Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 22
◄c
honum að móðir hans væri lát-
in. Hann átti heimtingu á að
vita það. Ég sagði honum að
hún hefði látizt af slysförum.
Að lokum gat ég komið hon-
um í rúmið og sat hjá honum
þangað til hann sofnaði. Um
níuleytið kom Andrei og kall
aði á mig fram á gang.
—■ Hvernig á ég að segja
Dmitri þetta?
— Bíddu þangað til hann er
orðinn svolítið hressari og
segðu honum svo að þetta hafi
verið slys.
Hann kinkaði kolli.
—• Jean er farinn, sagði hann
og svo bætti hann við:
— Hvers vegna hafið þér
ekki sagt mér að hún var
barnshafandi?
Spurningin kom mér alveg á
óvænt.
— Hvernig komust þér að
því?
— Læknirinn sagði mér það.
Hann heldur að Dmitri hafi
verið faðirinn og hann sagði að
ef Dmitri hafi ekki vitað um
það, þá sé bezt að segja honum
alls ekki frá því, það auki að-
eins við sorgina. En hvers
vegna sögðuð þér mér ekki frá
því?
—- Hverju hefði það . breytt?
Hefðuð þér þá komið til að hafa
hana á brott með yður og geng-
ið barni Jeans í föður stað?
Það er auðvelt að tala um þetta
eftirá.
—- Guð minn góður, hafið
þér enga meðaumkun? Skiljið
þér ekki neitt? Kom hún ekki
til yðar og bað um hjálp?
— Ég gerði það sem ég gat.
—■ Nema það eina sem hefði
dugað. Hvernig haldið þér að
mér líði? Hún gekk í dauðann
í þeirri trú að ég héldi að hún
gæti framið morð.
Þessi afstaða hans, eftir þenn-
an erfiða dag, gerði mig svo
fjúkandi vonda að ég gat ekki
einu sinni hugsað skýrt.
—■ Hvers vegna ásakið þér
mig fyrir yðar eigin vanrækslu?
Mér var ekki mikið um Na-
tösju gefið, en mér er nú far-
ið að skiljast hvernig henni
hefur liðið. Hvers vegna kom-
uð þér aftur hingað? Hvers
vegna létuð þér hana halda að
þér elskuðuð hana ennþá, að-
eins til að snúa við henni baki?
—- Það gerði ég ekki. Það
var öllu lokið frá minni hlið,
það gerði ég henni fullkomlega
ljóst.
Það voruð þér sem rákuð
hana í arma Jeans.
— Nei, það getur ekki verið
satt, ég hélt ég væri að reka
hana í faðm Dmitris.
Það var eins og við gætum
ekki setið á okkur, að við yrð-
um að særa hvort annað.
— Þér vorum um kyrrt til
að kvelja hana. er það ekki?
spurði ég. — Svo þurftuð þér
að hafa eitthvað yður til
skemmtunar og ég var svo
auðunnin og trúgjörn . . .
— Það var alls ekki þannig.
Ég ætlaði að segja yður sann-
leikann, en svo skeði svo margt
og ég fór í burtu, þótt mér væri
ljóst hve heimskulegt það var
• • ■ En það var eitthvað sem
rak mig.
— Ó, hve þér hljótið að hafa
skemmt yður vel, þér og þessir
drukknu vinir yðar, þegar ég
kom æðandi á eftir yður, eins
og ástsjúk unglingsstelpa. Þér
hélduð að ég myndi koma um
leið og þér réttuð út höndina.
-Ég var drukkinn þessa
nótt. Ég man ekki einu sinni
hvað ég sagði eða gerði. Ég
veit aðeins að ég var búinn að
berjast gegn þrá minni eftir
yður, í margar vikur, strita á
móti löngun minni til að flýta
mér til yðar og komast að því
hvernig þér . . .
En ég hlustaði varla á hann,
öll örvæntingin og sársaukinn
sem hrannast hafði upp í huga
mér síðustu daga, fékk nú út-
rás.
■— Haldið þér að nokkuð í
heiminum gæti fengið mig til
að hlusta á mann sem elskar
aðeins aðra konu? Hún er dá-
in núna, en hvaða máli skiptir
það? Hún mun alltaf standa á
milli okkar. Á veiðiferðinni
þurfti hún aðeins að líta á yð-
ur, þá yfirgáfuð þér mig, án
þess að líta um öxl . . . Ég gat
ekki haldið áfram, orðin köfn-
uðu í kokinu á mér.
— Ef þetta er álit yðar, þá
hef ég ekki meira að segja. Ég
hlýt að hafa verið brjálaður að
halda að ég gæti farið til yðar
og verið laus við fortíðina. Ég
hélt að þetta yrði allt öðruvísi.
Mér er nú Ijóst að maður verð-
ur sjálfur að bera sínar eigin
byrðar, ekki skella þeim á
aðra. Fyrirgefið að ég skuli
nokkurn tíma hafa dregið yð-
ur inn í þetta mál.
Mig langaði til að éta ofan
í mig hvert orð af því sem ég
hafði sagt, en það var of seint.
Ég gat ekki neitað því sem ég
var búin að segja og hann hafði
snúið sér frá mér. Stoltið var
eins og múrveggur á milli okk-
ar.
