Vikan


Vikan - 09.11.1972, Page 6

Vikan - 09.11.1972, Page 6
SÍÐAN SÍÐAST Rústir í Bangkok eftir „tómt gashylki", sem þegar til kom reyndist virk raketta frá bandaríska flughernum. GASFLASKAN SEM REYNDIST ELDFLAUG Fjórar íbúðir skemmdust verulega, húsgögn eyðilögðust og nokkrar mann- eskjur meiddust er hlutur, sem álitin hafði verið tómt gashylki, vaknaði skyndilega til lífsins í einni útborg Bangkok, höfuðborgar Taílands. Log- smiður nokkur hafði keypt hlutinn, sem var yfir tveggja metra langur og yfir tuttugu og fimm sentimetra þykk- ur, sem brotajárn, og notað stykkið til að stilla upp á það hlutum, sem hann var að sjóða saman. Og við hitann frá logsuðunni vaknaði ,,gashylkið“ skyndi- lega af blundi. Það hófst á loft titrandi og stóð framan úr því eldslogi, þeytti dauð- skelkuðum logsmiðnum til hliðar og stakk sér með braki og brestum út um múrvegg verkstæðisins. En það var ekki nema byrjunin; áfram hélt flaug- in og breytti oft um stefnu. Fyrst tók hún strikið beint á hús manns að nafni Samran Kitsjbúnsjú. Dóttir hans, Ladda að nafni og tuttugu og fjögurra ára gömul, var að taka hlífina ofan af saumavél, enda klæðskeri að iðn. f þeirri svipan kom flaugin ýlfrandi inn i gegnum húsvegginn, rak trýnið í saumavélina og braut hana í smámola. Stúlkan, sem var nær dauða en lífi af hræðslu, slapp að öðru leyti með brunasár á hægri handlegg. Bræður hennar tveir, sem einnig voru inni staddir, urðu fyrir smávegis meiðslum. Og áfram hélt flaugin út um annan vegg. Ekki hafði þessi heimsókn dregið neitt úr krafti flaugarinnar og rudd- ist hún umsvifalaust inn um vegg á næsta húsi. Þar skellti hún sér niður í rúmstæði, splundraði þvi, gerbreytti síðan um stefnu og þaut upp um þak- ið. Komst hún í hundrað metra hæð, stakk sér síðan niður í gegnum þakið á timburverzlun einni og olli þar mikl- um spjöllum. Og enn var móðurinn hvergi nærri runninn af flauginni; hún þaut næst inn um glugga hjá fjöl- skyldu að nafni Tíensakmontri, olli brunasárum á fótum dótturinnar í húsinu og kveikti í því, en sem betur fór tókst fjölskyldunni fljótlega að slökkva eldinn. Þar gerði flaugin stutt- an stanz, en þaut því næst inn í veit- ingahús skammt frá, felldi undan því þann vegginn er fyrir henni varð og splundraði þremur kössum af límon- aði. Á leið sinni út úr þessu húsnæði kom flaugin við í eldhúsinu og stór- skaði dreng, er þar var staddur. Nú var flaugin loks tekin að mæð- ast, og þegar hún næst stímaði á síma- staur, varð það viðnám henni ofurefli og hún skall loksins til jarðar. Rann- sókn leiddi í ljós að þessi háskagripur, sem álitinn hafði verið tómt gashylki, var reyndar eldflaug komin frá banda- ríska flughernum. Brotajárnssali nokk- ur hafði komizt yfir hana í norðaust- urhluta Taílands og var eins og aðrir grunlaus um hvað hann hafði fengið milli handa. JELENA KRÚSÉF, dóttir Nikita sáluga Krúséfs, er ný- lega látin í Moskvu. Hún var þrjátiu og tveggja ára, þegar hún lézt úr krabbameini í höfði. Hún var oft á ferð með föður sínum, meðan hann var þjóðarleiðtogi, bæði utanlands og inn- an. Sovézku blöðin gátu þess lauslega, þegar faðir hennar dó, en ekkert var minnzt á lát hennar í blöðunum. FLEIRI LEIÐIR EN EIN TIL FJÁR Eins og kunnugt er eignaðist Cathe- rine Deneuve nýlega barn með Mar- cello Mastrioanni og áður en barnið fæddist var það búið að harka inn heil- mikið fé fyrir móður sína. Þannig er mál með vexti að Mastrioanni, sem er orðinn 47 ára, er kaþólskur og hefur þess vegna ekki fengið skilnað frá konu sinni, sem hann hefur verið kvæntur í 25 ár. Allir vita að hann hefur ekki verið við eina fjöl felldur, en þegar hann tók saman við Catherine, varð það svolítið með öðru móti. Catherine varð nefnilega barnshafandi. Og þegar blöðin fóru að segja frá þessu, fór Cath- erine að hugleiða lögin um vernd einka- lífsins. Hún stefndi því blöðum og tímaritum og krafðist mikilla skaða- bóta.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.