Vikan - 09.11.1972, Page 20
0 0
Framhaldssaga eftir W. D. Roberts 9. hluti
Eftir þessa nótt var ekkert eins og áður
tortryggnin hvíldi yfir húsinu, allir
voru á verði...
Nú heyrðust raddir á göng-
unum, það var greinilegt að
allir höfðu vaknað við óhljóð-
in og þotið upp úr rúmum sín-
um. Klemens gekk til dyr-
anna og varnaði þeim vegar.
Rödd hans var þreytuleg og
hás.
—- Bíðið inni. Vill ekki ein-
hver hringja til læknisins. Og
til lögreglunnar líka. Axel, ef
þú ekki nærð í byssu og skýt-
ur þessi villidýr strax, þá geri
ég það.
— Hvað hefur skeð? Axel
tróð sér gegnum hópinn við
dyrnar og leit yfir öxlina á
Klemens. Ó, guð . . .
Fleiri sáu hvað skeð hafði,
nokkrir hljóðuðu upp yfir sig,
ein af stúlkunum fór að gráta,
og einhver að kúgast.
— Nei, pabbi, farðu ekki út,
þú ekki heldur, Gabriella, þið
getið ekkert gert. Farið inn —
öllsömul.
Ég lá ennþá á hnjánum við
hliðina á líkarrianum, sem var
svo hræðilega útleikinn og
hafði ekki mátt til að rísa upp.
Klemens reisti mig harkalega
á fætur og það var eins og
honum væri alls ekki ljóst
hvað hann gerði.
Það var ópið frá Claes, sem
kom mér til að átta mig. Hann
æddi áfram, sleit mig af frú
Mattson, sem reyndi að stöðva
hann og smeygði sig undan
þeim sem ætluðu að hindra
hann. Svo kom hann auga á
mig og nam staðar andartak.
Svo fleygði hann sér í fang
mér og ríghélt sér.
— Ég hélt að það hefði ver-
ið þú, snökkti hann og andlit
hans var tárvott. — Ég hélt að
það værir þú, sem hljóðaðir!
Ég þrýsti andliti hans að
brjósti mér og leit á Klemens
yfir höfuð hans. — Farðu með
hann burt héðan, sagði hann
og gekk aftur niður í garðinn.
Ég heyrði að hann sagði við
Axel: — Hvernig í fjandanum
komust hundarnir inn í garð-
inn? Var hliðið opið? Og bak-
dyrnar læstar. Þær eru aldrei
læstar! Hundarnir hefðu ekki
snert hana, ef henni hefði tek-
izt að opna, en þegar hún fór
að berja á dyrnar . . . Ó, guð
minn góður, hvers vegna voru
dyrnar læstar?
Við héldumst fast í hendur,
þegar við gengum inn og það
var ekki aðeins Claes, sem var
í þörf fyrir stuðning. É'g er
viss um að það hefði liðið yfir
mig, ef ég hefði ekki haldið í
hönd hans. Orðið „martröð“
hafði aldrei verið mér eins
raunverulegt. Nú var mér
ljóst hvernig það var að ganga
í gegnum hræðilega martröð.
Allt heimilisfólkið var safn-
að saman í stóra forsalnum og
beið eftir lögreglunni. Allir
voru hljóðir og náfölir og forð-
uðust að horfast í augu. Ga-
briella var svo föl, að faðir
hennar fékk hana til að setj-
ast. Hann stóð svo og studdi
hönd á öxl hennar og það leit
út fyrir að hann ætti bágt með
að standa uppréttur.
Við heyrðum skotin, fimm
skot fyrir þrjá hunda. Fætur
mínir létu undan og ég hneig
niður á bekk. Claes sleppti
mér ekki, hann hélt svo fast í
hönd mína að fingurnir voru
aumir daginn eftir.
Axel kom með byssuna í
höndunum og lagði hana frá
sér á borð. Hann strauk yfir
augun. —■ Þetta er hræðilegt.
— Hvar er Klemens? Mér
fannst doktor Renfeldt hafa
elzt um mörg ár.
