Vikan


Vikan - 16.11.1972, Side 20

Vikan - 16.11.1972, Side 20
FRAMHALDSSAGA EFTIR W. D. ROBERTS 10. HLUTI Hafði einhver með vilja reynt að koma Claes í lífshættu? Ef svo var, hvers vegna? Hann var ekki einkaerfingi, svo það gat ekki verið þess vegna ... Hvers vegna hafði ég beðið systur Önnu að segja ekki frá þessu? Hvers vegna hafði ég ekki sagt þeim frá því sjálf? Það var ósköp tilgangs- laust að segja frá þessu nú, eins og ég hefði verið sek. — Nei, sagði ég og reyndi að brýna raustina, þegar ég hélt áfram. — Mér fannst eng- in ástæða til þess. Ég var sýkn- uð, ég var ekki sek og málið var úr sögunni. — Hvaða mál? spurði Gabri- ella undrandi. Doktor Ren- feldt virti mig fyrir sér, var líklega að hugsa hvort hann hefði ráðið til sín einhverja eiturslöngu. Það var Klemens, sem kom mér á óvart. Rödd hans var eins kuldaleg og hrokafull eins og rödd Claes, þegar honum tókst sem bezt upp. — Ég býzt við að þér séuð að tala um erfðamálið, en ég get ekki séð nokkra ástæðu til þess að vera að rekja það hér og nú. Það er svo algerlega óviðkomandi þessu.máli. — Eruð þér alveg viss um það, herra Renfeldt? Ungfrú Bergström var sökuð um að hafa flýtt fyrir dauða eins af sjúklingum sínum! — Já, af gráðugum ættingj- um, mér er mjög vel kunnugt um þetta. Mér er líka kunn- ugt um að læknarnir neituðu þessum ágizkunum með festu, eftir að krufning hafði leitt í Ijós að kaéran gat ekki haft við neitt að styðjast. Systir Anna, — þá hafði hún sagt honum allt af létta! Bless- uð, góða systir Anna, hún var alltaf skynsamari en ég! — En sjúklingurinn arf- leiddi ungfrú Bergström að miklum peningum, því verður ekki hjá komizt. Og þetta hafði Klemens vit- að allan tímann, án þess að láta það nokkurn tíma í ljós. — Akærandinn sá ekki ástæðu til að taka málið upp að nýju, þar sem ekki var ástæða til að ætla að maður- inn hefði látizt með óeðlilegum hætti, hélt Klemens áfram með sömu kuldalegu röddinni. — Þetta var ruddaleg tilraun ættingjanna til að láta ógilda erfðaskrána, það er allt og sumt. Þetta hefur svo sem skeð áður, það ættuð þér að vita sem lögregluforingi. Ég gat aðeins horft á Klem- ens, en ég vonaði að hann sæi hve þakklát ég var. Ef hann hefði ekki tekið mig í forsvar, þá hefði ég án efa látið bugast frammi fyrir öllum þessum tor- tryggnu augum. Það var doktor Renfeldt, sem áttaði sig fyrst. — Ég er yður miög þakklátur fyrir að gefa nkkur þessar upplýsingar, herra lögregluforingi, en þar sem syni mínum var ínálið svo vel kunnugt, þá er engu við þetta að bæta. Við berum öll full- komið traust til systur Malin og ég sé ekki nokkra ástæðu til að gruna hana um glæpsamlegt athæfi. —- Við verðum að beita öll- um ráðum doktor Renfeldt, sagði Lemming rólega. — Ung- frú Dickman lét lífið með við- bjóðslegu móti og ég er viss um að hundablístran á þar hlut að máli. —■ Ég skil ekki hvernig þér getið verið svona viss um það, sagði Axel. — Hvers vegna skyldi einhver myrða þessa vesalings manneskju? —■ Ég veit það ekki, — ekki ennþá, svaraði Lemming og gekk út. Til að reyna að finna einhverjar líkur til að bendla mig við afbrot? Þótt ég hefði verið sýknuð, þá var ég líklega eina manneskjan á Rensjöholm, sem hafði verið undir lögreglu- rannsókn áður og ég vissi hvernig það var. Það er sagt að ekki sé reykur án elds og það voru ekki allir á sjúkrahúsinu, sem höfðu trú á sakleysi mínu. Claes kom inn í borðstof- una, leit á gulræturnar á hita- plötunni, en fékk sér aðeins svolítið af cornflakes. - Hvenær kemur þessi stelpa? spurði hann. — Ég veit ekki um hvaða leyti. Þau komu í bíl. Gabriella kippti að sér höndinni og Axel bölvaði, en Claes varð á undan að taka skjaldbökuna, sem hafði komið við hönd Gabri- ellu. - Taktu þetta viðbjóðslega kvikindi af borðinu, sagði Ax- el ergilegur. — Hún bítur ekki, svaraði Claes rólega. — Malin, held- urðu að hún borði cornflakes? Þú getur ekki matað hana hérna við borðið, sagði ég. — Við getum reynt það seinna. Claes stakk spriklandi dýrinu í vasa sinn. Þau stóðu upp frá borðinu, en Klemens fékk sér aftur kaffi í bolla og settist hjá mér. — Vitið þið að lögreglan er um allt? sagði Claes. Hann tók skjaldbökuna upp úr vasanum og setti hana á borðið, nú, þeg- ar við vorum þrjú ein í borð- stofunni. — Það er búið að taka fingraför af dyrunum. Hvers vegna gerðu þeir það? — Það hefur verið til þess að athuga hvernig hurðin hef- ur skollið í lás, sagði ég eins rólega og mér var unnt. — Við skulum koma út að hjóla, ertu ekki til í það? Hann var því samþykkur og stakk skjaldbökunni aftur í vasann. Ég heyrði fótatak fyrir utan dyrnar og flýtti mér að segja: —• Claes, þú skalt ekki vera að tala mikið um þetta, ég á við að þú ættir að tala sem minnst um lögregluna. — Ég veit mikið meira en það sem ég hef sagt fram að þessu, sagði hann. —■ Ég sé og heyri ýmislegt, þegar aðrir halda að ég sé sofandi. Það var Axel, sem kom inn og hann heyrði það sem Ciaes sagði. — Jæja vinurinn, sagði hann góðlátlega og vildi sýni- lega breiða yfir ónot sín við borðið. — Það er nú bezt fyrir þig að fara varlega, drengur minn. — Ég hélt að ég hefði skilið skjalatöskuna mína eftir hérna. — Hún er þarna á' stólnum, sagði Klemens. — Axel, held- urðu að þessir atburðir geti komið sér illa fyrir þig? Ef bað kemur á daginn — að þetta er eins og lögreglan vill vera láta? Hann hefur eflaust ætlað að segja — morð — en hætti við það, þegar hann leit á Claes. ■— Fjandinn veit . . . Svona atburðir geta komið sér illa, sérstaklega ef það skyldi nú ”-.c'-i:'-~vfFU'{T':rTr*r■« m 20 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.