Hann beið ekki bo.ðanna,
hann hneigði sig hæversklega,
bauð góða nótt og gekk út úr
herberginu. Mig langaði til að
kalla á hann, en ég kom ekki
upp nokkru orði. Dyrnar lok-
uðust að baki hans og mér varð
ljóst hvað ég hafði gert. í
augnabliks æði hafði ég brotið
þann mjóa hlekk sem batt okk-
ur saman. Hann hefði kannski
getað gleymt með tímanum ...
en augnablikið var horfið, ég
átti ekkert eftir.
Ég varð að fara frá Ara-
chino. Ég gat ekki afborið að
þurfa að hitta hann daglega.
Þegar ég gekk eftir gangin-
um fann ég reykelsisilm og
heyrði prestana tóna bænir við
börur Natösju.
Nokkrum vikum seinna fór
ég heim til Englands.
Þrír mánuðir liðu. Ég reyndi
eftir megni að aðlagast litla
húsinu í Fulham, þar sem ég
varð að sofa í sama herbergi
og litlu systur mínar. Olnboga-
rýmið var lítið, við vorum sjö:
mamma, fimm börn og
þjónustustúlka, og mér fannst
varla hægt að hreyfa sig. Ég
saknaði Arachino ákaflega,
stóra hússins, umhverfisins og
þagnarinnar. Ég var búin að
reyna að fá vinnu í tvo mán-
uði og að lokum hafði ég neyðzt
til að setja auglýsingu í blað.
Það hlaut einhver að þurfa á
kennslukonu eða lagskonu að
halda. En ég fékk ekkert svar.
Svo var það síðari hluta dags
að ég lá á hnjánum og var að
laga til í skúffunum hjá litlu
systrum mínum. Þá kom stúlk-
an inn til mín og sagði að það
væri herramaður að spyrja eft-
ir mér. Ég var í gamla gráa
kjólnum mínum og síður en
svo snyrtileg. en ég gaf mér
ekki tíma til að lagfæra það
og flýtti mér niður. Það var
Andrei.
Hann stóð og sneri baki í
dyrnar, var að virða fyrir sér
málverkið yfir arninum. Ég
var búin að gleyma hve há-
vaxinn og axlabreiður hann
var, það var eins og hann fyllti
út í þessa litlu stofu.
Hann sneri sér við, þegar ég
kom inn í stofuna og augu okk-
ar mættust. Við stóðum graf-
kyrr. Svo sagði hann ósköp
blátt áfram:
— Þetta hlýtur að vera fað-
ir yðar, þið eruð mjög lík . . .
—- Hvað eruð þér að gera
hér, Kuragin greifi? sagði ég
og lokaði eftir mér dyrunum.
— Ég er hér í viðskiptaer-
indum og mig langaði til að
heilsa upp á yður.
Ég sá að hann virti mig fyr-
ir sér og ég skammaðist mín
fyrir hve illa ég var til fara
og líka yfir fátæklegri stofunni.
Þögnin lagðist eins og veggur
á milli okkar og ég flýtti mér
að segja:
—• Það var vingjarnlegt af
yður að senda mér þessi tveggja
mánaða laun, þótt ég hefði eig-
inlega strokið úr vistinni. Ég
er að leita mér að vinnu . . .
— Þá kem ég kannski á
réttu augnabliki, sagði hann.
— Ég var nefnilega að skrökva
áðan, ég er hér í Englandi að-
eins í einum tilgangi . . . og
það er að fá yður til að koma
aftur til Arachino.
— Koma aftur? Hjartað tók
kipp. — Hvers vegna, er svona
erfitt að fá einhvern til að líta
eftir Paul?
— í þetta sinn er það ekki
Paul sem þarfnast yðar. Það er
ég.
Og þegar ég stóð samt kyrr,
gat ekki. þorði ekki að trúa
orðum hans, kom hann til mín
og tók ískaldar hendur mínar
og þrýsti þær fast.
— Er svona erfitt að skilja
þetta? sagði hann. — Ég veit
að ég krefst mikils af þér. Eg
veit að ég er að biðja þig að
yfirgefa fjölskyldu þína og
heimili, en ég bið þig samt að
koma með mér til Rússlands
sem eiginkona mín. Mér er líka
ljóst að ég er klaufalegur, ég
get ekki gert að því. Ég reyndi
að biðja þín þegar ég talaði
síðast við þig á Arachino, en
þú vildir ekki hlusta á mig. Þú
hafðir engan áhuga á mér.
— Ó, ég sem þráði þig svo
hræðilega heitt . . .
— Ef þú vissir hve mikið ég
hef þráð að heyra þig segja
þetta! Það tók mig þrjá mán-
uði að yfirvinna þetta heimsku-
lega stolt og flýta mér til þín.
Ég þorði ekki að öskra þá. En
þetta verður ekki auðvelt fyrir
þig. Við þörfnumst þín allir,
Dmitri, Paul og ég, ég mest af
öllum. Ástin mín, elsku litla
ljúfa svala, litla skynsama
stúlkan mín. sem getur haldið
í hemilinn á mér, hlegið með
mér og elskað mig . . .
Mér var auðvitað ljóst að
Framháld á bls. 42.
22 VIKAN 27. TBL.