— Hann er ennþá — ennþá
hjá — henni. Hann sagði að
hann yrði . . . að einhver yrði
að vera hjá henni.
— Er engin von -—- engin
von að það leynist með henni
líf? spurði Gabriella og leit á
mig.
Ég hristi höfuðið þegjandi.
— Þetta er mér að kenna,
sagði Axel skyndilega. — Hlið-
ið, þetta fjandans hlið, ég sá
að það var opið rétt fyrir mið-
degisverðinn. Ég ætlaði að
biðja Lund um að loka því, en
svo komu gestirnir og ég
gleymdi því alveg . . . gleymdi
því algerlega.
Mínúturnar seigluðust áfram
og loksins kom lögreglan. Eng-
inn tók sig fram um að vísa
þeim leiðina, Axel benti aðeins
út í garðinn. Einn þeirra kom
aftur inn eftir fimm mínútur
eða svo, jafn náfölur og við
hin vorum. Hann bað um að
fá lánaðan síma,
Hann gaf skýrslu um það
sem skeð hafði, bað um liðs-
auka, Ijósmyndara og tækni-
menn. Flest okkar voru ber-
fætt og í náttfötunum einum.
Mér var kalt og mig langaði
til að fara upp til að ná í
slopp og inniskó, en ég hafði
ekki rænu á því.
Einn lögregluþjónanna varð
kyrr hjá líkinu og Klemens
kom inn. Hann settist við hlið
mér og ég óskaði þess svo inni-
lega að hann legði arminn um
axlir mér, það hefði verið svo
mikil huggun, en hann gerði
það að sjálfsögðu ekki.
Doktor Renfeldt ræskti sig.
— Það er bezt að þér farið
upp með Claes, systir. — Þetta
er of óhugnanlegt fyrir barn-
ið.
En lögregluþjónninn, sem
gætti okkar, sagði: — Af-
sakið, doktor Renfeldt, ég verð
að fara fram á það að allir
verði hér um kyrrt, þangað til
lögregluforinginn kemur.
Lögregluforinginn? Hvað
kom til að hann léti ónáða sig?
Og það um miðja nótt? Það
var líklega vegna Renfeldt
nafnsins, eins og oftar, hugs-
aði ég.
Við sátum því kyrr og ég
var raunar fegin. Það hefði
verið ennþá verra að vera ein
upp á lofti.
— Guði sé lof að gestir mín-
ir gistu ekki hér i nótt, taut-
aði Axel. — Það hefði verið
hræðilegt að blanda þeim í
þetta.
Hann var ólastanlega klædd-
ur í glæsilegum slopp og nátt-
fötum í sama lit. Ég tók líka
eftir því að Klemens var kom-
in í slopp yfir. náttbuxurnar,
—■ hann hlaut að hafa farið
inn á herbergið sitt, áður en
hann kom til okkar.
Lemming lögregluforingi var
miðaldra maður, þrekinn og
breiðleitur. Hann spurði alla
viðstadda um nafn og stöðu.
■—- Og konan sem dó, hver
var hún?
— Hún hét Vera Dickman
og var ritari föður míns. Hún
hjálpaði mér líka með bók-
haldið.
— Og skyldfólk hennar, —
því hefur auðvitað ekki enn-
þá verið tilkynnt lát hennar?
— Nei, foreldrar hennar eru
ekki á lífi, en ég held hún eigi
systur í Helsingborg, ég man
ekki nafnið í augnablikinu, en
það hlýtur að koma.
Hann spurði ýmissa spurn-
inga og lögregluþjónninn, sem
var með honum, skrifaði það
allt niður.
Svo kom röðin að mér. Já,
það var ég sem kom fyrst að
henni, ásamt herra Renfeldt.
Klemens Renfeldt. Nei, ég var
ekki sofandi, þegar hundarnir
fóru að gelta, ég hafði setið við
gluggann. Jú, hann var opinn,
en ég hafði ekki horft út. En
ég heyrði í lásnum og vissi að
einhver hafði farið út í garð-
inn. Ég heyrði fótatakið.
— Vissuð þér að þetta var
20 VIKAN 45. TBL.