Vikan - 09.11.1972, Page 32
Bob Calvert
30 ára. Hann er lagasmiður, texta-
höfundur og söngvari hljómsveit-
arinnar. Hann er höfundur Silver
Machine.
Simon King
21 árs. Hann er trommuleikarinn
og er jafnframt sérfreeðingur í
elektrónik.
Nik Turner
32 ára. Hann er fyrrverandi jass-
leikari og spilar á alt saxafón.
Hann er stofnandi hljómsveitar-
innar ásamt Dave Brock.
sviðinu er stúlka, Stacia, sem
dansar og gerir yfirleitt hvað
sem henni sjálfri dettur í hug,
meðan hljómsveitin spilar.
Þetta „hvað sem er“, var einu
sinni þannig, að hún málaði
allan líkamann með marglitri
málningu og dansaði síðan á
sviðinu fyrir framan hljóm-
sveitina í máluðum Evuklæð-
um einum saman. í fyrstu voru
viðbrögð áhorfenda svipuð og
þegar sést til óléttrar nunnu,
en nú orðið er Stacia þáttur í
öllu því, sem Hawkwind ger-
ir. Stacia var í fyrstu ekki ráð-
in af hljómsveitinni, heldur
birtist hún öllum að óvörum á
sviðinu og hóf að dansa eftir
músíkinni. Og eins og áður
Dave Brock
28 ára. Gítarleikari hljómsveitar-
innar og stofnandi. Aður en hann
stofnaði Hawkwind var hann ban-
jo leikari í jasshljómsveit.
Haukaþytur
Hljómsveitin Hawkwind er
ekki ný af nálinni, þó svo að
hún sé lítið þekkt hérlendis.
Hún var stofnuð 1968, en fyrstu
meiriháttar hljómleikar sem
hljómsveitin kom fram á, var
Isle of Wight hátíðin árið 1969.
Komu alls um 400 þús. manns
til eyjarinnar, sem er í Ermar-
sundi, þá daga sem hátíðin stóð
yfir. Það höfðu flogið margar
fiskisögurnar um Hawkwind
dagana fyrir hátíðina, enda var
ferill hljómsveitarinnar með
þeim dularfyllri. Hawkwind
var eins konar sjö manna sirk-
us og hafði ferðazt víða um og
framið tónlistarlega verknaði
hvar sem var og hvernig sem
á stóð. Urðu aðallega húsaport
og gangstéttir fyrir valinu. En
ekki fengu þeir alltaf að vera
í friði á fyrrgreindum stöðum,
því oftast nær var rykið dust-
að af laganna bókstaf og þeim
félögum bent á, að hljómstyrk-
ur þeirra mætti ekki vera
meiri en svo, að húsmæður í
nærliggjandi húsum gætu heyrt
í sjálfum sér bía og blaka yfir
börnunum. Laganna bókstaf
brutu þeir alltaf áheyrendum
að kostnaðarlausu, og hlutu að
vonum miklar vinsældir fyrir.
Með öðrum orðum, aðgangs-
eyrir að hljómleikum þeirra
var enginn, hvar og hvenær
sem þeir spiluðu.
Sú músík, sem Hawkwind
spilar, flokkast að öllum lík-
indum undir það sem kallað er
á fagmáli „underground" mús-
ík, eða í beinni þýðingu neð-
anjarðarmúsík, hversu asna-
lega sem sú þýðing kann nú
að hljóma. Þeir nota mikið el-
ektróník eða Moog í flutningi
sínum. Annað, sem vekur at-
hygli á hljómleikum Hawk-
wind er það, að með þeim'á
HAWKWIND
32 VIKAN 45. TBL.