Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 3

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 3
45. tbl. - 9. nóvember 1972 - 34. árgangur Blessað stressið Stressi’ð er ekki eingöngu til ills. Ákveðið magn af því er nauðsynlegt til viðhalds orku og til að öðlast langlífi. Hins veg- ar er of mikið álag á of skömmum tíma hættu- legt. Sjá athyglisverða grein á bls. 8. Allir eru hræddir við Dada Idi Aman Dada, forseti Úganda, er 48 ára að aldri og vakti fyrst á sér athygli sem boxari í þungavigt. Þegar Asíu- menn í landinu heyra nafn hans nefnt, þá skjálfa þeir af hræðslu. Sjá grein á bls. 18. Grimmdar- legur orðrómur „Fæðingar voru álitnar alger einkamál kvenna. Ef læknir var viðstaddur fæðingu, fór hjálp hans fram undir laki, þar sem annar endinn var bund- inn um háls hans og hinn um háls hinnar fæð- andi konu." Sjá greina- flokkinn Konungleg hneyksli á bls. 12. KÆRI LESANDI! Það má heita orðið föst venja, að VIKAN efni á þessum árstíma til jólagetraunar, sem sérstak- lega er ætluð börnum og ungling- um. Þessar getraunir urðu 'sirax vinsælar og þá einkum vegna þess, hve vinningarnir eru marg- ir og miklir möguleikar til að hljóia einhvern þeirra. 1 getraun- inni, sem efnt var til í fyrra, varð þátttakan meiri en nokkru sinni fyrr. Okkur bárust hátt á fimmta þúsund lausnir Jólagetraun Vikunnar er með svipuðu sniði í íír. Vinningar eru 500 talsins, leikföng af ýmsum stærðum og gerðum, bílabrautir, brúður, manntöfl, spil, fótboltar, snjóþotur og ótalmargt fleira. — Getraunin er í fimm blöðum og birtist sá fyrsti í þessu blaði, en sá síðasti í jólablaðinu. Þeir sem hljóta vinning fá hann fyrir jól. Það líður óðum að jólum. Fyrstu jólaútstillingarnar í mið- borginni eru farnar að kalla til sín blessuð börnin. Og\enn eitt merki þess, að jól- in eru i námd, er hin vinsæla Jóla- getraun Vikunnar. EFNISYFIRLIT GREINAR bls. STRESS, grein um streitu ásamt töflu, þar sem menn geta reiknað út hve mikið álag þeir þola 8 Grimmdarlegur orðrómur, önnur grein í greinaflokkinum um konungleg hneyksli 12 Allir eru hræddir við Dada, grein um hinn alræmda Amíd Úgandaforseta 18 VIÐTÖL Bara betra að hafa hvort sitt áhugamál, VIKAN heimsækir hjónin Guðrúnu Stephen- sen, leikkonu, og Hafstein Austmann, list- málara 23 SÖGUR Eyðimerkurflug, smásaga eftir Daphne Ball- ard 16 Rensjöholm, framhaldssaga, 9. hluti 20 Konan í snörunni, framhaldssaga, 11. hluti 34 ÝMISLEGT JÓLAGETRAUN VIKUNNAR, fyrsti hluti, 500 vinningar, leikföng af ýmsum stærðum og gerðum 26 Appelsínuréttir í Eldhúsi Vikunnar, umsjón: Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari 28 3m — músik með meiru, umsjón: Edvard Sverrisson 32 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Síðan síðast 6 Mig dreymdi 7 1 fullri alvöru 7 Stjörnuspá 45 Krossgáta 50 Myndasögur 49, 31, 34 FORSÍÐAN Forsiðan visar á tvö efnisatriði þessa blaðs: — Jólagetraunina, sem verður í fimm blöðum, og heimsókn til Guðrúnar Stephensen og Hafsteins Austmanns. (Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson). VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjó’ri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matt- hildur Edwald og Kristín Halldórsdóttir. Útlits- teikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður Óiafsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing. Sfðumúla 12. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega. Áskriftar- vérðið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvem- ber, febrúar, maf og ágúst. 45. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.