Vikan

Tölublað

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 8

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 8
hrafl í ensku og hann bætti síðan við kunnáttu sína í herþjónustunni því að þar umgekkst hann ameríska hermenn mikið. Nú vinnur Nhung á telex- deild símstöðvarinnar og þénar í kringum 3400 krónur. Fyrir aukavaktir fær trann næstum eins mikið. Vinnudagurinn er 16 stundir, sex daga vikunnar. Frú Sen leggur af stað til markaðarins klukkan sex á hverjum morgni og selur þar fatnað. Hún kaupir ef ni í fötin af framleiðanda í Cholon en svo heitir kín- verski borgarhlutinn. Efnin eru fagurlega mynstruð og aðallega úr rayoni og öðr- um gerviefnum. Þar fær hún einnig alls konar ódýra afganga, sem hún saumar úr á fjölskylduna í æva- fornri saumavél. Aldrei orð um kynferðis- • mál. Nhung hefur aldrei verið atvinnulaus. Hve margir ganga atvinnulausir er erfitt að segja um, einkum vegna þess hve margir hafa ekki enn verið leystir frá herþjónustu. Bjartsýnir menn álíta að hver sem er eigi að geta fundið sér at- vinnu til þess að sjá fyrir sér. En hvers konar atvinna ætli það sé? Umferðarsala, ávaxtasala ( með vörurnar á vagninum, tóbakssala með pakkana í tösku. Unglingar ganga um og selja glóðvolgar kókakóla- flöskur. Svona snatt er algeng atvinnugrein í Saigon. Sumar konur selja heimabakað brauð og stjörnuspámenn sitja á götunni og ráða í fram- tíðina fyrir fólk. Af 18 milljónum íbúa S.- Víetnams eru 7 milljónir taldar stunda akuryrkju. 525 stéttafélög eru skráð og félag jarðyrkjubænda er lang fjölmennast. Stétta- félögin eru ung og tæpast öf lug enn sem komið er, en þó hefur komið til verk- falla, bæði einstakra félaga og allsherjarverkfalla. Enn er langt frá því að kominn sé á friður í landinu, hvað þá að efnahagslegu öryggi sé náð. Vinnuvikan er að öllu jafnaði 48 stundir. Lágmarkslaun verka- manns eru 38 krónur á dag Móðir Nhungs er meistari i því að prútta við kaupmenn- ina, þegar hún verzlar til heimilisins. og verkakonu 32 krónur. Fjölskyldubætur nema 200 krónum handa hús- móðurinni og 185 krónur með hverju barni undir 18 ára, sem ekki vinnur sjálft. Það vekur furðu hvernig götusalarnir fara að því að skrimta, því að frú Sen hagnast í mesta lagi um 2550 krónur mánaðarlega á fatasölunni og hefur hún þó fastan sölustað og fastan sölutima. Hún keypti sölu- staðinn fyrir nokkrum ár- um fyrir nær því 17000 krónur. Nú gæti hún selt hann fyrir það verð fjór- falt. En hvað ef Sen yrði aftur barnshafnadi? — Við vonum að við eignumst ekki fleiri börn, segir maður hennar. — Við höfum einfaldlega ekki önnur ráð. Nota þau ekki getnaðar- varnarpillur eða aðrar getnaðarvarnir? Nhung segir það ekki Hér er Nhung og þrjú bam- anna við inn- ganginn á hí- býlum sínurri. Búddhaaltarin blasa hvar- vetna við. Það er hægt að fá nóg af matvælum í Saigon og þau eru tiltölulega ódýr. ógrynni af ávöxtum og grænmeti eru á borðum og gjarnan fiskur Hrís- vera þó að þau þekki til þeirra. — Við biðjum dag- lega til Buddha, að hann gefi okkur ekki fleiri börn og hingað til hefur hann bænheyrt okkur. Trúlega segir hann þetta ekki satt. Eins skynsamur maður og Nhung er, lætur ekki forsjónina um svo mikilvægt atriði. Hið opin- bera heldur líka uppi áróðri fyrir takmörkun barn- eigna, þó að það beri ekki mikinn árangur. (Þrátt fyrir stríðið hefur íbúatalan aukist um 3.2% árlega.) Nhung hefur líka örugg- lega lært slíkt af Banda- ríkjamönnum, sem hann kynntist i hernum, og Sen hefur fengið fræðslu á fæðingardei linni, þegar hún ól yngsta barnið. Ástæðan til þess að Nhung skrökvar til um þetta er sú, að um feimnismál er að ræða. Kynferðisf ræðsla er engin, hvorki í skólum né heima. Hverju ætli foreldrarnir svari þá for- vitnisspurningum barna sinna? — Þau spyrja aldrei. Ef þau gera það, eyðum við bara talinu eða spjöllum um eitthvað annað. Þetta er líklega allur sannleikurinn. Fólkið býr

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.