Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 45

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 45
STJORNUSPA •^y - ' ' -4 XV > Hrúts- merkiS 21. marz- 20. apríl Vandamál, sem þú hefur glímt við um tíma, leysist á hinn farsælasta hátt. Af- staða stjarnanna er mjög góð í þessari viku, og þú skalt reyna að notafæra þér út í yztu æsar. Nauts- merkið 21. apríl- 21. maí Vikan verður skemmti- leg og ef til vill nokk- uð rómantísk. Þú ættir að halda kvöldboð fyrir kunningjana. Einn fjölskyldumeð- lima þinna þarfnast þess að vera í nánari tengslum við þig. Tvíbura- merkið 22. maí- 21. júní Persóna, sem þú bjóst við að mundi styðja þig með ráðum og dáð, bregzt þér gjörsamlega. Þú skalt ekki örvænta þess vegna, því að málin eiga eftir að taka nýja stefnu innan skamms. Krabba- merkið 22. júní— 23. júlí Þú ert óþarflega bjartsýnn í fjármálun- um. Bjartsýni er ekki tímabær núna, því að það eru heldur erfiðir tímar framundan hjá þér í þeim efnum. Taktu þér verkefni, sem þú ert beðinn að vinna. Ljóns- merkið 24. júlí— 24. ágúst Ákveðin persóna hefur gerzt einum of nær- göngul við þig upp á síðkastið og stundum beinlínis uppá- þrengjandi. Þú skalt ekki hika við að segja meiningu þína við hana, áður en verra hlýzt af. Meyjar- merkið 24. ágúst— 23. sept. i Fremur hversdagslega vika, sem þó er margt, sem þú þarft að vara þig á. Sérstaklega skaltu varast að segja það, sem þú hefur ekki fulla vissu fyrir, jafnvel þó að gengið verði á þig. Vogar- merkið 24. sept,- 23. okt. Gamall vinur leitar til þín og biður þig að gera sér greiða. Þú skalt hiklaust liðsinna honum, því að þú munt hagnast á því síðar meir. Helgin verður eins skemmti- leg og þú bjóst við. Dreka- merkið 24. okt.- 22. nóv. Þú átt í einhverjum vanda og skalt ekki draga lengur að leita ráða hjá einhverjum. Þótt þú sjáir skástu leiðirnar, þá er alltaf öruggara að láta aðra samþykkja þær og ræða málið almennt. Bogmanns- merkið 23. nóv.— 21. des. Veraldlegu gæðin eru eins eftirsóknarverð og þú hyggur. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að fórna of miklu þeirra vegna. Hamingjan er fólgin í allt öðrum hlutum. Stein- geitar- merkiS 22. des,— 20. jan. Telgin lítur út fyrir að /erða einkar skemmti- eg, að minnsta kosti ijá þeim, sem fæddir ;ru síðast í desember. .íklega áttu ferðalag Fyrir höndum, ekki mjög langt, en mjög ziðburðaríkt. Vatnsbera- merkiS 21. jan.— 19. feb. Prófraun, sem þú verður að þreyta á næstunni. mun ganga þér í haginn. Sjálfs- traust þitt eykst mikið á eftir og þú verður ánægðari með sjálfan þig og heiminn en oftast áður. Fiska- merkið 20. feb. 20. marz Þú ert alltof ragur við að eiga frumkvæðið að máli, sem þér er hug- leikið. Ef þú tekur ekki sjálfur rögg á þig, er hætt við að það mistakist. Fjármálin eru í óvissu, en það rætist brátt úr þeim. Vcrðlag hcfur þrefaldast á tíu áruiji Meginvandi íslenzks efnahagslifs á undan- farandi áratugunrhefur verið hin öra verð- bólguþróun. Sl. 10 ár hefur visitala fram- færslukostnaðar tæplega þrefaldazt og visitala byggingarkostnaðar er nú þremur og hálfum sinnum hærri en fyriMO árum siðan. Sannvirðistr>gging er forsenda fuilra bóta Ef til vill gera ekki allir sér grein fyrir, að sannvirðistrygging er forsenda fullra tjón- bóta, þvi séu eignir eigi tryggðar á fullu verði, þá verður -að lita svo á, að trygging- artaki sé sjálfur vátryggjandi að þvi.sem á Vantar fullt verð og ber því sjálfur tjón sitt að þeim hluta'. Hækkun trygginga samkvæmt vísitölu Samvinnutryggingar hafa nú ákveðið að taka upp visitöluákvæði i skilmála innbús- trygginga og lausafjártrygginga, þannig að upphæöir hækki árlega meö hliösjón af visitölu framfærslukostnaóar og byggingar- kostnaði. Til þess að þessi ákvæði komiað fullum notum er mjög áriðandi, að allar tryggingarupphæðir' séu nú þegar leiöréttar og ákveðnar eftir raúnverulegu verðmæti þess, sem tryggt.er. SAMVINNUTRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 - SlMI 38500 — Annaðhvort hættirðu að taka þessi hormónalyf eða þú verður að kaupa þér rakvél! 45. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.