Vikan


Vikan - 09.11.1972, Page 21

Vikan - 09.11.1972, Page 21
ungfrú Dickman? — Ég sá hana ekki, en ég gizkaði samt á að það væri hún. Hún hafði sagt mér að hún færi oft út á nóttunni, þegar hún gat ekki sofið. — Þér segist hafa heyrt í lásnum. Heyrðuð þér þá ekki þegar dyrnar voru læstar? — Nei. — Þér vitið hvers konar lás þetta er, er það ekki? Smekk- lás, sem hægt er að opna að innan, en ekki að utan, nema með lykli. — Já. Ég varð þurr í kverk-. unum og mig verkjaði í háls- inn, þegar ég hugsaði um ör- væntingu hennar, þegar henni varð Ijóst að hún hefði skellt í lás að baki sér. — Ég skil ekki hvernig þetta hefur getað skeð, sagði Klemens. — Þessi lás er alltaf opinn, við læsum honum al- drei, svo hann er mjög stirður. Það hefur aldrei skeð fyrr að hann hafi skollið af sjálfu sér í lás. Að minnsta kosti ekki svo ég viti til þess. Lemming lögregluforingi virti mig vandlega fyrir sér' og lögregluþjónninn skrifaði af kappi. — Hugsið yður nú vel um, ungfrú. Þér heyrðuð að lásinn var opnaður og þér heyrðuð fótatak. Heyrðuð þér þetta strax, eða eftir að ungfrú Dick- man var búin að vera stundar- korn úti? — Það var stundarkorni síð- ar, maður heyrir ekki fótatak í grasinu. — Hve lengi haldið þér að hún hafi verið í garðinum, áð- ur en þér heyrðuð hana hljóða? — Það er erfitt að segja. Ekki svo lengi, kannski tíu mínútur eða svo. Eftir að hafa spurt mig nokk- urra spurninga í viðbót, benti hann mér að koma með sér. Claes ríghélt í hönd mína. — Ég kem fljótt aftur, Claes, sagði ég, — þetta tekur að- eins nokkrar mínútur. Hann sleppti mér treglega. Ég leit ekki um öxl og sá hann ekki, þar sem hann sat ein- mana á bekknum. Klemens fylgdi okkur eftir, þótt hann hefði ekki verið beð- inn um það. Við námum staðar við dyrnar og mér létti þegar ég sá aðeins á sloppinn hennar. Það voru margir menn í garðinum, sem var upplýstur af ljóskösturum. Ljósmyndar- inn gekk um með myndavél á þrífæti og tók myndir. Tveir voru eitthvað að róta við runn- ana. — Eruð þið búnir að athuga dyrnar? spurði Lemming. — Já, fingraförin á lásnum eru mörg og í hrærigraut. En það er búið að taka þau. Það var svart duft á snerl- inum, en Lemming þurrkaði það burt, áður en hann snerti við honum. — Snúið nú baki við dyrun- um og lokið áugunum, ungfrú Bergström. Hlustið svo vel. Ég hlýddi og ég heyrði ískra í lásnum. — Var það þetta sem þér heyrðuð? 45. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.