Vikan


Vikan - 16.11.1972, Page 48

Vikan - 16.11.1972, Page 48
MIDAPRENTUN Látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrol- númer, afgreiðslumiða og fleira á rúllupappír. Eina prentsmiðjan á landinu, sem prentar slíka miða. Höfum einnig fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIR hp Síðumúla 12 - Sími 35320 þessum fjórum persónum voru raunverulegar. En þér skjátl- aðist bara, hvað upplognu per- sónuna snerti. Hefði ég drepið Gault, hefði ég framið sjálfs- morð. — Sjálfsmorð? spurði ég, eins og álfur út úr hól. Hann kinkaði kolli. Já, skil- urðu, að ég var Gault. É'g var næstum þotinn yfir þvert gólfið. — Varst þú Gault? æpti ég. Hann hló. — Það var ekki svo afleitur leikur. Mér hlýtur að hafa tek- izt vel upp að leika hann, ekki betur en þér leizt á manninn. Datt þér aldrei í hug, að þú hafðir aldrei séð okkur báða saman? Gault varð að hverfa áður en ég kæmi inn. Hann lagði hönd á öxl mér. —■ En gráklæddi maðurinn var raunverulegur. Eins og konan mín sagði þér, var hann djöfull í mannsmynd. Þú hélzt. að við hefðum fundið upp myrta manninn, en það var morðinginn, sem við fundum upp. Ég ákvað að drepa fant- inn næst þegar hann sýndi sig. Ég fór til borgarinnar, dubb- aði mig upp í skeggið og til- heyrandi, og gisti tvær nætur á hóteli í Strand, sem Gault. Þannig var hann orðinn að raunverulegri persónu handa lögreglunni, síðar meir. Svo kom ég aftur og lék tvær per- sónur. Það var heppni, að við höfum enga húshjálp um þess- ar mundir. Ég var viljandi ókurteis við þig, þegar ég hitti þig fyrst sem Gault, svo að við gætum forðast hvor annan fram vegis. Og þá er sögunni lokið. Og nú sérðu, hvað þú ert lé- legur spæjari. Blessi þig! Læknirinn tæmdi síðasta portvínsglasið og hló harka- lega. — Og vegna þess arna finnst mér gráklæddi maðurinn vera góð glæpasaga. ☆ — Ég er ekki að leggja bílnum, ég er á fullri ferðl — Þetta ætti að kenna þér að ráðast ekki á varnarlausa konu! — Leysið hann ekki fyrr en ég er komin út í bátinn! 48 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.