Vikan


Vikan - 16.11.1972, Side 28

Vikan - 16.11.1972, Side 28
TÍGRIS \i»ln amHlay. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. |__Samband isl. samyinnufélaga : INNFLUTNINGSDEILD 3M - SKUGGA MARVIN henni að breyta til. Ef hún söng ekki öll gömlu lögin sin var hún ekki nein Judy Garland. Það var eins með okkur. Ef við spiluðum Apache eða Dance on, þá var allt i lagi. Ef við hins vegar spiluðum eitthvað nýtt voru móttökurnar á þverveginn. Við gerðum okkur grein fyrir þessu, en við gátum ekki hætt. Þar kom að þvi, að við fengum nóg, bæði af því, og af sjálfum okkur, og ákváðum að hætta. Það gerði okkur öllum gott.” Þetta hafði Hank Marvin að segja um endalok The Shadows. Ahrif The Shadows á nútima rokk-hljómlist eru án efa mikil. Þeir sem nú eru á toppnum eða hafa verið undanfarin tvö til þrjú ár hafa margir hverjir án efa byrjað að spila sinar fyrstu nótur eftir plötum The Shadows. Hank Marvin, sem aðalgitarleikari hljómsveitarinnar hefur þvi haft mjög mikil áhrif á nútima- gitarleikara. f Það hafa margir þeirra einnig viðurkennt. En hvernig byrjaði Hank sem aðal- gitarleikari The Shadows? Hann sagði sjrtlfur svo frá. ,,Það vildi til, að ég var sá fyrsti I hljóm- sveitinni sem eignaöist „pick up" a kassagitarinn minn. Auk þess var ég sá eini sem gat spilað eitthvað i likingu við gitarsóló, svo ég varð fyrir valinu.” Og nú geta menn velt þvi fyrir sér, hvernig þeini tókst að gera það, sem nú liggur eltir þá á plötum frá þessum árum. Margir hafa látið liggja að þvi, að Hank Marvin sé „Gamli maðurinn” i brezka poppinu, en ef betur er aö gáð kemur i ljós, að hann er ekki orðinn þritugur gamli maðurinn. Hann velur sér gangveg eftir þvi, og það hefur greinilega ekki komið honum i hug, að fara að taka það rólega. Þvi til áréttingar hafnaði hann tilboði BBC nú fyrir nokkru, um að taka að sér umsjón skemmti- þáttar á vegum þess. Slíkt starf hefur hingað til verið talið eitt af þvi öruggasta sem nokkurn getur dreymt um að fá, góð laun og allt eftir þvi. En Hank hafði annað i huga. Trióið Marvin, Wells og Farrar skyldi sitja i fyrirrúmi hvort sem vegurinn yrði beinn og breiður eða mjór og grýttur. JARÐARFÖR MANN ÆTUHÖFÐINGJANS Framhald af bls. 25. Ekki mega þær heldur leika sér að fuglum, þvi að það er talið geta alið upp i þeim léttúð og tilhneigingu til að flýja frá eiginmanninum, þegar þar að kemur. Það sem þeir innfæddu ætluðu að sýna Muller nótt þessa var svo sem ekkert óskaplega mikið tabú. 1 rjóðri nokkru, sem var aö sjálfsögðu tabú fyrir aðra en innvigöa, biðu við kyndlalog fimm sjö til ellefu ára gamlir drengir, sem höfðu verið um- skornir fyrir sex vikum. Við þá athöfn fékk Kal Muller að visu ekki að vera. Þetta tabú i rjóðrinu fólst raunar ekki i öðru en þvi, að öldungar ættbálksins kváðu fyrir drengina söngva um allrahanda ógnir og skelfingar, að þvi er virtist til að stæla þá og gera þá að hugrökkum karlmönnum. En drengirnir virtust öllu hræddari við myndavélar og önnur apparöt Mullers en fimmhöfðuðu djöflana, sem öldungarnir sungu um. A leiðinni heim i kofa sinn fékk Muller ástæðu til aö hugsa frekar um tabú og háskarin sem fylgdi þvi að brjóta þau. Þá brast skyndilega i griðarlegt óveður, trén rifnuðu upp með rótum og kofar fuku. Minnstu munaði að Muller yrði fyrir einu trénu, en háaldraður höfðingi að nafni Tabwibalembank, sem veriö hafði mannæta á duggaraband- sárunum, þreif i hann kippti honum til hliðar, og hefur meö þvi trúlega borgið lifi hans. Tabwibalembank haföi i æsku verið mikill og óttalegur striösmaður, en var nú orðinn háaldraður og dó skömmu eftir þennan alburð Þorpsbúar lofuðu Muller þá að fylgjast með1 og ljósmynda hvernig fariö var með likamleifar þess gamla, og er það þó svo mikið tabú, að jafnvel konur sjálfs ættbálksins fá þar hvergi nærri að koma. Þetta var ljós vottur þess, að þorpsbúar voru búnir að fá fullt traust á þessum hvita gesti. Fyrst var andlit þess dauða smurt rauðum lit og hann lagður á börur á hjalli utan við þorpið. Þar var hann látinn liggja i ár, og var þá ekkert orðið eftir af honum nema beinin. Þá eru höfuðkúpa og önnur höfuðbein losuð af bana- kringlunni og sett á grind úr bambusstilkum. 1 grindina og hausinn er siðan fyllt með leir og plönturtrefjum, unz úr er oröið likan sem á aðminnaá hmn látna. Þetta likan er skreytt svo sem hæfir þeirri tign, er hlutaðeigandi hafði i „Nimangi”, eða meö öðrum orðum sagt samfélagi hinna lifandi. Tiu nætur samfleytt var svo stiginn dans frammi fyrir mvnd höfðingjans. Sem dæmi um það, hve hættu- legt sé að rjúfa tabú, var Muller sögð saga af ungum manm á eynni Pentecost, skammt frá Malekula. Maður þessi haföi kyrinst kristnuðu fólki á strönd- inni og var oröinn veikur i trú feöranna. Hann gerðist því sá Framhald á bls. 35. 28 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.