
— Þú fer& alltaf norður árlega? — Já, ég er alltaf fyrir norðan á sumrin. Þetta er náttúrlega eins og hver önnur vitleysa að vera að streða við það. En mér finnst ég þurfa þess. Og mér finnst ein- hvernveginn aö ég ætti hvergi höfði minu að halla fyrir norðan, ef ég seldi húsiö, þött ég vildi nú fara og vera svona á milli fólks. — Er von á bók eftir þig i haust? — Já. Það er þriðja bók i flokki, sem heitir Utan frá sjó. Og ég . imynda mér að sú fjórða komi. Hún er svo löng, sem ég er með núna, að ég held aö hún komist ekki i eina bók. — Þú varst bóndakona i mörg ár. Þótti þér gaman aö bústanginu? — Já.égbjói tuttugu og sex ár. Ojá, mér þótti það gaman, ég hafði ósköp gaman af skepnunum. Þó þetta væri hálf- gerður böslubúskapur, ósköp fáar skepnur. Þangað til seinast, þá var orðiö nokkuð margt. En þá var maðurinn minn oröinn dauö- uppgefinn á þessu og vildi fara að hætta. Að siðustu, sagði Guðrún, — vil égþakka öllum, sem skrifað hafa vei um bækurnar minar. Kristmann Guömundsson hefur skrifað langbesta ritdóminn, sem ég hef fengiö. Þorsteinn M. Jónsson hefur lika skrifaö alveg prýðilega. Ég bið ósköp vel að heilsa þeim og þakka þeim fyrir. Og raunar öllum, sem lagt hafa mér til gott orð, þeir eru ósköp fáir, sem talað hafa eða skrifað illa um bækurnar minar, að minnsta kosti opinberlega. dþ. FÁLKINN Framhald. af bls. 13. ruddafugla, sem i einu höfðu skapferli krákunnar og stóreflis klær og sterkt nef og aldrei var hægt að kenna að eta við riddaraborð.Fyrst voru sett fyrir þá úttroðin gervidýr, svipuð bráðinni, sem átti að veiða, með lostætum bita innan i, siðan voru þeir látnir æfa sig á limlestum kvikindum, sem þeir gátu undir eins hremt með klónni og slitið i sundur i hálfvöktum tryllingi, og svo var bráðin smátt og smátt gerð erfiðari viðfangs þangað til að þeir lærðu aftur að njóta veiðigleðinnar. Gömlu, villtu eðlishvatirnar vöknuðu til fulls aftur, en þó svo tamdar og fágaðar, að þeir slepptu rólegir deyjandi ■ bráðinni, þegar þeir höfðu drukkið teig af blóði, og átu aðeins af skrautlegu diskunum sinum, kurteislega og græðgilaust, eins og riddara- fuglum sæmdi. Og augu þeirra urðu makindaleg og mikillát, og blærinn á þeim fór eftir dagsbirtunni, þau voru svört, þegar hettunni var lyft upp, lýstust, þangað til þau urðu sem bráðið g,ull, þegar þeir hófust á loft i sólskininu, og sindruðu gneistum, þegar bráðin rak upp helveinið. Þeir hölluðust bliðlega upp að veðurbitinni hendinni á Renaud, en enginn þeirra var sem islenzki fálkinn með þreytu- blandna, konunglega fyrirlitningu i augnaráöinu, og honum leiddist allir hinir, hann klemdi nefið hörkulega saman, þegar þeir vildu leika sér, kastaði þeim vægðarlaust til hliðar og likti eftir gargi gleðunnar, svo að þeir skulfu af ótta, og hvarf siðan á burt úr fálkagarðinum með blótsyrði gæzlumannanna aö baki sér oj> hina viðlendu, brúnu heiði fram undan. Herra Enguerrand reið á veiðar á degi hverjum og bar þá oftast rauöa, gullsaumaða hanzkann, þvi að hið bjöllu- hljómandi flug islenzka fálkans gat eitt vakið sönginn i sál hans og fengið hann til aö anda að sér napra, létta morgunloftinu meö gleði, eins og það væri hressandi vin. Einn daginn haföi fálkinn varpað helsærðum hegra niður i fpn á bak við skógarrunna: Þar fann veiöimaðurinn hegrann og sneri hann úr hálsliönum, en Pér lærið nýtt tungumál á 60 tímum! Llnguaphone lykillinn að nýjum heimi Tungumálandmfhcid á hljámplötum eða segulböndum: ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA, PORTUGALSKA. ITALSKA. DANSKA. SÆNSKA. NORSKA. FINNSKA. RÚSSNESKA. GRfSKA, JAPANSKA o. fl. Verð aðeins hr. 4.500- AFBORGUNARSKILMMAR Hljóðfœrahús Reyhjauihur Laugauegi 96 simi-. I 36 56 Látið blómin bera stúdentunum kveðju yðar. Blómin veita birtu og yl á heimilinu. 24. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.