Vikan


Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 15.06.1972, Blaðsíða 32
Sannleikurinn er sá, að ég veit fjandakornið ekkert um the Dubliners nema það, að þeir eru í algjörum sérflokki hvað snertir flutning og túlk- un þjóðlaga. Heldur lítið hef- ur heyrzt í þeim hér á landi. nema þá helzt á þjóðlagakvöld- um hjá Vikivaka og plötur þeirra eru svo sjaldséðar hér, að þá þær koma, eru nokkrir fanatíkerar þegar búnir að rífa þær út. Áhugafólki er þó bent á, að í Fálkanum, helzt á Lauga- veginum, fást alltaf öðru hvoru plötur þeirra, en rétt er að nota þetta tækifæri og hvetja hljómplötusala til að standa sig betur í því að flytja inn þjóð- lagaplötur. Til að mynda hefur aldrei (mér vitanlega) fengist hér plata með Pete Seeger. The Dubliners eru fimm og eins og nafnið bendir til, þá er heimaborg þeirra Dublin á írlandi. Þeir eru sífellt á ferða- lögum um allan heim, og ætti því að vera hægur vandi fyrir framtakssama kaupsýslumenn að fá þá til að koma hér við, þó ekki væri nema á einn konsert. The Dubliners heita Luke Kelly, Ronnie Drew, John Sheahan, Barney McKenna og Ciaron Bourke. Og svo vitnað sé til ákalla nýstofnaðs Ásatrú- arsöfnuðar hér á landi, þá skul- um við vona að Óðinn gefi, að einhverntíma í nánustu fram- tíð verði þessi heiðursmenn vel- komnir á íslandi. Þangað til verðum við að láta okkur nægja plötur þeirra. Af þeim verður enginn svikinn. GINGER BAKER SALTAÐUR Ginger Baker, fyrrum tromm- ■ ari Cream, Blind Faith og Air- force, hefur stofnað nýja hljóm- sveit sem hann kallar SALT, og eru þeir að hefja æfingar í Lagos í Nígeríu um þessar mundir. Baker hefur að undan- förnu haft mikinn áhuga á af- rikanskri tónlist og hefur hann dvalið töluvert í Nígeríu; m.a. kom út plata með honum og afrískönskum trumbukór, hét sú plata Atunde og vakti hrifn- ingu þeirra flestra er til heyrðu. Meðlimir SALT eru Tunde Kuboye (bassi), Laolu Akins (afrískanskar trumbur) og bræðurnir Taiwo og Yehine Lijadu sem syngja og eru þess- ii fjórir allir innfæddir Níger- íumenn. Auk þeirra eru í hljómsveitinni Berkeley Jon- es (gítar), Steve Gregory (ten- ór sax og flauta), Bud Beadle (baritón- og alt-saxófónn og Framhald á bls. 35. 32 VIKAN 24. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.