Vikan

Tölublað

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 31

Vikan - 09.08.1973, Blaðsíða 31
björgun er auðvelt að falla aftur. — Það eru bara asnar, sem falla i „Bitra hafið” segir maöur. En það er ekki rétt. Brigöljós. Við erum enn i Walled City. Trúboöinn gengur á undan. Hann gengur hratt. Hann þekkir völ- undarhúsin eins og innfæddur eft- ir margra ára göngu eftir skolp- rennunum. Svo snýr hann til hægri og hleypur við fót upp þrep. Það er ár siðan hann kom hér i fyrsta skipti. Hann varð undrandi yfir að sjá allt i einu háhýsi teygja sig mót sólu. Fyrsta hæð var þeg- ar i notkun. Ópiumhola. önnur hæð. Nokkur svört tákn skrifuð á rauðan bleðil, sem klistrað var á hurðina gáfu til kynna, hvað var innandyra. „Ilmandi kjöt” þýöir kannske bara „hundakjöt”. Ljúf- fengur réttur, að áliti margra frá Suöur-Kina. Þeir ferðast langt út á landsbyggðina i dagrenningu, áður en bærinn vaknar. Þeir hafa meðferðis stóra sekki. . . Það lika. Okkur leið illa i fyrsta skipti, sem við heyröum um slönguvin. Þetta var verra. . Mikið verra. En hæðin fyrir fyrir ofan var ekki i notkun. Hann gekk alla leið upp. Og hvað gaf á að lita? Ljós! Sólskin! Það kom friskur vindur inn um gluggana! Þá hugsar trú- boðinn með sér, hvort ekki væri hægt að kaupa þessar hæðir.— Kannske var hægt að veita þeim smá sólarljós nokkra tima á dag! Það var ekki auövelt. Fast- eignasali i Hong Kong gat ekki annast sölu á húsnæði i Walled City. Og til hvers átti aö snúa sér? Trúboðinn leysti verkefnið. En hann vill ekki segja hvern- ig. . . Svo var það verðið. Það var hátt. Svo hátt, aö hann var að þvi kominn að gefast upp. En — það tókst. Norðmenn borguðu. Enn á ný kom sönnun um velvild Strömme, prests i Kristjáns- sandi, enn á ný sönnun um hæfi- leika og vilja Norðmanna til að hjálpa, þegar hjálpar er þörf. Við erum staddir i skólastofu og gegnum gluggana glittir á þök húsanna i hverfinu. Ljós kemur i gegnum gluggana og við getum varla trúað, aö það sé satt. Við er- um i Sai Shing Road númer 10, i Sia Shing byggingunni 6—8/Fl, Kowloon Walled City, Kowloon. Við erum enn i stjórnleysisbæn- um. Og við hugsum með okkur: Guö hlýtur að vera hérna lika. — Við höfum eitt stórt vanda- mál hér, segir Espegren, — það er að fá börnin til að fara heim til sin eftir skólann. Þau vilja vera i ljósinu, sem þau vissu ekki áður að væri til! — Ég hef séö foreldra gráta, þegar þau koma hingaö méð börnum sinum! Þess vegna er hann viöur- kenndur. Þess vegna geng ég ör- uggur meö honum i Walled City. Og 'ég hugsa: Þetta eru mann- eskjur. Manneskjur, sem borga svo hátt gjald fyrir frelsiö og þurfa að berjast hvern dag til að lifa af. Ég veit, að þeir hljóta að viröa lög. Þau lög, sem ekki eru okkar. En lög samt. Hörð lög. Þegar þú virðir þau, hatar þú lög- regluna. Ég talaði við sjúkling á eiturlyfjasjúkrahúsi. — Lögregl- an er engill og djöfull, sagði hann stutt og laggott. — Engili i þinum augum, djöfull i minuih. 340 nemendur stunda nám viö norska skólann i Walled City. Þau hafa 9 kennara. Hin nýja kynslóö hefur fengið að upplifa ljósiö. Þetta er trúboð! HEILAGUR STAÐUR. Við verðum að ganga i gegnum þröng göng, hvar vatn rennur um fætur okkar og þú veröur renn- votur, ef þú vilt fara þar um, á leið út úr bænum. Þú lokar augum og hættir að hugsa, þegar þú ferð þar framhjá. Svo staðnæm- ist trúboðinn og opnar tvöfaldar trédyr. Þar er heldur ekki snerill. Hof. Þrisvar sinnum þrir metrar. Fúlt. Reykelsisangan. Bliðlegur prestur á stól i horninu. Afdrep. Fririki. Heilagur staöur. Ég loka hurðipni að baki okkar, en prest- urinn gefur bendingu og opnar aftur. Hann segir eitthvað á kin- versku. Huröin á að vera opin meöan við erum þar inni. Við höldum áfram um völund- arhúsin. Þrýstu þér upp að veggj- unum, ef þú mætir einhverjum. Horfðu ekki i augu hans. Haltu hendinni fyrir myndarvélina. Haltu þér fast upp viö trúboðann. Ekki dragast aftur út. Svo skyndilega, smá ljósglæta langt yfir okkur. Fimmtán þrepum of- ar. Þar sem lögin gilda. Þar sem fólk er réttir eigendur gatna, bygginga og hluta. Þú verður að kipra augun, þeg- ar þú kemur út. Þó er þungskýj- aö. En ljósiö verkar svo sterkt. Þú horfir niður. Skórnir eru þakt- ir skit. Þú' strýkur hendinni yfir enni þér og sérð, aö hún er vot. Og trúboðinn horfir á þig og brosir. Hann veit, hvað þú hugsar. Að enginn muni trúa þér, þegar þú kemur heim og segir frá fundi þinum i Walled City — bænum án laga. (lauslegaþýttúrnorsku) 32. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.