Vikan


Vikan - 06.07.1972, Síða 20

Vikan - 06.07.1972, Síða 20
FRAMHALDSSAGA EFTIR CONSTANCE HEAVEN 7. HLUTI Natasja horfin! Við leituðum að henni og mér varð Ijóst að þetta væri endirinn á rússneska ævintýrinu mínu. Andrei... hugsaði ég í örvæntingu minni... Við sáum öll að Dmitri féll við skotið og stóðum eins og við værum frosin við jörð- ina, vorum eins og óljósar draummyndir. En svo skeði margt samtímis. Læknirinn stökk af baki og hljóp til mannsins, sem lá hreyfingar- laus. Simon stakk hnífnum sín um tvisvar í skrokk úlfsins. Æ fleiri reiðmenn komu þeysandi inn í rjóðrið og þar á meðal Jean. — Hver skaut? Einn sagði upphátt það sem allir hinir hugsuðu og margir fylgdu hon- um, þegar hann flýtti sér fót- gangandi inn í skóginn. Læknirinn sneri Dmitri var- lega við. Það blæddi mikið úr honum. Jean stóð við hlið lækn- isins og svipur hans var óræð- ur. Hitt fólkið stóð grafkyrrt í þögulli bið. Þá komu þau Na- tasja og Andrei þeysandi inn í rjóðrið. - Við komum of seint! Það var Andrei sem hrópaði upp yfir sig og rauf þögnina. — Hvað hefur komið fyrir? Hann stökk af baki og flýtti sér til bróður síns. Mér varð litið til Natösju. Hún hvorki hreyfði sig né tal- aði, sat teinrétt á hestinum og það var eins og hún hefði breytzt í líkneski. Andrei horfði á bróður sinn, en sneri svo reiðilega að Jean. — Svo þér hefur þá orðið að ósk þinni, skepnan þín. Það ert þú sem stendur á bak við þetta allt! — Ég? Jean var hneykslað- ur á svipinn, en í rödd hans kenndi varúðar. — Ertu geng- inn af göflunum? Einn veiðimannanna kom frá skóginum með byssu í hend- inni. Jean tók hana af honum. —• Það er nú samt byssan þín, sem drap hann, Andrei. Nafnið þitt er grafið á skeftið. Natasja sagði hátt: — An- drei hefur verið með mér all- an morguninn. Orð hennar skullu á þöglum hópnum og ég sá að Jean ætl- aði að fara að verja sig. En Mischa stal byssu An- dreis á Arachino, sagði ég. — Byssa Andreis greifa var í vopnabúrinu. — Og þú fékkst honum byss- una mína! Andrei ætlaði að ráð- ast á Jean, en læknirinn gekk á milli þeirra. — Sparið reiði ykkar þar til síðar, herrar mínir. Hann er ekki dáinn, en hann er í lífs- hættu. Við verðum að koma honum heim. Ég bið guð fyrir honum, það er kraftaverk ef við komum honum lifandi heim. En Dmitri var á lífi þegar við komum heim að stóra hús- inu. Læknirinn sneri sér að mér. Ég verð að ná kúlunni úr honum, viljið þér aðstoða mig, mademoiselle. — Þorið þér að gera það? Natasja sat hjá Dmitri alla nóttina og hélt í hönd hans. En að lokum gat læknirinn fengið hana til að taka sér hvíld og reyna að sofna. Ég átti erindi fram á ganginn og þá stóð hún og hallaði sér yfir stigahand- riðið, náföl og fjarræn, eins og andi. — Hann deyr, sagði hún lágt, — og það er mér að kenna. — Þannig megið þér ekki hugsa, sagði ég. — Andrei gerir það. Hann hatar mig. Ó, Guð minn, hvað á ég að gera! Hvað á ég að gera? Ég gekk til hennar og ætlaði að taka hana í faðm minn, ég fann til innilegrar meðaumk- unar. En hún ýtti mér frá sér. — Komið ekki nálægt mér, snertið mig ekki. Ég veit hvað þér hugsið. Þér eruð ánægð, því að nú fáið þér það sem yð- ur hefur dreymt um. Andrei kemur til yðar, til að leita huggunar. En varið yður, svo þér standið ekki uppi með brostið hjarta einhvern daginn! Hún sneri sér við og gekk til herbergis síns. En þá sá ég að Jean kom upp stigann, lædd- ist eins og köttur. Hann gekk eftir ganginum, stanzaði aðeins fyrir framan dyrnar hennar, opnaði þær síðan og gekk inn. í morgunsárið skeði krafta- verkið, sem við höfðum aldrei þorað að vonast eftir. Grár fölvinn vék af ásjónu Dmitris, hann opnaði augun. Það var ljóst að hann sá okkur ekki strax, en augun voru full af lífi. Hann þreifaði eftir sæng- inni og greip svo hönd mína. Læknirinn ljómaði af stolti en líka af innilegri gleði. því að hann hafði mikið dálæti á Dmitri. — Hættan er liðin hjá. ma- demoiselle, sagði hann. — Hon- um batnar. Farið og sækið greifafrúna, svo skulum við fá okkur kaffi. Við höfum sannar- lega unnið fyrir því. En Natasja var ekki í her- berginu sínu og Ivan sagði að hún hefði látið söðla Suleiman fyrir nokkrum mínútum og far- ið ein í reiðtúr. Ég gat skilið að hún vildi vera ein og velti því fyrir mér hvað hefði skeð í herbergi hennar rétt fyrir dagmál. Ég bað Ivan að senda boð til Ryvlach, svo þau gætu fengið þessar góðu fréttir strax. Svo drakk ég kaffið, þvoði mér, skipti um föt og fór inn til Pauls. Andrei kom um ellefuleytið. Stígvélin hans voru leirug og hann var með snjó í hárinu. Hann tók þrjú þrep í skrefi upp stigann og tók mig í faðm sér og kyssti mig að öllu heim- ilisfólkinu ásjáandi. Það var snjóbragð af vörum hans. — En dásamlegar fréttir! hrópaði hann upp yfir sig. — Marya biður að heilsa, hún kemur svo fljótt sem hún kemst frá Veru frænku. Þetta er allt yður að þakka . . . Það var auðvitað ekki satt, en nærvera hans færði mér heim vissuna um það að ég var honum einhvers virði og það var mér nóg þessa stundina. Við gengum saman inn í sjúkrastofuna. Dmitri brosti 20 VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.