Vikan

Tölublað

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 32

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 32
JÓHANNA HIN ÓBUGANDI Joan Baezer stundum kölluð móðir poptónlistar. Þrátt fyrir það telur þessi litla kona með miklu röddina sig fyrst og fremst vera hugsjónamanneskju ,,t fyrstu sá ég ekkert nema rústir. Rauða-Krossbifreiö kom akandi og fólk klætt hvitum sorgarbúningum fylgdi henni. Stúlka leiddi reiö- hjól yfir rústirnar. Ég skildi ekki þaö sem hún sagöi. Ég stóö fyrir framan varnarbyrgi, sem oröið hafði fyrir sprengjuárás. Enginn haföi lifaö árásina af. Gömul kona sat viö yústirnar og muldraði sömu orðin hvað eftir annaö fyrir munni sér. Túlkurinn þýddi þau fyrir mig: Hvar ertu nú, sonur minn?” Joan Baez segir frá þessu svipbrigðalaust. Daglegur viöburöur i Hanoi, en umrætt atvik gerðist á aðfangadagskvöld árið 1972. Joan Ba- , ez virðist ekki vita hvaö uppgjöf er. ,,Þó að ég segi aö eitthvaö sé hræöi- legt, bætir það ekki neitt. Ég verð aö sjá hlutina og reyna að færa þá til betri vegar. Ef viö nýttum allan þann kraft, sem viö eyðum i angistina, heföum við náö miklu lengra.” 32 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.