Vikan - 16.11.1972, Qupperneq 13
■
Næsta morgun sagöi Barka viö
prestinn: — Litla svínið ' er
stungið af.
Presturirin var ekki nema
hálfvaknaður, — Til. hvers ertu
lika að hleypa þvi út?
— Ég hleypti þvi ekkert út. Ég
meina, að það er dautt.
— Þá hlýturðu að hafa svelt það
i hel. Og presturinn geispaði og
sneri sér til veggjar.
Barka brokkaði heim til kenn-
arans. - Presturinn biður að
heilsa og spyr, hvort þú getir
grafið svinið, sem dó i nótt. Hún
laug til þess að vekja ekki ótta hjá
svlnabændum á staðnum. Ef svin
drepst svona þegjandi og
hljóðalaust á næturþeli, gætu
skæöar tungur sagt, aö presturinn
væri að þagga niöur
svlnapestar— faraldur.
— Auðvitað er það ekki nema
guðvelkomiö, Barka. Kennarinn
tók poka og hjólbörur og lagði af
stað til að hirða svinið og jarða
það i kyrrþey.
Þennan dag kafrauk úr
strompinum hjá kennaranum og
það hélt áfram aö rjúka fram á
kvöld. Þegar Barka hitti Tona,
kennarasoninn, við brunninn,
spurði hún hann til hvers þau
væru að eyða svona miklum
eldivið og veturinn ekki kominn
enn. Toni lét sem hann heyrði
ekki til hennar, en Barka tók
samt eftir þvi, aö hann var
fitugur um munninn.
Vatnið skvettist upp úr fötunni
hjá Börku á leiðinni heim á
prestssetriö og hún setti fötuna
frá sér við þriðja hvert skref og
hamaöist að hugsa: Hvað gat
kennarafólkiö verið að sjóöa,
þessir endemis ræflar? Eitthvaö
feitt hlaut það að vera, úr þvi
hann Toni var allur fitugur um
kjaftinn. Gat það verið sviniö, og
hvenær hafði það orðiö veikt?
Kannski hafði það bara alls ekki
orðið neitt veikt? Og nánar
aðgætt, þá haföi kennarinn verið
svo fús til aö hjálpa ....
Hún var alveg friölaus.
Undir eins og dimmt var
orðið, læddist Barka kring um
kirkjuna og yfiraöskólanum. Það
var ljós i framstofunni og enn
rauk úr strompinum. Barka
þefaði og snuggaði og fann
svinaketslykt. Lika af súrkáli og
fleskpöru.
Hún lyfti klinkunni og læddist
varlega inn i ganginn. Við endann
á ganginum var hurö óg uppi yfir
henni rúöa, sem hægt var að opna
til þess að fá hreint loft. Barka
læddist að hurðinni og hlustaði.
Jú, þarna var svei mér veizla —
liklega voru þau búin að éta
sviniö upp með húö og hári. Þaö
glamraði i hnifum og göfflum á
diskunum og börnin skröfuðu og
hlógu. Hvern skrattann gátu þau
verið að éta?
Hún dró til sin rimlakassa, sem
stóð þarna úti I horni, tók ofan
tréfötu, sem hékk á veggnum',
hvolfdi henni ofan á kassann, og
svo klifraði hún upp til þess að
geta séð gegnum rúöuna. En hún
varð áðeins of sein fyrir, þvi að
konan kennarans var að taka af
boröinu og krakkarnir stóðu eins-
konar heiðursvörö kringum hana.
Kennarinn var rétt að ljúka við
borðbænina. . . .Og svo
skulum við lika biðja fyrir henni
Börku.
Barka sperrti eyrun. Hún
teygöi sig eins og hún gat og stóð
nú á tánum á fötunni, rétt eins og
balletdansmær.
— Og gerðu hana ekki alveg
svona nizka, sagði Soffia, sú
elzta.Næst kom Pippa: — Og ekki
alveg svona öfundsjúka. .
— Og ekki alveg svona skltuga.
Þetta kom frá Tómasi.
— Og ekki alveg svona úfna.
Þetta kom frá Xavier, sem var
enn yngri. Og Felix, sem var
pæstur að aldri, æpti: — Og ekki
svona ljóta.
Framhald á bls. 35.
46. TBL. VIKAN 13